Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Hlé var gert á þingfundi um klukkan fjögur í dag þegar dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu til breytinga á útlendingalögum. Við sjáum myndir af því og ræðum við forseta Alþingis um atvikið í beinni.
Annað kvikuhlaup virðist líklegra með hverjum deginum sem líður. Við verðum í beinni frá Veðurstofunni og heyrum í fagstjóra þar um stöðu mála.
Þá verður rætt við fólk á förnum vegi um umdeild úrslit söngvakeppninnar. Að sögn ríkisútvarpsins höfðu meintir gallar á kosningakerfi ekki áhrif á niðurstöðuna. Við sjáum einnig myndir frá Súðavíkurhlíð og ræðum við bæjarstjóra um mikla snjóflóðahættu á svæðinu auk þess sem Magnús Hlynur kíkir í afurðahæsta kúabú landsins.
Í Íslandi í dag hittum við Svövu Grétarsdóttur sem ákvað að eignast barn ein síns liðs - og nýfædda dóttur hennar.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.