„Við erum að vinna í því að koma í veg fyrir þetta kjaftæði“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. mars 2024 13:42 Guðný Kristjánsdóttir segir meirihluta bæjarbúa ósátta við áform bæjarstjórnar. Vísir/Samsett Guðný Kristjánsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ og tengdadóttir rokkarans keflvíska Rúnars Júlíussonar segir meirihluta bæjarbúa vera ósáttan með ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að flytja bókasafn bæjarins í Hljómahöll og takmarka starfsemi Rokksafns Íslands. Hún segist munu berjast gegn áformum bæjarstjórnarinnar með öllum tiltækum ráðum. „Við erum held ég meirihluti Reykjanesbæinga á móti þessari ákvörðun. Við erum að vinna í því að koma í veg fyrir þetta kjaftæði, hvernig sem við gerum það,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Komi ekki til greina að halda bókasafninu í ráðhúsinu Framtíð Rokksafns Íslands í Hljómahöllinni í Keflavík er óljós um þessar mundir. Samþykkt var í bæjarráði Reykjanesbæjar í nóvember 2022 að skoða hvort flytja mætti bókasafn Reykjanesbæjar í Hljómahöll og þá hætta eða minnka við starfsemi safnsins. Bókasafn Reykjanesbæjar deilir nú húsnæði með ráðhúsi Reykjanesbæjar á Tjarnargötu en fram kom í fundargerð bæjarráðs í síðasta mánuði að ljóst væri að það fyrirkomulag hefði runnið sitt skeið. Þröngt sé um bæði bókasafnið og starfsemi ráðhússins. Að mati meirihluta bæjarstjórnar og flokks Umbótar komi sá valmöguleiki að halda þeim í sama húsnæði til lengri tíma ekki til greina. Bókasafn Reykjanesbæjar er á neðri hæð ráðhússins.Þorgils Jónsson „Möguleikinn sem þykir bestur út frá þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu er að flytja bókasafnið í Hljómahöll og hefur meirihluti bæjarstjórnar auk flokks Umbótar því tekið þá ákvörðun. Í árslok 2024 munu þessar breytingar ganga í gegn sem hefjast á tímabundinni lokun bókasafnsins á Tjarnargötu 12 meðan flutningur milli húsanna fer fram.,“ kemur fram í fundargerð bæjarráðs frá 29. febrúar síðastliðnum. Þar kemur einnig fram að þó svo að ráðist sé í slíkar breytingar sé lokun Rokksafnsins ekki það eina í stöðunni. „Ýmsir möguleikar eru varðandi framtíð safnsins þó það verði ekki af þeirri stærðargráðu sem það er í dag.“ Helga Jóhanna Oddsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði á fundi bæjarráðs 29. febrúar síðastliðinn að flokkurinn leggist alfarið gegn því að flytja bókasafnið í Hljómahöll og loka Rokksafninu. „Menningarráð hefur þegar boðað að farið verði í stefnumótun menningarhúsa í Reykjanesbæ með það að markmiði að nýta betur húsnæði sveitarfélagsins og efla menningarlíf í bænum. Við teljum með öllu óábyrgt að ákvörðun sem þessi sé tekin áður en slík vinna hefur farið fram og hvetjum meirihlutann að draga ákvörðun sína til baka,“ segir hún. Rokksagan er í Reykjanesbæ Guðný segist vilja að bæjarbúar fái að kjósa um málið og hafi eitthvað að segja um svona stóra ákvörðun. „Við fyrir þessu í fjöldamörg ár að fá rokksafn hingað til Reykjanesbæjar. Svo var það opnað með pompi og prakt og þykist hafa tekist alveg ótrúlega vel til. Þarna eru svo margar uppákomur og haldnar þarna alls konar veislur. Þetta er alveg einstakt, það er ekkert svona safn á landinu,“ segir Guðný. „Héðan er öll sagan. Rokksagan, allt kemur héðan og þess vegna finnst okkur Rokksafn Íslands eiga að vera í Reykjanesbæ en ekki einhvers staðar annars staðar. Það tekur þetta þá bara eitthvað annað bæjarfélag og þvílík skömm yrði af því.