Inter hefur nú unnið tólf leiki í röð í öllum keppnum og er liðið taplaust í síðustu fjórtán leikjum. Síðasta tap liðsins kom einmitt gegn andstæðingum kvöldsins, Bologna, er liðið féll úr leik í ítölsku bikarkeppninni eftir framlengdan leik.
Inter liðið hefndi þó fyrir það tap í kvöld með 1-0 sigri í leik þar sem Þjóðverjinn Yann Bisseck skoraði eina mark leiksins á 37. mínútu.
Inter trónir því enn á toppi ítölsku deildarinnar, nú með 75 stig eftir 28 leiki, 18 stigum meira en Juventus sem situr í öðru sæti. Bologna situr hins vegar í fjórða sæti með 51 stig.