Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Árni Sæberg skrifar 10. mars 2024 09:20 Helgi Magnús vararíkissaksóknari hefur lengi mátt sæta hótunum af hálfu mannsins. Vísir Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. Fólskuleg hnífstunguárás versluninni OK Market á fimmtudag hefur vakið nokkurn óhug. Myndband úr öryggismyndavél verslunarinnar sýnir mann ganga inn í verslunina og ráðast að því er virðist tilefnislaust á tvo menn bakvið afgreiðslukassa verslunarinnar með hníf. DV greindi frá því í morgun að árásarmaðurinn, sem á að baki töluverðan brotaferil, sé maðurinn sem hefur lengi staðið í hótunum við Helga Magnús og fjölskyldu hans. Helgi Magnús greinir sjálfur frá þessu í lokaðri færslu á Facebook. „Þessi maður hefur verið að hóta að drepa mig og mína fjölskyldu í 3 ár og hlaut dóm í Landsrétti fyrir ári síðan,“ hefur DV eftir Helga Magnúsi. Langur brotaferill Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum, sem staðfestur var af Landsrétti, segir að maðurinn sé af erlendu bergi brotinn og hafi komið hingað til lands árið 2017. Á árunum 2017 til 2021 hafi lögregla haft til meðferðar 91 tilvik þar sem maðurinn hafi verið grunaður um refsiverða háttsemi, meðal annars hótanir, líkamsárásir, húsbrot, eignaspjöll og brot gegn nálgunarbanni. Helgi Magnús bar fyrir dómi á sínum tíma að maðurinn hafi kært annan hælisleitanda til lögreglu en málið hafi verið fellt niður, hann hafi staðfest niðurfellinguna fyrir hönd embættis síns. Skömmu síðar hafi sér borist fjöldi tölvupósta frá fleiri en einu netfangi og efni þeirra hafi bent til þess að þeir væru frá manninum. „I will kill you!“ „This is our last messaga … Remember if Kourani dies … you and your family will die … clans,“ segir í einum skilaboðunum en sambærileg skilaboð voru fleiri en eitt. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa komið að skrifstofum ríkissaksóknara og verið þar með háreysti. Þegar hann hafi séð Helga Magnús hafi hann hrópað „I will kill you!“ eða „Ég mun myrða þig!“ á íslensku. Úrskurðaður í gæsluvarðhald og Helgi Magnús rólegri Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudag að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ég þarf ekki að búast við honum við útidyrnar með hníf í hönd, né börnin mín og konan, næstu fjórar vikur ef þetta stendur,“ er haft eftir Helga Magnúsi. Lögreglumál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fólskuleg hnífstunguárás versluninni OK Market á fimmtudag hefur vakið nokkurn óhug. Myndband úr öryggismyndavél verslunarinnar sýnir mann ganga inn í verslunina og ráðast að því er virðist tilefnislaust á tvo menn bakvið afgreiðslukassa verslunarinnar með hníf. DV greindi frá því í morgun að árásarmaðurinn, sem á að baki töluverðan brotaferil, sé maðurinn sem hefur lengi staðið í hótunum við Helga Magnús og fjölskyldu hans. Helgi Magnús greinir sjálfur frá þessu í lokaðri færslu á Facebook. „Þessi maður hefur verið að hóta að drepa mig og mína fjölskyldu í 3 ár og hlaut dóm í Landsrétti fyrir ári síðan,“ hefur DV eftir Helga Magnúsi. Langur brotaferill Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum, sem staðfestur var af Landsrétti, segir að maðurinn sé af erlendu bergi brotinn og hafi komið hingað til lands árið 2017. Á árunum 2017 til 2021 hafi lögregla haft til meðferðar 91 tilvik þar sem maðurinn hafi verið grunaður um refsiverða háttsemi, meðal annars hótanir, líkamsárásir, húsbrot, eignaspjöll og brot gegn nálgunarbanni. Helgi Magnús bar fyrir dómi á sínum tíma að maðurinn hafi kært annan hælisleitanda til lögreglu en málið hafi verið fellt niður, hann hafi staðfest niðurfellinguna fyrir hönd embættis síns. Skömmu síðar hafi sér borist fjöldi tölvupósta frá fleiri en einu netfangi og efni þeirra hafi bent til þess að þeir væru frá manninum. „I will kill you!“ „This is our last messaga … Remember if Kourani dies … you and your family will die … clans,“ segir í einum skilaboðunum en sambærileg skilaboð voru fleiri en eitt. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa komið að skrifstofum ríkissaksóknara og verið þar með háreysti. Þegar hann hafi séð Helga Magnús hafi hann hrópað „I will kill you!“ eða „Ég mun myrða þig!“ á íslensku. Úrskurðaður í gæsluvarðhald og Helgi Magnús rólegri Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudag að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ég þarf ekki að búast við honum við útidyrnar með hníf í hönd, né börnin mín og konan, næstu fjórar vikur ef þetta stendur,“ er haft eftir Helga Magnúsi.
Lögreglumál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52