Áfall fyrir Ferrari: Sainz á leið í aðgerð - Keppir ekki um helgina Aron Guðmundsson skrifar 8. mars 2024 11:44 Carlos Sainz, ökumaður Formúlu 1 liðs Ferrari verður fjarri góðu gamni í Sádi-Arabíu um helgina Vísir/Getty Carlos Sainz, annar ökumanna Formúlu 1 liðs Ferrari, hefur verið greindur með botnlangabólgu og þarf að gangast undir aðgerð vegna hennar. Hann mun því ekki aka bíl Ferrari þessa keppnishelgina. Frá þessu greinir Ferrari í yfirlýsingu en í stað Sainz mun þróunarökumaðurinn Oliver Bearman þreyta frumraun sína fyrir þetta sögufræga lið í Formúlu 1. Kepp er á krefjandi götubraut í Sádi-Arabíu þessa helgina og er um að ræða eina erfiðustu braut keppnisdagatalsins í Formúlu 1. Bearman fær því ansi verðugt verkefni í hendurnar en tímatökur fyrir keppni morgundagsins fara fram síðar í dag. Oliver Bearman er 18 ára gamall breskur ökumaður sem hefur ekið í undirmótaröðum Formúlu 1 og keppir nú einnig í Formúlu 2 mótaröðinni. Hann bar sigur úr býtum í ítölsku útgáfu Formúlu 4 mótaraðarinnar árið 2021 og stóð einnig uppi sem meistari í ADAC Formúlu 4 mótaröðinni það sama ár. Það mun mæða mikið á Oliver Bearman (til hægri) um helginaVísir/Getty Árið 2021 var árið hans Bearman en eftir árangur sinn í Fomrúlu 4 gerði hann samning við Ferrari ökumannsakademíuna. Í október ók Bearman í fyrsta sinn Formúlu 1 bíl ítalska risans í prófunum í Fiorano á Ítalíu. Þá hefur hann ekið fyrir systurlið Ferrari, Haas, á æfingum fyrir kappaksturinn í Mexíkó á síðasta ári og eftir síðustu keppni 2023 tímabilsins ók hann í prófunum fyrir Ferrari í Abu Dhabi. Um áfall er að ræða fyrir Carlos Sainz sem heldur nú í aðgerð. Spánverjinn fór vel af stað og kom sér á verðlaunapall í fyrstu keppni ársins í Barein um síðustu helgi. Óvíst er á þessari stundu hversu lengi hann verður frá. Carlos Sainz has been diagnosed with appendicitis and will require surgery. As from FP3 and for the rest of this weekend, he will be replaced by reserve driver Oliver Bearman. Oliver will therefore take no further part in this round of the F2 Championship. The Ferrari family pic.twitter.com/zePBeZlJED— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) March 8, 2024 Vodafone Sport er heimili Formúlu 1 á Íslandi. Bein útsending frá tímatökum fyrir Sádi-Arabíu kappskturinn hefst í dag klukkan 16:55. Kappaksturinn sjálfur er síðan sýndur í beinni útsendingu klukkan hálf fimm á morgun. Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Frá þessu greinir Ferrari í yfirlýsingu en í stað Sainz mun þróunarökumaðurinn Oliver Bearman þreyta frumraun sína fyrir þetta sögufræga lið í Formúlu 1. Kepp er á krefjandi götubraut í Sádi-Arabíu þessa helgina og er um að ræða eina erfiðustu braut keppnisdagatalsins í Formúlu 1. Bearman fær því ansi verðugt verkefni í hendurnar en tímatökur fyrir keppni morgundagsins fara fram síðar í dag. Oliver Bearman er 18 ára gamall breskur ökumaður sem hefur ekið í undirmótaröðum Formúlu 1 og keppir nú einnig í Formúlu 2 mótaröðinni. Hann bar sigur úr býtum í ítölsku útgáfu Formúlu 4 mótaraðarinnar árið 2021 og stóð einnig uppi sem meistari í ADAC Formúlu 4 mótaröðinni það sama ár. Það mun mæða mikið á Oliver Bearman (til hægri) um helginaVísir/Getty Árið 2021 var árið hans Bearman en eftir árangur sinn í Fomrúlu 4 gerði hann samning við Ferrari ökumannsakademíuna. Í október ók Bearman í fyrsta sinn Formúlu 1 bíl ítalska risans í prófunum í Fiorano á Ítalíu. Þá hefur hann ekið fyrir systurlið Ferrari, Haas, á æfingum fyrir kappaksturinn í Mexíkó á síðasta ári og eftir síðustu keppni 2023 tímabilsins ók hann í prófunum fyrir Ferrari í Abu Dhabi. Um áfall er að ræða fyrir Carlos Sainz sem heldur nú í aðgerð. Spánverjinn fór vel af stað og kom sér á verðlaunapall í fyrstu keppni ársins í Barein um síðustu helgi. Óvíst er á þessari stundu hversu lengi hann verður frá. Carlos Sainz has been diagnosed with appendicitis and will require surgery. As from FP3 and for the rest of this weekend, he will be replaced by reserve driver Oliver Bearman. Oliver will therefore take no further part in this round of the F2 Championship. The Ferrari family pic.twitter.com/zePBeZlJED— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) March 8, 2024 Vodafone Sport er heimili Formúlu 1 á Íslandi. Bein útsending frá tímatökum fyrir Sádi-Arabíu kappskturinn hefst í dag klukkan 16:55. Kappaksturinn sjálfur er síðan sýndur í beinni útsendingu klukkan hálf fimm á morgun.
Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira