Bein útsending: Eldræður á baráttudegi kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2024 16:16 Nokkuð fjölmennt var í Kolaportinu. Vísir/Arnar Von er á fjölmenni í miðbæ Reykjavíkur á alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti. Efnt er til kvennagöngu fyrir Palestínu og von á eldræðum á baráttufundi í Kolaportinu í framhaldi af göngunni, upp úr klukkan 17. Vísir verður í beinni frá baráttufundinum. 8.mars er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Kvenfélög, stéttarfélög, friðar- og mannréttindasamtök hafa í áraraðir sameinast í baráttufundi á þessum degi undir ýmsum formerkjum. Í ár ganga konur og kvár til stuðnings Palestínu á þessum degi. Safnast verður saman á Arnarhóli 16:40 og gengið klukkan 17:00 sem leið liggur í PORTIÐ í gamla Kolaportinu, þar sem haldinn verður baráttufundur. Uppfært klukkan 17:26 Fólk er á leiðinni í Kolaportið og fundurinn fer að hefjast. „Þjóðarmorðið sem nú stendur yfir á Gaza er feminískt baráttumál. Við getum ekki aðskilið baráttu fyrir kvenréttindum frá baráttu fyrir friði, jöfnuði og réttlæti. Við krefjumst þess að allar konur njóti frelsis og mannréttinda án mismununar! Samstaða með Palestínu er kvennabarátta því ástandið á Gaza er ekki síst hryllilegt fyrir konur og börn. Konur á Gaza eru í hrikalegri neyð. Sem dæmi má nefna að 50.000 barnshafandi konur bíða þess að fæða börn við skelfilegar aðstæður, konur með börn á brjósti búa við hungur og eiga erfitt með að framleiða mjólk, sem veldur barnadauða. Á Íslandi hafa konur verið leiðandi í baráttu fyrir vopnahléi á Gaza, rétt eins og konur hafa alltaf verið leiðandi í friðarbaráttunni.“ Kynnir verður Drífa Snædal, talskona Stígamóta en þau Enas Dajani, Giti Chandra, Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Amal Tamimi og Silja Aðalsteinsdóttir munu ávarpa samkomuna. Að viðburðinum standa: Menningar- og friðarsamtökin MFÍK Félagið Ísland Palestína UN Women Kvenréttindafélag Ísland Efling Iðjuþjálfafélag Íslands Félagsráðgjafafélag Íslands Stígamót Samtök um Kvennaathvarf Sósíalískir femínistar Jafnréttisskólinn GRÓ GEST Kvennasögusafn Landsbókasafn Íslands Samtökin 78 Samtök Hernaðarandstæðinga Femínísk Fjármál Mannréttindaskrifstofa Íslands Háskólahópur Amnesty International Rauða Regnhlífin Slagtog Jafnréttismál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
8.mars er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Kvenfélög, stéttarfélög, friðar- og mannréttindasamtök hafa í áraraðir sameinast í baráttufundi á þessum degi undir ýmsum formerkjum. Í ár ganga konur og kvár til stuðnings Palestínu á þessum degi. Safnast verður saman á Arnarhóli 16:40 og gengið klukkan 17:00 sem leið liggur í PORTIÐ í gamla Kolaportinu, þar sem haldinn verður baráttufundur. Uppfært klukkan 17:26 Fólk er á leiðinni í Kolaportið og fundurinn fer að hefjast. „Þjóðarmorðið sem nú stendur yfir á Gaza er feminískt baráttumál. Við getum ekki aðskilið baráttu fyrir kvenréttindum frá baráttu fyrir friði, jöfnuði og réttlæti. Við krefjumst þess að allar konur njóti frelsis og mannréttinda án mismununar! Samstaða með Palestínu er kvennabarátta því ástandið á Gaza er ekki síst hryllilegt fyrir konur og börn. Konur á Gaza eru í hrikalegri neyð. Sem dæmi má nefna að 50.000 barnshafandi konur bíða þess að fæða börn við skelfilegar aðstæður, konur með börn á brjósti búa við hungur og eiga erfitt með að framleiða mjólk, sem veldur barnadauða. Á Íslandi hafa konur verið leiðandi í baráttu fyrir vopnahléi á Gaza, rétt eins og konur hafa alltaf verið leiðandi í friðarbaráttunni.“ Kynnir verður Drífa Snædal, talskona Stígamóta en þau Enas Dajani, Giti Chandra, Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Amal Tamimi og Silja Aðalsteinsdóttir munu ávarpa samkomuna. Að viðburðinum standa: Menningar- og friðarsamtökin MFÍK Félagið Ísland Palestína UN Women Kvenréttindafélag Ísland Efling Iðjuþjálfafélag Íslands Félagsráðgjafafélag Íslands Stígamót Samtök um Kvennaathvarf Sósíalískir femínistar Jafnréttisskólinn GRÓ GEST Kvennasögusafn Landsbókasafn Íslands Samtökin 78 Samtök Hernaðarandstæðinga Femínísk Fjármál Mannréttindaskrifstofa Íslands Háskólahópur Amnesty International Rauða Regnhlífin Slagtog
Jafnréttismál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira