Margrét Erla Maack með magadans fyrir þýska handboltalandsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 09:31 Dagur Sigurðsson gerði Þýskaland að Evrópumeisturum árið 2016 og fór þá með liðið í athyglisverða æfingaferð til Íslands. Getty/Jean Catuffe Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum og ein af stærstu fréttum síðustu viku var það að Dagur Sigurðsson tók við króatíska landsliðinu í handbolta. „Hann er fyrsti útlendingurinn sem tekur við króatíska landsliðinu. Hætti bara hjá Japan eins og ekkert væri eðlilegra. Svo var eitthvað ‚lost in translation' og Japanar gáfu þetta út án þess að það væri búið að gera einhvern starfslokasamning,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það var ekki fyrr en Dagur hefur samband og segir: Eigum við ekki að ganga frá þessu. Japanir eru svo kurteisir að þeir ætluðu bara að leyfa honum að fara án þess að gengið væri frá nokkrum sköpuðu hlut. Þetta er risafrétt í handboltanum,“ sagði Henry Birgir. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir „Það var áhugavert að sjá viðbrögðin. Litið fram hjá öllum króatísku stjörnunum sem hefðu viljað taka við liðinu. Fyrsti útlendingurinn og þannig að það varð allt tryllt í Króatíu. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir,“ sagði Valur Páll Eiríksson. „Það verður gaman að sjá. Hann er að fara beint í Ólympíuforkeppni og það er ekkert grín að fara beint inn í það með hóp sem þú þekkir ekki og þú kannt ekki tungumálið. Önnur sprengja er síðan [Luka] Cindric sem hann sleppti að velja í hópinn,“ sagði Valur. „Ég ætla að vera fyrsti útlendingurinn og ég ætla bara að skilja eftir besta leikmanninn. Það er allt undir hjá mér en besta að ég skilji Cindric eftir,“ sagði Henry. „Cindric hefur verið mjög mikið gagnrýndur undanfarin en það gæti komið í bakið á honum,“ sagði Stefán Árni. Þetta er þvílík yfirlýsing „Þetta er þvílík yfirlýsing. Ég er mættur, ég er útlendingur og ef að þið ætlið að vera með einhverja stæla og einhver heldur að hann eigi áskrift í þessu liði. Gleymdu því,“ sagði Henry. „Bak við eyrað á Degi er líka að það er innan gæsalappa nokkuð þægilegt að komast inn en í gegnum þessa forkeppni. Hann er að senda svo ævintýralega sterk skilaboð út í kosmósið þarna í Króatíu,“ sagði Henry. Dagur Sigurðsson er vanur að fara öðruvísi leiðir og þannig var það einnig þegar hann gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í janúar 2016. Þá stóð hann uppi með hálfgert B-landslið en náði samt að vinna Evrópugullið. „Við munum líka eftir því að þegar Dagur gerir Þjóðverja að Evrópumeisturum þá voru brjáluð meiðslavandræði í gangi hjá liðinu. Hann nær að fá Margréti Erlu Maack til að skapa góða liðsheild hér á Ísland,“ sagði Stefán Árni en Henry kom af fjöllum Henry Birgir mundi ekki eftir því „Margréti Erlu Maack. Var hún í því. Ég man ekki eftir því,“ sagði Henry. „Hún tók þá í Beyonce dans á Kex. Þeir voru á Kex í einhverja viku og Margrét Erla tók þá alla í Beyonce dans,“ sagði Stefán. „Bara magadans og læti,“ sagði Henry og Stefán játti því. „Það var bara mynduð þar alvöru liðsheild,“ sagði Stefán. „Þetta var lykillinn að sigri. Við þurfum að fara að gera þetta með íslenska liðið,“ sagði Valur Páll léttur. Það má heyra þessu sögu og margar aðrar í nýjast þættinum af Besta sætinu sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Króatía Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Besta sætið Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum og ein af stærstu fréttum síðustu viku var það að Dagur Sigurðsson tók við króatíska landsliðinu í handbolta. „Hann er fyrsti útlendingurinn sem tekur við króatíska landsliðinu. Hætti bara hjá Japan eins og ekkert væri eðlilegra. Svo var eitthvað ‚lost in translation' og Japanar gáfu þetta út án þess að það væri búið að gera einhvern starfslokasamning,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það var ekki fyrr en Dagur hefur samband og segir: Eigum við ekki að ganga frá þessu. Japanir eru svo kurteisir að þeir ætluðu bara að leyfa honum að fara án þess að gengið væri frá nokkrum sköpuðu hlut. Þetta er risafrétt í handboltanum,“ sagði Henry Birgir. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir „Það var áhugavert að sjá viðbrögðin. Litið fram hjá öllum króatísku stjörnunum sem hefðu viljað taka við liðinu. Fyrsti útlendingurinn og þannig að það varð allt tryllt í Króatíu. Þeir voru ekkert eðlilega reiðir,“ sagði Valur Páll Eiríksson. „Það verður gaman að sjá. Hann er að fara beint í Ólympíuforkeppni og það er ekkert grín að fara beint inn í það með hóp sem þú þekkir ekki og þú kannt ekki tungumálið. Önnur sprengja er síðan [Luka] Cindric sem hann sleppti að velja í hópinn,“ sagði Valur. „Ég ætla að vera fyrsti útlendingurinn og ég ætla bara að skilja eftir besta leikmanninn. Það er allt undir hjá mér en besta að ég skilji Cindric eftir,“ sagði Henry. „Cindric hefur verið mjög mikið gagnrýndur undanfarin en það gæti komið í bakið á honum,“ sagði Stefán Árni. Þetta er þvílík yfirlýsing „Þetta er þvílík yfirlýsing. Ég er mættur, ég er útlendingur og ef að þið ætlið að vera með einhverja stæla og einhver heldur að hann eigi áskrift í þessu liði. Gleymdu því,“ sagði Henry. „Bak við eyrað á Degi er líka að það er innan gæsalappa nokkuð þægilegt að komast inn en í gegnum þessa forkeppni. Hann er að senda svo ævintýralega sterk skilaboð út í kosmósið þarna í Króatíu,“ sagði Henry. Dagur Sigurðsson er vanur að fara öðruvísi leiðir og þannig var það einnig þegar hann gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í janúar 2016. Þá stóð hann uppi með hálfgert B-landslið en náði samt að vinna Evrópugullið. „Við munum líka eftir því að þegar Dagur gerir Þjóðverja að Evrópumeisturum þá voru brjáluð meiðslavandræði í gangi hjá liðinu. Hann nær að fá Margréti Erlu Maack til að skapa góða liðsheild hér á Ísland,“ sagði Stefán Árni en Henry kom af fjöllum Henry Birgir mundi ekki eftir því „Margréti Erlu Maack. Var hún í því. Ég man ekki eftir því,“ sagði Henry. „Hún tók þá í Beyonce dans á Kex. Þeir voru á Kex í einhverja viku og Margrét Erla tók þá alla í Beyonce dans,“ sagði Stefán. „Bara magadans og læti,“ sagði Henry og Stefán játti því. „Það var bara mynduð þar alvöru liðsheild,“ sagði Stefán. „Þetta var lykillinn að sigri. Við þurfum að fara að gera þetta með íslenska liðið,“ sagði Valur Páll léttur. Það má heyra þessu sögu og margar aðrar í nýjast þættinum af Besta sætinu sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Króatía Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Besta sætið Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira