Finnst verðlaunaféð á HM í frjálsum fáránlega lágt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2024 13:31 Josh Kerr hrósaði sigri í þrjátíu þúsund metra hlaupi á HM innanhúss í Glasgow. getty/Alex Pantling Heimsmeistaranum í þrjú þúsund metra hlaupi innanhúss finnst verðlaunaféð á HM í frjálsum íþróttum vera fáránlegt lágt og kallar eftir að aukinni fjárfestingu í greininni. Skotinn Josh Kerr stóð uppi sem sigurvegari í þrjú þúsund metra hlaupi á HM innanhúss í Glasgow um helgina. Fyrir sigurinn fékk hann fjörutíu þúsund Bandaríkjadali, eða rúma fimm og hálfa milljón íslenskra króna. Það finnst Kerr alltof lág upphæð. Hann kveðst hrifinn af hugmyndum gömlu stjörnunnar Michaels Johnson um að setja frjálsíþróttadeild í Bandaríkjunum á laggirnar á næsta ári. „Smáatriðin eru ekki komin í ljós en hann er stór rödd, vill vera með ys og þys og það hljómar vel í mín eyru. Frá sjónarhóli íþróttamanna gefur þetta okkur möguleika og það er það sem við erum að leita eftir til að eiga í okkur og á og sýna okkur og sanna. Svo lengi sem það eru engin ólögleg lyf í spilinu,“ sagði Kerr. Eins og áður sagði fengu gullverðlaunahafar á HM fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé. Silfurverðlaunahafar fengu tuttugu þúsund Bandaríkjadali (2,8 milljónir íslenskra króna) og bronsverðlaunahafar tíu þúsund Bandaríkjadali (1,4 milljónir íslenskra króna). „Það er brjálæði miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Kerr. „Við erum heppin að hafa keppendur eins og Noah Lyles, Grant Halloway og Femke Bol; frábært íþróttafólk sem kemur hingað og gerir sitt. En þessar tölur eru lægri en þátttökuféð fyrir íþróttafólk í þessum gæðaflokki.“ Sádi-Arabar hafa gert sig gildandi í íþróttaheiminum undanfarin misseri og komið með aukið fjármagn inn í hann. Kerr er ekki mótfallinn sádi-arabískri fjárfestingu í frjálsum íþróttum. „Þetta er fín lína, eins og með LIV golfið, en ef fólk vill koma og fjárfesta í íþróttinni er það vel þegið,“ sagði Kerr. „Frjálsíþróttasambandið er að gera það sem það getur til að auka áhuga fjárfesta og auka áhorf. Það er það sem 2024 snýst um.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira
Skotinn Josh Kerr stóð uppi sem sigurvegari í þrjú þúsund metra hlaupi á HM innanhúss í Glasgow um helgina. Fyrir sigurinn fékk hann fjörutíu þúsund Bandaríkjadali, eða rúma fimm og hálfa milljón íslenskra króna. Það finnst Kerr alltof lág upphæð. Hann kveðst hrifinn af hugmyndum gömlu stjörnunnar Michaels Johnson um að setja frjálsíþróttadeild í Bandaríkjunum á laggirnar á næsta ári. „Smáatriðin eru ekki komin í ljós en hann er stór rödd, vill vera með ys og þys og það hljómar vel í mín eyru. Frá sjónarhóli íþróttamanna gefur þetta okkur möguleika og það er það sem við erum að leita eftir til að eiga í okkur og á og sýna okkur og sanna. Svo lengi sem það eru engin ólögleg lyf í spilinu,“ sagði Kerr. Eins og áður sagði fengu gullverðlaunahafar á HM fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé. Silfurverðlaunahafar fengu tuttugu þúsund Bandaríkjadali (2,8 milljónir íslenskra króna) og bronsverðlaunahafar tíu þúsund Bandaríkjadali (1,4 milljónir íslenskra króna). „Það er brjálæði miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Kerr. „Við erum heppin að hafa keppendur eins og Noah Lyles, Grant Halloway og Femke Bol; frábært íþróttafólk sem kemur hingað og gerir sitt. En þessar tölur eru lægri en þátttökuféð fyrir íþróttafólk í þessum gæðaflokki.“ Sádi-Arabar hafa gert sig gildandi í íþróttaheiminum undanfarin misseri og komið með aukið fjármagn inn í hann. Kerr er ekki mótfallinn sádi-arabískri fjárfestingu í frjálsum íþróttum. „Þetta er fín lína, eins og með LIV golfið, en ef fólk vill koma og fjárfesta í íþróttinni er það vel þegið,“ sagði Kerr. „Frjálsíþróttasambandið er að gera það sem það getur til að auka áhuga fjárfesta og auka áhorf. Það er það sem 2024 snýst um.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira