Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 08:00 Alfreð Gíslason gerði samning fram yfir HM í Þýskalandi 2027 en handknattleikssambandið þýska getur sagt honum upp ef illa fer í Ólympíuumspili síðar í þessum mánuði. Getty Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. Alfreð hefur verið þjálfari Þýskalands frá árinu 2020 en samningur hans var við það að renna út. Þýska handknattleikssambandið tilkynnti í gær um framlengingu á samningnum, þó með þeim varnagla að sambandið gæti sagt þeim samningi upp ef komandi Ólympíuumspil gengi ekki sem skyldi. Nýr samningur Alfreðs gildir því til ársins 2027, eða til mánaðarloka í mars á þessu ári. „Þetta er dálítið sérstakt, ég viðurkenni það. Ég sagði við sambandið: Eigum við ekki bara að ræða málin eftir Ólympíuumspilið og vera ekkert að flækja þetta?“ segir Alfreð. „Þeir vildu framlengja þetta núna, og við gerðum það. Þetta er sérstakt en svona er lífið, greinilega.“ „Í rauninni hef ég alltaf litið á það þannig að ég þarf ekkert skriflegan samning. Þetta snýst um það hvort menn séu ánægðir. Er ég ánægður, eru þeir ánægðir, er liðið ánægt? Ef ekki, þá hættir maður bara,“ „Ég tek þessu rólega og held bara mínu striki,“ segir Alfreð. Vill klára þennan kafla á heimavelli Þýskaland lenti í fjórða sæti á Evrópumótinu í janúar en í þjálfaratíð Alfreðs hefur meðalaldur hópsins lækkað töluvert. Hann er spenntur fyrir því að byggja liðið áfram upp og stefnir að því að klára þennan kafla ferilsins eftir heimsmeistaramótið sem Þjóðverjar halda árið 2027. „Það áhugaverðasta fyrir mig er nú að ég er búinn að snúa þessu liði alveg á hvolf, þannig að þetta eru allt mjög ungir strákar. Við náðum með mjög ungu liði fjórða sætinu núna, þar sem sjö af 16 voru 2000 árgangur eða yngri,“ „Ég sé því mun meiri framtíð í þessu liði og með því að klára umspilsleikina þá á ég möguleika á að enda þetta á heimavelli á HM 2027 og hætta með þýska landsliðið eftir það.“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Alfreð hefur verið þjálfari Þýskalands frá árinu 2020 en samningur hans var við það að renna út. Þýska handknattleikssambandið tilkynnti í gær um framlengingu á samningnum, þó með þeim varnagla að sambandið gæti sagt þeim samningi upp ef komandi Ólympíuumspil gengi ekki sem skyldi. Nýr samningur Alfreðs gildir því til ársins 2027, eða til mánaðarloka í mars á þessu ári. „Þetta er dálítið sérstakt, ég viðurkenni það. Ég sagði við sambandið: Eigum við ekki bara að ræða málin eftir Ólympíuumspilið og vera ekkert að flækja þetta?“ segir Alfreð. „Þeir vildu framlengja þetta núna, og við gerðum það. Þetta er sérstakt en svona er lífið, greinilega.“ „Í rauninni hef ég alltaf litið á það þannig að ég þarf ekkert skriflegan samning. Þetta snýst um það hvort menn séu ánægðir. Er ég ánægður, eru þeir ánægðir, er liðið ánægt? Ef ekki, þá hættir maður bara,“ „Ég tek þessu rólega og held bara mínu striki,“ segir Alfreð. Vill klára þennan kafla á heimavelli Þýskaland lenti í fjórða sæti á Evrópumótinu í janúar en í þjálfaratíð Alfreðs hefur meðalaldur hópsins lækkað töluvert. Hann er spenntur fyrir því að byggja liðið áfram upp og stefnir að því að klára þennan kafla ferilsins eftir heimsmeistaramótið sem Þjóðverjar halda árið 2027. „Það áhugaverðasta fyrir mig er nú að ég er búinn að snúa þessu liði alveg á hvolf, þannig að þetta eru allt mjög ungir strákar. Við náðum með mjög ungu liði fjórða sætinu núna, þar sem sjö af 16 voru 2000 árgangur eða yngri,“ „Ég sé því mun meiri framtíð í þessu liði og með því að klára umspilsleikina þá á ég möguleika á að enda þetta á heimavelli á HM 2027 og hætta með þýska landsliðið eftir það.“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira