Markmiðin góð í fjölmiðlastefnu en segir fjárhæð styrkja of lága Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2024 19:17 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, fagnar því að drög að fjölmiðlastefnu liggi nú fyrir. Vísir/Vilhelm Í drögum að fyrstu opinberu fjölmiðlastefnu landsins er lagt upp með að hefðbundin auglýsingasala hjá RÚV verði óheimil og styrkir til einkarekinna fjölmiðla festir í sessi. Formaður Blaðamannafélags Íslands fagnar markmiðinu en segir fjárhæð styrkja of lága sé miðað við Norðurlöndin. Fjölmiðlastefnan er til ársins 2030 en drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda og miða m.a. að því að efla fjölbreytni, fagmennsku og rekstur innlendra fjölmiðla. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, fagnar þessu skrefi en finnst um leið umhugsunarvert að fjölmiðlastefna hafi ekki þegar verið í gildi. „Það hefur alltaf verið tekið sem sjálfsögðum hlut að hér séu frjálsir fjölmiðlar og að tjáningarfrelsi sé virt og að það þurfi ekki að gera neitt mikið til þess að passa upp á það en það er bara alls ekki þannig. Við sjáum það bara í kringum okkur að þar sem er ekki passað upp á fjölmiðlafrelsið þá fjarar undan því,“ segir Sigríður Dögg. Lægri ritstjórnarkostnaður Í drögunum eru settar fram 29 skilgreindar aðgerðir til að stuðla að fjölmiðlastefnunni. Ein þeirra er að veita einkareknum fjölmiðlum tímabundna undanþágu frá greiðslu 70% tryggingagjalds af launum fjölmiðlafólks. Sigríður segir þennan lið aðgerðaáætlunarinnar vera fagnaðarefni en kallar eftir því að prósentutalan verði hækkuð. Í drögum að fjölmiðlastefnunni er lagt til að opinberar stofnanir, sem verja meira en tíu milljónum árlega í auglýsingar, geri grein fyrir viðskiptunum. Sigríður Dögg vill ekki hafa neina viðmiðunarfjárhæð og að fullkomið gagnsæi ríki. „Það ætti líka að setja skýrar reglur um að það eigi eingöngu að kaupa auglýsingar af þeim sem borga til samfélagsins; þeim sem borga hér skatta og gjöld.“ Stuðningskerfi að norrænni fyrirmynd fest í sessi Í fjölmiðlastefnudrögunum segir að áfram verði stutt við rekstur einkarekinna fjölmiðla með stuðningskerfi að norrænni fyrirmynd. Grafík/Sara „Það er náttúrulega mjög áhugavert að sjá þarna samanburðinn á milli Norðurlandaþjóðanna en við erum í langfámennasta ríkinu með fámennistungumál og mestu samkeppnisskekkjuna en samt sem áður eru styrkir til einkarekinna miðla lægstir hér,“ segir Sigríður sem bætir við að styrkjakerfi til einkarekinna fjölmiðla sé ekki við lýði í Finnlandi. Fyrirkomulag auglýsingamála RÚV enn of óljóst Í skýrslu starfshóps um málefni Ríkisútvarpsins koma fram þrjár leiðir til breytinga og svokölluð stafræn leið talin ákjósanlegust en hún hefur verið kynnt í ríkisstjórn. Hún gerir ráð fyrir að hefðbundin sala á auglýsingum hjá stofnuninni verði óheimil en auglýsingahólf séu þess í stað seld á vefnum en að vefpantanir séu án aðkomu sölufólks. Sigríði finnst þessi angi málsins aðeins of óljós á þessu stingi máls. „Ég sé ekki alveg hvernig það á að ganga upp. Mjög auðvelt að það komi þarna einhverjir milliliðir þarna inn á markaðinn og ég myndi vilja sjá betri útskýringar á því hvernig ráðherra hefur hugsað útfærslu á þessum hlutum.“ Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lagt til að auglýsingasala RÚV verði stafræn Starfshópur menningar- og viðskiptaráðuneytisins leggur til að stafræn leið verði farin til að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði. Sala og markaðssetning á auglýsingum verði óheimil hjá RÚV en hægt sé að kaupa auglýsingahólf samkvæmt verðskrá á vefnum. 6. mars 2024 14:38 Leggja til ýmsar breytingar á auglýsingasölu RÚV Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og unnið að því að hefðbundin sala og markaðsetning á auglýsingum hjá RÚV verði gerð óheimil, ef tillögur um stefnu um málefni fjölmiðla til ársins 2030 ná fram að ganga. 