“ Rokksafnið opnaði í apríl 2014.Rokksafn Íslands Guðný segir engan bæjarbúa styðja þessi áform nema bæjarfulltrúa meirihlutans og að fullyrðingar meirihlutans um dræma aðsókn á safnið eigi ekki við rök að styðjast. Ef markmiðið sé betri aðsókn sé lausnin að markaðssetja betur en ekki loka því. Henni finnst það einnig fráleit hugmynd að bókasafn, Hljómahöll og tónlistarskóli skuli deila sama húsnæðinu nema miklar breytingar verði gerðar á því. Bókasafnið sé vel staðsett þar sem það er í ráðhúsinu. Það sé ósanngjarnt að flytja það vegna þess að bæjarfulltrúum finnist það þrengja að sér. Ekki horft til framtíðar „Bæjarskrifstofurnar eru á efri hæðinni á bókasafninu og mér skilst að það þrengi svo að þeim að þeir þurfi rými bókasafnsins og þá má bókasafnið bara taka Rokksafnið undir sig. Þetta erum við mjög ósátt með,“ segir Guðný. „Okkur finnst ekki vera horft til framtíðar. Svo eftir nokkur ár þarf aftur að færa eitthvað til. Við þurfum að hugsa lengra fram í tímann. Við erum stækkandi samfélag og við eigum ekki að vera að setja einhverja plástra með því að færa eitthvað til í einhvern tíma.“ Guðný segir það verða algjört slys ef af verður áætlun bæjarstjórnar og segist munu reyna að knýja fram að kosið verði um þau. Það séu mjög háværar mótspyrnuraddir í bænum. „Við höfum hátt, við mótmælum öll.“ Reykjanesbær Tónlist Söfn Tengdar fréttir Skoða að færa Rokksafnið úr Hljómahöllinni Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ skoða nú hvort færa eigi bókasafn bæjarins í aðstöðu Rokksafnsins í Hljómahöllinni. Hugmyndin er liður í því að Hljómahöll verði menningarhús Reykjanesbæjar til framtíðar. 30. nóvember 2022 13:49 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Við erum held ég meirihluti Reykjanesbæinga á móti þessari ákvörðun. Við erum að vinna í því að koma í veg fyrir þetta kjaftæði, hvernig sem við gerum það,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Komi ekki til greina að halda bókasafninu í ráðhúsinu Framtíð Rokksafns Íslands í Hljómahöllinni í Keflavík er óljós um þessar mundir. Samþykkt var í bæjarráði Reykjanesbæjar í nóvember 2022 að skoða hvort flytja mætti bókasafn Reykjanesbæjar í Hljómahöll og þá hætta eða minnka við starfsemi safnsins. Bókasafn Reykjanesbæjar deilir nú húsnæði með ráðhúsi Reykjanesbæjar á Tjarnargötu en fram kom í fundargerð bæjarráðs í síðasta mánuði að ljóst væri að það fyrirkomulag hefði runnið sitt skeið. Þröngt sé um bæði bókasafnið og starfsemi ráðhússins. Að mati meirihluta bæjarstjórnar og flokks Umbótar komi sá valmöguleiki að halda þeim í sama húsnæði til lengri tíma ekki til greina. Bókasafn Reykjanesbæjar er á neðri hæð ráðhússins.Þorgils Jónsson „Möguleikinn sem þykir bestur út frá þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu er að flytja bókasafnið í Hljómahöll og hefur meirihluti bæjarstjórnar auk flokks Umbótar því tekið þá ákvörðun. Í árslok 2024 munu þessar breytingar ganga í gegn sem hefjast á tímabundinni lokun bókasafnsins á Tjarnargötu 12 meðan flutningur milli húsanna fer fram.,“ kemur fram í fundargerð bæjarráðs frá 29. febrúar síðastliðnum. Þar kemur einnig fram að þó svo að ráðist sé í slíkar breytingar sé lokun Rokksafnsins ekki það eina í stöðunni. „Ýmsir möguleikar eru varðandi framtíð safnsins þó það verði ekki af þeirri stærðargráðu sem það er í dag.