„Ógeðslega gaman og verður aldrei þreytt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2024 20:41 Magnús Stefánsson (t.h.) fer yfir stöðuna með Erlingi Richardssyni. Vísir/Hulda Margrét Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, gat leyft sér að fagna í leikslok eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í kvöld, 33-27. „Tilfinningin er bara eins og alltaf þegar við mætum í höllina. Þetta er geggjuð tilfinning, ógeðslega gaman og verður aldrei þreytt,“ sagði Magnús í leikslok. Aðeins er rétt rúmur mánuður síðan ÍBV tapaði gegn Haukum með tíu marka mun, en Eyjamenn virðast alltaf mæta rétt stemmdir til leiks þegar liðið finnur lykt af bikar. „Það má alveg segja það. Við erum alltaf alveg extra fókuseraðir þegar komið er í stóru leikina og á stóra sviðið. Fyrri leikurinn á móti þeim skrifast bara á þjálfarateymið. Við tókum enga æfingaleiki og það er eins og það er, það er bara búið og gert. Við erum ekkert að pæla í því núna.“ „Fókusinn á þetta verkefni er búinn að vera alveg frábær hjá strákunum og við erum búnir að vera í þvílíkum ham á æfingum og öllum fundum. Þetta er bara alveg magnaður hópur.“ ÍBV missti Ívar Bessa Viðarsson í meiðsli snemma leiks, en þrátt fyrir það hversu mikilvægur leikmaður ÍVar er virtust Eyjamenn vera klárir með plan B, C og D. „Að sjálfsögðu leggjumst við aðeins extra yfir svona leiki og búum okkur til plan A, B, C og jafnvel D. Þeir sem leystu Ívar af stóðu sig með prýði og gerðu það mjög vel.“ „Ívar er okkur gríðarlega mikilvægur og sennilega einn af okkar mikilvægustu leikmönnum. Án þess að vera að taka hann eitthvað sérstaklega út fyrir sviga þá er þetta okkar mikilvægasti leikmaður og það er vont að missa hann, en svona er bara boltinn. Menn lenda í allskonar skakkaföllum á ferlinum og þetta var eitt af þeim fyrir hann, en hann verður bara klár á laugardaginn.“ Þá þótti Magnúsi sínir menn hafa góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda, þrátt fyrir góð áhlaup Hauka. „Mér fannst við ná að rúlla liðinu mjög vel í leiknum. Það er framlag frá öllum og allir með mínútur. Menn eru núna inni í klefa dansandi bara af því að þeir hafa orku í það. Petar var frábær í markinu og það er eiginlega bara sama hvar maður lýtur á þetta, heilt yfir var þetta bara frábær frammistaða hjá liðinu.“ Að lokum segist hann ekki eiga sér neinn óskamótherja í bikarúrslitum, en þegar þetta er ritað eru Valsmenn þremur mörkum yfir gegn Stjörnunni í hinum undanúrslitaleiknum þegar fyrri hálfleikur er rétt rúmlega hálfnaður. „Nei, þú ferð ekkert í Final 4 í höllinni án þess að vera með frábært lið og þessi keppni á sér bara sitt einstaka líf. Það er enginn veri eða betri mótherji í þessu. Það eru allir með kveikt á sér og skiptir mig engu máli hverjum við mætum,“ sagði Ásgeir að lokum. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 „Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. 6. mars 2024 20:18 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
„Tilfinningin er bara eins og alltaf þegar við mætum í höllina. Þetta er geggjuð tilfinning, ógeðslega gaman og verður aldrei þreytt,“ sagði Magnús í leikslok. Aðeins er rétt rúmur mánuður síðan ÍBV tapaði gegn Haukum með tíu marka mun, en Eyjamenn virðast alltaf mæta rétt stemmdir til leiks þegar liðið finnur lykt af bikar. „Það má alveg segja það. Við erum alltaf alveg extra fókuseraðir þegar komið er í stóru leikina og á stóra sviðið. Fyrri leikurinn á móti þeim skrifast bara á þjálfarateymið. Við tókum enga æfingaleiki og það er eins og það er, það er bara búið og gert. Við erum ekkert að pæla í því núna.“ „Fókusinn á þetta verkefni er búinn að vera alveg frábær hjá strákunum og við erum búnir að vera í þvílíkum ham á æfingum og öllum fundum. Þetta er bara alveg magnaður hópur.“ ÍBV missti Ívar Bessa Viðarsson í meiðsli snemma leiks, en þrátt fyrir það hversu mikilvægur leikmaður ÍVar er virtust Eyjamenn vera klárir með plan B, C og D. „Að sjálfsögðu leggjumst við aðeins extra yfir svona leiki og búum okkur til plan A, B, C og jafnvel D. Þeir sem leystu Ívar af stóðu sig með prýði og gerðu það mjög vel.“ „Ívar er okkur gríðarlega mikilvægur og sennilega einn af okkar mikilvægustu leikmönnum. Án þess að vera að taka hann eitthvað sérstaklega út fyrir sviga þá er þetta okkar mikilvægasti leikmaður og það er vont að missa hann, en svona er bara boltinn. Menn lenda í allskonar skakkaföllum á ferlinum og þetta var eitt af þeim fyrir hann, en hann verður bara klár á laugardaginn.“ Þá þótti Magnúsi sínir menn hafa góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda, þrátt fyrir góð áhlaup Hauka. „Mér fannst við ná að rúlla liðinu mjög vel í leiknum. Það er framlag frá öllum og allir með mínútur. Menn eru núna inni í klefa dansandi bara af því að þeir hafa orku í það. Petar var frábær í markinu og það er eiginlega bara sama hvar maður lýtur á þetta, heilt yfir var þetta bara frábær frammistaða hjá liðinu.“ Að lokum segist hann ekki eiga sér neinn óskamótherja í bikarúrslitum, en þegar þetta er ritað eru Valsmenn þremur mörkum yfir gegn Stjörnunni í hinum undanúrslitaleiknum þegar fyrri hálfleikur er rétt rúmlega hálfnaður. „Nei, þú ferð ekkert í Final 4 í höllinni án þess að vera með frábært lið og þessi keppni á sér bara sitt einstaka líf. Það er enginn veri eða betri mótherji í þessu. Það eru allir með kveikt á sér og skiptir mig engu máli hverjum við mætum,“ sagði Ásgeir að lokum.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 „Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. 6. mars 2024 20:18 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33
„Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06
„Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. 6. mars 2024 20:18