Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum.
Einungis fjögur prósent fatlaðra barna á Íslandi æfa íþróttir innan íþróttahreyfingarinnar. Miklar áhyggjur eru uppi vegna þessa og hefur því verið stofnað til átaks. Verkefnastjóri segir það fara mjög vel af stað.
Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í í 96. sinn í Hollywood kvöld með pompi og prakt. Lýsandi hátíðarinnar telur Oppenheimer verða sigurvegara kvöldsins.