“ Helga Jóhanna Oddsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði á fundi bæjarráðs 29. febrúar síðastliðinn að flokkurinn leggist alfarið gegn því að flytja bókasafnið í Hljómahöll og loka Rokksafninu. „Menningarráð hefur þegar boðað að farið verði í stefnumótun menningarhúsa í Reykjanesbæ með það að markmiði að nýta betur húsnæði sveitarfélagsins og efla menningarlíf í bænum. Við teljum með öllu óábyrgt að ákvörðun sem þessi sé tekin áður en slík vinna hefur farið fram og hvetjum meirihlutann að draga ákvörðun sína til baka,“ segir hún. Rokksagan er í Reykjanesbæ Guðný segist vilja að bæjarbúar fái að kjósa um málið og hafi eitthvað að segja um svona stóra ákvörðun. „Við fyrir þessu í fjöldamörg ár að fá rokksafn hingað til Reykjanesbæjar. Svo var það opnað með pompi og prakt og þykist hafa tekist alveg ótrúlega vel til. Þarna eru svo margar uppákomur og haldnar þarna alls konar veislur. Þetta er alveg einstakt, það er ekkert svona safn á landinu,“ segir Guðný. „Héðan er öll sagan. Rokksagan, allt kemur héðan og þess vegna finnst okkur Rokksafn Íslands eiga að vera í Reykjanesbæ en ekki einhvers staðar annars staðar. Það tekur þetta þá bara eitthvað annað bæjarfélag og þvílík skömm yrði af því.“ Rokksafnið opnaði í apríl 2014.Rokksafn Íslands Guðný segir engan bæjarbúa styðja þessi áform nema bæjarfulltrúa meirihlutans og að fullyrðingar meirihlutans um dræma aðsókn á safnið eigi ekki við rök að styðjast. Ef markmiðið sé betri aðsókn sé lausnin að markaðssetja betur en ekki loka því. Henni finnst það einnig fráleit hugmynd að bókasafn, Hljómahöll og tónlistarskóli skuli deila sama húsnæðinu nema miklar breytingar verði gerðar á því. Bókasafnið sé vel staðsett þar sem það er í ráðhúsinu. Það sé ósanngjarnt að flytja það vegna þess að bæjarfulltrúum finnist það þrengja að sér. Ekki horft til framtíðar „Bæjarskrifstofurnar eru á efri hæðinni á bókasafninu og mér skilst að það þrengi svo að þeim að þeir þurfi rými bókasafnsins og þá má bókasafnið bara taka Rokksafnið undir sig. Þetta erum við mjög ósátt með,“ segir Guðný. „Okkur finnst ekki vera horft til framtíðar. Svo eftir nokkur ár þarf aftur að færa eitthvað til. Við þurfum að hugsa lengra fram í tímann. Við erum stækkandi samfélag og við eigum ekki að vera að setja einhverja plástra með því að færa eitthvað til í einhvern tíma.“ Guðný segir það verða algjört slys ef af verður áætlun bæjarstjórnar og segist munu reyna að knýja fram að kosið verði um þau. Það séu mjög háværar mótspyrnuraddir í bænum. „Við höfum hátt, við mótmælum öll.“
Reykjanesbær Tónlist Söfn Tengdar fréttir Skoða að færa Rokksafnið úr Hljómahöllinni Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ skoða nú hvort færa eigi bókasafn bæjarins í aðstöðu Rokksafnsins í Hljómahöllinni. Hugmyndin er liður í því að Hljómahöll verði menningarhús Reykjanesbæjar til framtíðar. 30. nóvember 2022 13:49 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Skoða að færa Rokksafnið úr Hljómahöllinni Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ skoða nú hvort færa eigi bókasafn bæjarins í aðstöðu Rokksafnsins í Hljómahöllinni. Hugmyndin er liður í því að Hljómahöll verði menningarhús Reykjanesbæjar til framtíðar. 30. nóvember 2022 13:49