6. mars 2024 11:23 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Fjölmiðlastefnan er til ársins 2030 en drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda og miða m.a. að því að efla fjölbreytni, fagmennsku og rekstur innlendra fjölmiðla. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, fagnar þessu skrefi en finnst um leið umhugsunarvert að fjölmiðlastefna hafi ekki þegar verið í gildi. „Það hefur alltaf verið tekið sem sjálfsögðum hlut að hér séu frjálsir fjölmiðlar og að tjáningarfrelsi sé virt og að það þurfi ekki að gera neitt mikið til þess að passa upp á það en það er bara alls ekki þannig. Við sjáum það bara í kringum okkur að þar sem er ekki passað upp á fjölmiðlafrelsið þá fjarar undan því,“ segir Sigríður Dögg. Lægri ritstjórnarkostnaður Í drögunum eru settar fram 29 skilgreindar aðgerðir til að stuðla að fjölmiðlastefnunni. Ein þeirra er að veita einkareknum fjölmiðlum tímabundna undanþágu frá greiðslu 70% tryggingagjalds af launum fjölmiðlafólks. Sigríður segir þennan lið aðgerðaáætlunarinnar vera fagnaðarefni en kallar eftir því að prósentutalan verði hækkuð. Í drögum að fjölmiðlastefnunni er lagt til að opinberar stofnanir, sem verja meira en tíu milljónum árlega í auglýsingar, geri grein fyrir viðskiptunum. Sigríður Dögg vill ekki hafa neina viðmiðunarfjárhæð og að fullkomið gagnsæi ríki. „Það ætti líka að setja skýrar reglur um að það eigi eingöngu að kaupa auglýsingar af þeim sem borga til samfélagsins; þeim sem borga hér skatta og gjöld.“ Stuðningskerfi að norrænni fyrirmynd fest í sessi Í fjölmiðlastefnudrögunum segir að áfram verði stutt við rekstur einkarekinna fjölmiðla með stuðningskerfi að norrænni fyrirmynd. Grafík/Sara „Það er náttúrulega mjög áhugavert að sjá þarna samanburðinn á milli Norðurlandaþjóðanna en við erum í langfámennasta ríkinu með fámennistungumál og mestu samkeppnisskekkjuna en samt sem áður eru styrkir til einkarekinna miðla lægstir hér,“ segir Sigríður sem bætir við að styrkjakerfi til einkarekinna fjölmiðla sé ekki við lýði í Finnlandi. Fyrirkomulag auglýsingamála RÚV enn of óljóst Í skýrslu starfshóps um málefni Ríkisútvarpsins koma fram þrjár leiðir til breytinga og svokölluð stafræn leið talin ákjósanlegust en hún hefur verið kynnt í ríkisstjórn. Hún gerir ráð fyrir að hefðbundin sala á auglýsingum hjá stofnuninni verði óheimil en auglýsingahólf séu þess í stað seld á vefnum en að vefpantanir séu án aðkomu sölufólks. Sigríði finnst þessi angi málsins aðeins of óljós á þessu stingi máls. „Ég sé ekki alveg hvernig það á að ganga upp. Mjög auðvelt að það komi þarna einhverjir milliliðir þarna inn á markaðinn og ég myndi vilja sjá betri útskýringar á því hvernig ráðherra hefur hugsað útfærslu á þessum hlutum.“
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lagt til að auglýsingasala RÚV verði stafræn Starfshópur menningar- og viðskiptaráðuneytisins leggur til að stafræn leið verði farin til að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði. Sala og markaðssetning á auglýsingum verði óheimil hjá RÚV en hægt sé að kaupa auglýsingahólf samkvæmt verðskrá á vefnum. 6. mars 2024 14:38 Leggja til ýmsar breytingar á auglýsingasölu RÚV Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og unnið að því að hefðbundin sala og markaðsetning á auglýsingum hjá RÚV verði gerð óheimil, ef tillögur um stefnu um málefni fjölmiðla til ársins 2030 ná fram að ganga. 6. mars 2024 11:23 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Lagt til að auglýsingasala RÚV verði stafræn Starfshópur menningar- og viðskiptaráðuneytisins leggur til að stafræn leið verði farin til að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði. Sala og markaðssetning á auglýsingum verði óheimil hjá RÚV en hægt sé að kaupa auglýsingahólf samkvæmt verðskrá á vefnum. 6. mars 2024 14:38
Leggja til ýmsar breytingar á auglýsingasölu RÚV Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og unnið að því að hefðbundin sala og markaðsetning á auglýsingum hjá RÚV verði gerð óheimil, ef tillögur um stefnu um málefni fjölmiðla til ársins 2030 ná fram að ganga. 6. mars 2024 11:23