Hræddur að fara of nærri Norður-Kóreu Valur Páll Eiríksson skrifar 5. mars 2024 10:00 Benjamin Stokke hafnaði tilboðum víða að, þar á meðal frá Kína. Vísir/Einar Norðmaðurinn Benjamin Stokke hafnaði tilboðum víða að á kostnað Breiðabliks sem hann mun leika með í Bestu deild karla í sumar. Fyrrum leikmaður Blika gerði mikið til að sannfæra Norðmanninn um að koma til Íslands. Stokke raðaði inn mörkum fyrir Haugesund er liðið komst upp í efstu deild Noregs á síðustu leiktíð. Hann komst hins vegar ekki að samkomulagi um nýjan samning við liðið að leiktíðinni lokinni og hafnaði tilboðum víða að. „Það komu tilboð frá Noregi, Litháen, Möltu, Færeyjum og líka frá Kína en það var við landamærin að Norður-Kóreu svo það var ekki öruggasti staðurinn,“ „Þetta var besta lausnin fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Stokke. Sterkt að fá svo góðan leikmann Þjálfarinn Halldór Árnason er ánægður að klófesta framherjann en Blikar voru í leit að slíkum eftir brottför Færeyingsins Klæmint Olsen. Halldór Árnason, þjálfari Blika, er sáttur með að fá Stokke inn.Vísir/Einar „Við erum gríðarlega sáttir að hafa landað þessum leikmanni. Benjamin er frábær framherji sem er mjög leikreyndur. Hann á flottan feril að baki og er að koma út úr kannski einum af hans bestu tímabilum, sem er frábært,“ „Það er mikil ánægja að hafa náð að semja við hann og mikilvægt að fá leikmann af þessu kaliberi inn í hópinn,“ segir Halldór. Brynjólfur mælti með félaginu og gerir nú kröfur Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, var samherji Stokke í framlínu Kristiansund. Sá norski gat því leitað ráða hjá félaga sínum. Brynjólfur Andersen Willumsson fór frá Breiðabliki til Kristiansund árið 2020. Liðsfélagi hans Stokke fer nú öfuga leið.Vísir/Hulda Margrét „Hann er góður strákur. Ég talaði mikið við hann um þetta félag og hann hefur verið mjög hjálpsamur. Við spiluðum saman í sókninni hjá Kristiansund og við náðum vel saman. Við höfum þá eiginleika að bæta hvor annan upp.“ „Hann er frábær leikmaður og framtíðin er björt hjá honum. Það var gott að hafa heimamann frá Íslandi sem þekkir félagið jafn vel og hann gerir.“ Brynjólfur sagði í samtali við Fótbolti.net á dögunum að hann vildi ekki setja of mikla pressu á Stokke en lágmarkið væri hins vegar að hann skoraði 15 mörk. Hvað segir Norðmaðurinn um það? „Ég hef tekið eftir því að það eru færri leikir í íslensku deildinni en ég vona að ég geti hjálpað liðinu að skora mörk. Ég er dæmigerður sóknarmaður sem vill vera inni í teignum og ef sendingarnar koma er ég viss um að ég muni skora nokkur mörk.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik hefur leik í Bestu deild karla er FH heimsækir Kópavogsvöll þann 8. apríl. Deildin hefst laugardaginn 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Sjá meira
Stokke raðaði inn mörkum fyrir Haugesund er liðið komst upp í efstu deild Noregs á síðustu leiktíð. Hann komst hins vegar ekki að samkomulagi um nýjan samning við liðið að leiktíðinni lokinni og hafnaði tilboðum víða að. „Það komu tilboð frá Noregi, Litháen, Möltu, Færeyjum og líka frá Kína en það var við landamærin að Norður-Kóreu svo það var ekki öruggasti staðurinn,“ „Þetta var besta lausnin fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Stokke. Sterkt að fá svo góðan leikmann Þjálfarinn Halldór Árnason er ánægður að klófesta framherjann en Blikar voru í leit að slíkum eftir brottför Færeyingsins Klæmint Olsen. Halldór Árnason, þjálfari Blika, er sáttur með að fá Stokke inn.Vísir/Einar „Við erum gríðarlega sáttir að hafa landað þessum leikmanni. Benjamin er frábær framherji sem er mjög leikreyndur. Hann á flottan feril að baki og er að koma út úr kannski einum af hans bestu tímabilum, sem er frábært,“ „Það er mikil ánægja að hafa náð að semja við hann og mikilvægt að fá leikmann af þessu kaliberi inn í hópinn,“ segir Halldór. Brynjólfur mælti með félaginu og gerir nú kröfur Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, var samherji Stokke í framlínu Kristiansund. Sá norski gat því leitað ráða hjá félaga sínum. Brynjólfur Andersen Willumsson fór frá Breiðabliki til Kristiansund árið 2020. Liðsfélagi hans Stokke fer nú öfuga leið.Vísir/Hulda Margrét „Hann er góður strákur. Ég talaði mikið við hann um þetta félag og hann hefur verið mjög hjálpsamur. Við spiluðum saman í sókninni hjá Kristiansund og við náðum vel saman. Við höfum þá eiginleika að bæta hvor annan upp.“ „Hann er frábær leikmaður og framtíðin er björt hjá honum. Það var gott að hafa heimamann frá Íslandi sem þekkir félagið jafn vel og hann gerir.“ Brynjólfur sagði í samtali við Fótbolti.net á dögunum að hann vildi ekki setja of mikla pressu á Stokke en lágmarkið væri hins vegar að hann skoraði 15 mörk. Hvað segir Norðmaðurinn um það? „Ég hef tekið eftir því að það eru færri leikir í íslensku deildinni en ég vona að ég geti hjálpað liðinu að skora mörk. Ég er dæmigerður sóknarmaður sem vill vera inni í teignum og ef sendingarnar koma er ég viss um að ég muni skora nokkur mörk.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik hefur leik í Bestu deild karla er FH heimsækir Kópavogsvöll þann 8. apríl. Deildin hefst laugardaginn 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Sjá meira