Klopp varði Trent en Guardiola hleypti brúnum Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2024 22:44 Jürgen Klopp segir ekkert út á ummæli Trents Alexander-Arnold að setja. Getty/Chris Brunskill Jürgen Klopp úskýrði og varði ummæli lærisveins síns, Trents Alexander-Arnold, á blaðamannafundi í dag í aðdraganda uppgjörsins við Manchester City á sunnudaginn. Trent fullyrti í viðtali í vikunni að titlar þýddu meira fyrir Liverpool-fólk en City-fólk og sagði það vera vegna fjárhagslegrar stöðu félaganna. Erling Haaland svaraði þessu meðal annars með því að skjóta á Trent og segja að hann þekkti ekki þá tilfinningu að vinna þrennu. Klopp og Pep Guardiola voru svo að sjálfsögðu spurðir út í þetta mál á blaðamannafundi í dag, og var ljóst að Guardiola hafði lítinn áhuga á því að svara. Hann lét nægja að óska Trent skjóts bata en bakvörðurinn hefur átt við meiðsli að stríða. Klopp undirstrikaði hins vegar að Liverpool-menn bæru mikla virðingu fyrir keppinautum sínum, sjálfsagt í von um að ummæli Trents yrðu ekki til þess að gíra City-menn sérstaklega upp á sunnudaginn. Agree to disagree? (Wait 'til the end...)#BBCFootball pic.twitter.com/DQcZLfCP6Q— BBC Sport (@BBCSport) March 8, 2024 „Ég veit ekki hversu oft við höfum sagt hve mikla virðingu við berum fyrir City. Pep er besti stjóri í heimi. Þeir eru með ótrúlega leikmenn. Í augnablikinu eru þeir með bestu níuna, Haaland, sem skorar þegar hann vill. Kevin De Bruyne fer í sögubækurnar með mönnum eins og Steven Gerrard. Phil Foden er besti enski leikmaðurinn í dag. Við sýnum því allir virðingu. Trent sýnir þessu virðingu. En hann er fæddur í Liverpool. Hann stóð á ruslatunnunum [fyrir utan Melwood-æfingasvæðið til að horfa á leikmenn æfa þegar hann var strákur]. Hvað finnst manni í slíkri stöðu? Eitt af slagorðum okkar, sem ég elska, er „þetta hefur meiri þýðingu“. Þetta hefur meiri þýðingu fyrir okkur. Þetta félag er okkur sérstakt. Ef okkur líður þannig, af hverju ættum við ekki að segja það? Svona líður honum bara. Svona líður okkur og ég hef ekkert út á það að setja. Ég er viss um að hann sýndi líka mikla virðingu. Síðastliðinn áratug er Manchester City sigursælasta lið Englands og jafnvel Evrópu. Þeir eru með rosalega afrekaskrá. Það hefur mikla þýðingu fyrir þeirra fólk. Við megum samt halda það sem við viljum. Það var ekkert að því sem Trent sagði,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Trent fullyrti í viðtali í vikunni að titlar þýddu meira fyrir Liverpool-fólk en City-fólk og sagði það vera vegna fjárhagslegrar stöðu félaganna. Erling Haaland svaraði þessu meðal annars með því að skjóta á Trent og segja að hann þekkti ekki þá tilfinningu að vinna þrennu. Klopp og Pep Guardiola voru svo að sjálfsögðu spurðir út í þetta mál á blaðamannafundi í dag, og var ljóst að Guardiola hafði lítinn áhuga á því að svara. Hann lét nægja að óska Trent skjóts bata en bakvörðurinn hefur átt við meiðsli að stríða. Klopp undirstrikaði hins vegar að Liverpool-menn bæru mikla virðingu fyrir keppinautum sínum, sjálfsagt í von um að ummæli Trents yrðu ekki til þess að gíra City-menn sérstaklega upp á sunnudaginn. Agree to disagree? (Wait 'til the end...)#BBCFootball pic.twitter.com/DQcZLfCP6Q— BBC Sport (@BBCSport) March 8, 2024 „Ég veit ekki hversu oft við höfum sagt hve mikla virðingu við berum fyrir City. Pep er besti stjóri í heimi. Þeir eru með ótrúlega leikmenn. Í augnablikinu eru þeir með bestu níuna, Haaland, sem skorar þegar hann vill. Kevin De Bruyne fer í sögubækurnar með mönnum eins og Steven Gerrard. Phil Foden er besti enski leikmaðurinn í dag. Við sýnum því allir virðingu. Trent sýnir þessu virðingu. En hann er fæddur í Liverpool. Hann stóð á ruslatunnunum [fyrir utan Melwood-æfingasvæðið til að horfa á leikmenn æfa þegar hann var strákur]. Hvað finnst manni í slíkri stöðu? Eitt af slagorðum okkar, sem ég elska, er „þetta hefur meiri þýðingu“. Þetta hefur meiri þýðingu fyrir okkur. Þetta félag er okkur sérstakt. Ef okkur líður þannig, af hverju ættum við ekki að segja það? Svona líður honum bara. Svona líður okkur og ég hef ekkert út á það að setja. Ég er viss um að hann sýndi líka mikla virðingu. Síðastliðinn áratug er Manchester City sigursælasta lið Englands og jafnvel Evrópu. Þeir eru með rosalega afrekaskrá. Það hefur mikla þýðingu fyrir þeirra fólk. Við megum samt halda það sem við viljum. Það var ekkert að því sem Trent sagði,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira