Ný nafnskírteini renna út eins og heitar lummur Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2024 19:41 Júlía Þorvaldsdóttir hjá Þjóðskrá með sýnishorn af gamla nafnskírteininu og tveimur útgáfum að nýja nafnskírteininu. Stöð 2/Sigurjón Þjóðskrá hefur hafið útgáfu á tveimur nýjum nafnskírteinum sem gagnast geta sem ferðaskilríki eða eingöngu til að auðkenna sig. Ísland er fyrst ríkja til að gefa út skilríki sem þessi samkvæmt nýjum alþjóðlegum staðli. Nafnskírteinin hafa litið eins út í áratugi eða eins lengi og elstu menn og konur muna og þykja ekki merkileg skilríki í dag. Júlía Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá segir að nú hafi átt sér stað algjör bylting í útgáfu nafnskírteina. Gamla nafnskírteinið var í raun algerlega hætt að gilda sem auðkennanlegt persónuskilríki. Nýju nafnskírteinin eru gefin út samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti í desember.Stöð 2/Sigurjón „Jú, svo sannarlega. Þau eru orðin mun handhægari og öruggari að sjáfsögðu. Þau er hægt að fá í tveimur útgáfum,” segir Júlía. Annars vegar nafnskírteini sem jafnframt væri gilt ferðaskilríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og uppfyllti allar öryggiskröfur líkt og vegabréf með lokuðum örgjörfa. Hins vegar væri nafnskírteini sem allir, þar með börn, geti fengið og gildi til auðkenningar. Enda orðin ríkari krafa að börn og ungmenni geti auðkennt sig. Júlía Þorvaldsdóttir hjá Þjóðskrá segir nýju nafnskírteinin algera byltingu í útgáfu persónuskilríkja á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón „Þau fara í strætó, kaupa kort í heilsuræktarstöðvar. Frá sextán ára aldri geta þau leyst út lyfin sín. Þannig að þetta er orðið gilt persónuskilríki til auðkenningar,“ segir Júlía. Það væri nýlunda að börn geti fengið útgefin skilríki. En skírteinin geta gagnast fleirum. Þau eru samkvæmt nýjum alþjóðlegum staðli sem samþykktur var á fundi á Íslandi og þau fyrstu í heiminum með þessu útliti. „Margt eldra fólk er löngu hætt að ferðast og með útrunnið vegabréf. Eru ekki búin að vera með ökuskírteini lengi. Mörg ungmenni í dag velja að vera ekki með ökuskírteini. Fyrir utan auðvitað að þau eru ekki endilega alveg gild persónuskilríki. Það er líka frekar óþjálft að vera alltaf með vegabréfið á sér,“ segir Júlí. Nafnskírteinið sem einnig gildir sem ferðaskírteini. Sótt er um nafnskírteinin hjá sýslumannsembættunum og frá og með 1. apríl einnig í sendiráðum Íslands í útlöndum.Þjóðskrá Og nýju nafnskírteinin hafa strax slegið í gegn á fyrsta degi. „Síminn hefur ekki stoppað í dag. Við erum búin að vera í góðum samskiptum við sýslumenn sem taka að sjálfsögðu á móti umsóknunum og eru okkar helsti samstarfsaðili. Þar hefur allt gengið vel. Fullt af fólki búið að koma og mjög mikill áhugi virðist vera.“ Nóg til af skilríkjum? „Já, það er nóg til. Við erum vel undirbúin,“ segir Júlía Þorvaldsdóttir. Einnig verður hægt að sækja um nafnskírteinin í sendiráðum Íslands í öðrum löndum frá og með 1. apríl. Stjórnsýsla Vegabréf Tengdar fréttir Þjóðskrá Íslands hefur útgáfu nýrra nafnskírteina Þjóðskrá Íslands hefur hafið útgáfu á nýjum nafnskírteinum. Hægt er að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem nota má í stað vegabréfs innan Evrópska efnahagssvæðisins. 6. mars 2024 09:18 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Nafnskírteinin hafa litið eins út í áratugi eða eins lengi og elstu menn og konur muna og þykja ekki merkileg skilríki í dag. Júlía Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá segir að nú hafi átt sér stað algjör bylting í útgáfu nafnskírteina. Gamla nafnskírteinið var í raun algerlega hætt að gilda sem auðkennanlegt persónuskilríki. Nýju nafnskírteinin eru gefin út samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti í desember.Stöð 2/Sigurjón „Jú, svo sannarlega. Þau eru orðin mun handhægari og öruggari að sjáfsögðu. Þau er hægt að fá í tveimur útgáfum,” segir Júlía. Annars vegar nafnskírteini sem jafnframt væri gilt ferðaskilríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og uppfyllti allar öryggiskröfur líkt og vegabréf með lokuðum örgjörfa. Hins vegar væri nafnskírteini sem allir, þar með börn, geti fengið og gildi til auðkenningar. Enda orðin ríkari krafa að börn og ungmenni geti auðkennt sig. Júlía Þorvaldsdóttir hjá Þjóðskrá segir nýju nafnskírteinin algera byltingu í útgáfu persónuskilríkja á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón „Þau fara í strætó, kaupa kort í heilsuræktarstöðvar. Frá sextán ára aldri geta þau leyst út lyfin sín. Þannig að þetta er orðið gilt persónuskilríki til auðkenningar,“ segir Júlía. Það væri nýlunda að börn geti fengið útgefin skilríki. En skírteinin geta gagnast fleirum. Þau eru samkvæmt nýjum alþjóðlegum staðli sem samþykktur var á fundi á Íslandi og þau fyrstu í heiminum með þessu útliti. „Margt eldra fólk er löngu hætt að ferðast og með útrunnið vegabréf. Eru ekki búin að vera með ökuskírteini lengi. Mörg ungmenni í dag velja að vera ekki með ökuskírteini. Fyrir utan auðvitað að þau eru ekki endilega alveg gild persónuskilríki. Það er líka frekar óþjálft að vera alltaf með vegabréfið á sér,“ segir Júlí. Nafnskírteinið sem einnig gildir sem ferðaskírteini. Sótt er um nafnskírteinin hjá sýslumannsembættunum og frá og með 1. apríl einnig í sendiráðum Íslands í útlöndum.Þjóðskrá Og nýju nafnskírteinin hafa strax slegið í gegn á fyrsta degi. „Síminn hefur ekki stoppað í dag. Við erum búin að vera í góðum samskiptum við sýslumenn sem taka að sjálfsögðu á móti umsóknunum og eru okkar helsti samstarfsaðili. Þar hefur allt gengið vel. Fullt af fólki búið að koma og mjög mikill áhugi virðist vera.“ Nóg til af skilríkjum? „Já, það er nóg til. Við erum vel undirbúin,“ segir Júlía Þorvaldsdóttir. Einnig verður hægt að sækja um nafnskírteinin í sendiráðum Íslands í öðrum löndum frá og með 1. apríl.
Stjórnsýsla Vegabréf Tengdar fréttir Þjóðskrá Íslands hefur útgáfu nýrra nafnskírteina Þjóðskrá Íslands hefur hafið útgáfu á nýjum nafnskírteinum. Hægt er að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem nota má í stað vegabréfs innan Evrópska efnahagssvæðisins. 6. mars 2024 09:18 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þjóðskrá Íslands hefur útgáfu nýrra nafnskírteina Þjóðskrá Íslands hefur hafið útgáfu á nýjum nafnskírteinum. Hægt er að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki, sem nota má í stað vegabréfs innan Evrópska efnahagssvæðisins. 6. mars 2024 09:18