Stefnir til Parísar og tekur í gikkinn milli þess sem hann mundar hamarinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2024 08:01 Hákon Þór Svavarsson á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands. vísir/sigurjón Haglabyssuskyttan Hákon Þór Svavarsson setur stefnuna á að komast inn á Ólympíuleikana í París. Við hittum hann á dögunum og fengum að kynnast honum í leik og starfi. Hákon er 45 ára Húnvetningur sem er búsettur á Selfossi. Hann starfar sem smiður og vinnur núna við að stækka hús á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands fyrir utan Þorlákshöfn. Hákon kveðst bjartsýnn á að komast á Ólympíuleikana sem hefjast í París 26. júlí næstkomandi. „Möguleikarnir eru nokkuð góðir. Það eru tvö mót framundan sem gefa sæti. Það er fínn séns þar og ég er á fínum stað á Ólympíulistanum. Þetta er alveg góður möguleiki,“ sagði Hákon. Hann keppir á tveimur mótum á næstunni, öðru í Doha í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og hinu á Ítalíu. „Það er besta leiðin,“ sagði Hákon aðspurður hvar leiðin inn á Ólympíuleikana væri greiðust. „En svo er alltaf möguleiki á boðssæti (e. wildcard),“ bætti skyttan við. Hákon gerir sig tilbúinn ...vísir/sigurjón En af hverju lagði Hákon skotfimi fyrir sig? „Ég er úr sveit, Húnvetningur að upplagi, og byrjaði að veiða áður en ég mátti,“ sagði Hákon hlæjandi. „Svo dró félagi minn mig á skotæfingu. Þar vel tekið vel á móti manni og maður fór á fullt í þetta.“ Nokkur ár eru síðan Hákon byrjaði að sjá Ólympíuleikana í hillingum. „Maður fór að sjá glitta í þetta á Evrópumeistaramótinu á Kýpur 2022. Þar munaði mjög litlu að ég kæmist í úrslit og þá fór maður að sjá að þetta væri hægt,“ sagði Hákon. En hver er lykilinn að því að vera góð skytta? „Að hafa gaman að því að vera til eins og í flestu öðru. En þú þarft að vera í mjög góðu formi, andlegu og líkamlegu, og vera með fólk á bak við þig. Þetta er mjög skemmtileg íþrótt,“ sagði Hákon sem segir samkeppnina í haglabyssuskotfimi hér heima ekki mikla. „Hún mætti alveg vera meiri en það eru margir sem geta skotið vel. En þetta er svolítið dýrt og hvað veðrið varðar er aðstaðan hérna kannski ekki sú besta. Það er það sem skortir,“ sagði Hákon. Sem fyrr sagði starfar hann á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands og tekur í gikkinn milli þess sem hann mundar hamarinn. Og aðstoðarþjálfararnir Óðinn og Loki fylgja honum hvert fótmál. „Það er örugglega hægt að gera þetta auðveldar en maður gerir það sem þarf að gera. Það er ekkert annað í boði,“ sagði Hákon sem sýndi fréttamanni svo vopnið sem hann keppir með. „Þetta er Beretta DT11. Það eru til 75 svona byssur í heiminum. Við Íslendingar erum ýktir og það eru til tvær svona hérna. Þetta er góð græja,“ sagði Hákon. ... og lætur vaða.vísir/sigurjón „Ég fór til Grikklands og lét smíða skeftið fyrir mig,“ sagði Hákon en byssa eins og hann notast við kostar um tvær milljónir króna. Hann játar því að haglabyssuskotfimi sé dýr íþrótt en hann sér ekki eftir peningnum sem fer í hana. „Maður græðir ekkert á því að vera með peninga með sér í kistunni. Það er um að gera að eyða þessu í einhverja vitleysu,“ sagði Hákon léttur að lokum. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana Sjá meira
Hákon er 45 ára Húnvetningur sem er búsettur á Selfossi. Hann starfar sem smiður og vinnur núna við að stækka hús á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands fyrir utan Þorlákshöfn. Hákon kveðst bjartsýnn á að komast á Ólympíuleikana sem hefjast í París 26. júlí næstkomandi. „Möguleikarnir eru nokkuð góðir. Það eru tvö mót framundan sem gefa sæti. Það er fínn séns þar og ég er á fínum stað á Ólympíulistanum. Þetta er alveg góður möguleiki,“ sagði Hákon. Hann keppir á tveimur mótum á næstunni, öðru í Doha í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og hinu á Ítalíu. „Það er besta leiðin,“ sagði Hákon aðspurður hvar leiðin inn á Ólympíuleikana væri greiðust. „En svo er alltaf möguleiki á boðssæti (e. wildcard),“ bætti skyttan við. Hákon gerir sig tilbúinn ...vísir/sigurjón En af hverju lagði Hákon skotfimi fyrir sig? „Ég er úr sveit, Húnvetningur að upplagi, og byrjaði að veiða áður en ég mátti,“ sagði Hákon hlæjandi. „Svo dró félagi minn mig á skotæfingu. Þar vel tekið vel á móti manni og maður fór á fullt í þetta.“ Nokkur ár eru síðan Hákon byrjaði að sjá Ólympíuleikana í hillingum. „Maður fór að sjá glitta í þetta á Evrópumeistaramótinu á Kýpur 2022. Þar munaði mjög litlu að ég kæmist í úrslit og þá fór maður að sjá að þetta væri hægt,“ sagði Hákon. En hver er lykilinn að því að vera góð skytta? „Að hafa gaman að því að vera til eins og í flestu öðru. En þú þarft að vera í mjög góðu formi, andlegu og líkamlegu, og vera með fólk á bak við þig. Þetta er mjög skemmtileg íþrótt,“ sagði Hákon sem segir samkeppnina í haglabyssuskotfimi hér heima ekki mikla. „Hún mætti alveg vera meiri en það eru margir sem geta skotið vel. En þetta er svolítið dýrt og hvað veðrið varðar er aðstaðan hérna kannski ekki sú besta. Það er það sem skortir,“ sagði Hákon. Sem fyrr sagði starfar hann á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands og tekur í gikkinn milli þess sem hann mundar hamarinn. Og aðstoðarþjálfararnir Óðinn og Loki fylgja honum hvert fótmál. „Það er örugglega hægt að gera þetta auðveldar en maður gerir það sem þarf að gera. Það er ekkert annað í boði,“ sagði Hákon sem sýndi fréttamanni svo vopnið sem hann keppir með. „Þetta er Beretta DT11. Það eru til 75 svona byssur í heiminum. Við Íslendingar erum ýktir og það eru til tvær svona hérna. Þetta er góð græja,“ sagði Hákon. ... og lætur vaða.vísir/sigurjón „Ég fór til Grikklands og lét smíða skeftið fyrir mig,“ sagði Hákon en byssa eins og hann notast við kostar um tvær milljónir króna. Hann játar því að haglabyssuskotfimi sé dýr íþrótt en hann sér ekki eftir peningnum sem fer í hana. „Maður græðir ekkert á því að vera með peninga með sér í kistunni. Það er um að gera að eyða þessu í einhverja vitleysu,“ sagði Hákon léttur að lokum.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana Sjá meira