„Við ætlum að gera tilkall í þann stóra og fara alla leið“ Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2024 21:47 Grindavík hefur unnið níu leiki í röð. vísir/Diego Grindavík hafði betur gegn nágrönnum sínum úr Keflavík í lokaleik 19. umferðar Subway deildar karla í kvöld með þrettán stiga mun 74-87. „Ég er mjög sáttur með tvö góð stig bara númer eitt, tvö og þrjú. Svolítið skrítinn leikur. Fyrri hálfleikurinn góður af okkar hálfu en Keflvíkingar hittu illa og fengu mikið af góðum skotum svo þetta voru pínu frænkurnar ef og hefði sem voru kannski með okkur í liði í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. „Ég er rosalega ánægður með að við klárum þetta. Þeir komu með run þarna í byrjun seinni og hvernig við klárum þetta sýnir bara hreðjar og ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Það var ekki mikið sem benti til þess eftir fyrri hálfleikinn að þetta yrði sá leikur sem raun bar vitni en Grindavík v ar mun betra liðið í fyrri hálfleik og leiddi sannfærandi og sanngjarnt í hlé. „Keflvíkingar eru náttúrulega bara hörku góðir og þeirra plan gekk upp. Við vorum svolítið litlir í okkur og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að byrja seinni hálfleikinn sterkt sem að við gerðum ekki en skítt með það, við tökum fullt af jákvæðu út úr þessu og þurftum bara þessi tvö mjög góðu stig.“ Aðspurður um hvar leikurinn hafi unnist vildi Jóhann Þór meina að heildin í Grindavíkur liðinu hefði hreinlega verið betri. „Mér fannst bara heildin okkar vera mikið betri heldur en Keflavíkurmeginn. Við vorum mikið þéttari, þetta var voðalega mikið solo eða einn á einn og Remy að reyna að búa til fyrir sjálfan sig og hina. Mér fannst liðið okkar og heildin bara betri og við kláruðum þetta þannig.“ Það var mikill hiti í leiknum og hart barist eins og við var að búast í svona nágranna slag. „Já eðlilega við því að búast. Við spiluðum við Keflavík í byrjun desember á síðasta ári þar sem að við hreinlega bara skitum í okkur og aðstæður kannski bara þannig og við vorum ekki ánægðir með það hvernig Keflavík töluðu eftir leik og það sat í okkur. Eins og sást hérna í byrjun þá þurfti ég ekki að gíra menn upp í þetta, ekki fyrir fimm aura og það sat í okkur og mér fannst við gera vel að svara fyrir það.“ Sigur Grindavíkur var sá níundi í röð í deildinni og vill Jóhann Þór meina að hans lið gæti farið alla leið þegar hann var spurður að því hversu langt þetta lið gæti náð. „Alla leið, alveg pottþétt. Við erum með mjög gott lið og það er búið að tala um það að við höfum verið að fela okkur á bakvið eitthvað en málið er að við höfum bara ekkert verið spurðir út í þetta og fyrst þú spyrð þá erum við bara með mjög gott lið en gallinn við þetta er að það eru fullt af öðrum liðum sem ætla sér það nákvæmlega sama en við ætlum okkur að gera tilkall að þeim stóra og fara alla leið í þessu.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
„Ég er mjög sáttur með tvö góð stig bara númer eitt, tvö og þrjú. Svolítið skrítinn leikur. Fyrri hálfleikurinn góður af okkar hálfu en Keflvíkingar hittu illa og fengu mikið af góðum skotum svo þetta voru pínu frænkurnar ef og hefði sem voru kannski með okkur í liði í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. „Ég er rosalega ánægður með að við klárum þetta. Þeir komu með run þarna í byrjun seinni og hvernig við klárum þetta sýnir bara hreðjar og ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Það var ekki mikið sem benti til þess eftir fyrri hálfleikinn að þetta yrði sá leikur sem raun bar vitni en Grindavík v ar mun betra liðið í fyrri hálfleik og leiddi sannfærandi og sanngjarnt í hlé. „Keflvíkingar eru náttúrulega bara hörku góðir og þeirra plan gekk upp. Við vorum svolítið litlir í okkur og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að byrja seinni hálfleikinn sterkt sem að við gerðum ekki en skítt með það, við tökum fullt af jákvæðu út úr þessu og þurftum bara þessi tvö mjög góðu stig.“ Aðspurður um hvar leikurinn hafi unnist vildi Jóhann Þór meina að heildin í Grindavíkur liðinu hefði hreinlega verið betri. „Mér fannst bara heildin okkar vera mikið betri heldur en Keflavíkurmeginn. Við vorum mikið þéttari, þetta var voðalega mikið solo eða einn á einn og Remy að reyna að búa til fyrir sjálfan sig og hina. Mér fannst liðið okkar og heildin bara betri og við kláruðum þetta þannig.“ Það var mikill hiti í leiknum og hart barist eins og við var að búast í svona nágranna slag. „Já eðlilega við því að búast. Við spiluðum við Keflavík í byrjun desember á síðasta ári þar sem að við hreinlega bara skitum í okkur og aðstæður kannski bara þannig og við vorum ekki ánægðir með það hvernig Keflavík töluðu eftir leik og það sat í okkur. Eins og sást hérna í byrjun þá þurfti ég ekki að gíra menn upp í þetta, ekki fyrir fimm aura og það sat í okkur og mér fannst við gera vel að svara fyrir það.“ Sigur Grindavíkur var sá níundi í röð í deildinni og vill Jóhann Þór meina að hans lið gæti farið alla leið þegar hann var spurður að því hversu langt þetta lið gæti náð. „Alla leið, alveg pottþétt. Við erum með mjög gott lið og það er búið að tala um það að við höfum verið að fela okkur á bakvið eitthvað en málið er að við höfum bara ekkert verið spurðir út í þetta og fyrst þú spyrð þá erum við bara með mjög gott lið en gallinn við þetta er að það eru fullt af öðrum liðum sem ætla sér það nákvæmlega sama en við ætlum okkur að gera tilkall að þeim stóra og fara alla leið í þessu.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum