Reglugerðafargan gerir smáframleiðendum erfitt fyrir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2024 22:04 Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla á Íslandi og Beint frá býli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil fjölgun er í flóru smáframleiðenda á Íslandi, sem framleiða allskonar matvæli og selja beint frá býli. Reglugerðafargan gerir þó mörgum erfitt fyrir. Á fimmtudaginn var haldið fjölmennt málþingi í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri um landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Eitt af erindum dagsins hélt Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samtaka smáframleiðenda matvæla eða Beint frá býli. Í máli hennar kom meðal annars fram að 208 fyrirtæki flokkast, sem smáframleiðendur, 75 prósent þeirra eru á landsbyggðinni og 25 prósent á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikil fjölgun í samtökunum og mikil fjölbreytt flóra af matvælum, sem að okkar félagsmenn framleiða. Það hefur margt jákvætt gerst í regluverkinu og umhverfinu á undanförnum árum, en því miður eru enn þá of mikið af íþyngjandi kröfum. Það er þessi blýhúðun, sem að erindi mitt fjallað um, sem við viljum að sé tekin af. Það er alveg óþarfi þegar við innleiðum regluverk að við bætum við kröfum og íþyngjum okkar framleiðendum umfram framleiðendum innan Evrópusambandsins,” segir Oddný Anna. Þá á Oddný við að í meðförum ráðuneytanna sé bætt við heimasmíðuðum ákvæðum, sem geri framleiðendum erfitt fyrir. „Síðan við framkvæmd eftirlits eða leyfisveitinga eru oft gerðar kröfur, sem eru ekki nauðsynlegar samkvæmt því regluverki, sem við höfum innleitt og svigrúmið er ekki nýtt nægilega vel,” segir hún. Þetta hlýtur að vera pirrandi? „Þetta er mjög pirrandi og þetta dregur úr framkvæmdavilja og dregur úr vilja fólks til að útvíkka starfsemi sína,” segir Oddný Anna. Málþingið tókst einstaklega vel á Hvanneyri enda mikil ánægja með það.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þrátt fyrir allt eru smáframleiðendur að standa sig ótrúlega vel eins og sást á matarmarkaði þeirra á Hvanneyri að loknu málþinginu. „Ég er með sauðagull, mat úr sauðamjólk og líka með Hengifossís, ís sem ég framleiði. Mér gengur bara mjög vel, mér finnst þetta vera mjög gaman og ég er með fastan viðskiptahóp, þannig að það gengur bara fínt,” segir Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi. Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Á fimmtudaginn var haldið fjölmennt málþingi í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri um landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Eitt af erindum dagsins hélt Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samtaka smáframleiðenda matvæla eða Beint frá býli. Í máli hennar kom meðal annars fram að 208 fyrirtæki flokkast, sem smáframleiðendur, 75 prósent þeirra eru á landsbyggðinni og 25 prósent á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikil fjölgun í samtökunum og mikil fjölbreytt flóra af matvælum, sem að okkar félagsmenn framleiða. Það hefur margt jákvætt gerst í regluverkinu og umhverfinu á undanförnum árum, en því miður eru enn þá of mikið af íþyngjandi kröfum. Það er þessi blýhúðun, sem að erindi mitt fjallað um, sem við viljum að sé tekin af. Það er alveg óþarfi þegar við innleiðum regluverk að við bætum við kröfum og íþyngjum okkar framleiðendum umfram framleiðendum innan Evrópusambandsins,” segir Oddný Anna. Þá á Oddný við að í meðförum ráðuneytanna sé bætt við heimasmíðuðum ákvæðum, sem geri framleiðendum erfitt fyrir. „Síðan við framkvæmd eftirlits eða leyfisveitinga eru oft gerðar kröfur, sem eru ekki nauðsynlegar samkvæmt því regluverki, sem við höfum innleitt og svigrúmið er ekki nýtt nægilega vel,” segir hún. Þetta hlýtur að vera pirrandi? „Þetta er mjög pirrandi og þetta dregur úr framkvæmdavilja og dregur úr vilja fólks til að útvíkka starfsemi sína,” segir Oddný Anna. Málþingið tókst einstaklega vel á Hvanneyri enda mikil ánægja með það.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þrátt fyrir allt eru smáframleiðendur að standa sig ótrúlega vel eins og sást á matarmarkaði þeirra á Hvanneyri að loknu málþinginu. „Ég er með sauðagull, mat úr sauðamjólk og líka með Hengifossís, ís sem ég framleiði. Mér gengur bara mjög vel, mér finnst þetta vera mjög gaman og ég er með fastan viðskiptahóp, þannig að það gengur bara fínt,” segir Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi. Ann Marie, sem er með fyrirtækið Sauðagull í Fljótsdal á Austurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira