Léttklæddir léku sér á fyrsta vordegi ársins Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. mars 2024 20:07 Fyrsti vordagurinn var að sögn Sigga Storms í dag. Vísir Sólin lét sjá sig í höfuðborginni í dag, íbúum mörgum til mikillar gleði. Veðurfræðingur segir að þrátt fyrir að vorið sé við það að fæðast sé nóg eftir af vetrinum. Tökumaður leit við á Klambratúni í dag þar sem ungir sem aldnir voru mættir til að freista þess að leika sér úti þrátt fyrir að vetur konungur minnti á sig. Fáeinir freistuðu þess jafnvel að sleppa úlpunni. Hallgerður ræddi við Sigurð Þ. Ragnarsson, Sigga Storm veðurfræðing, í Kvöldfréttum. „Já sæll segi ég nú bara þegar menn eru farnir að tala um sumarið núna,“ segir Siggi og bætir við að það vanti svolítið hjá Íslendingum að gefa vorinu séns. „Vorið þarf að brjótast fram eins og barn í fæðingu. Og nú er sjúkrabíllinn á leið á spítalann með barnið og móðurina og vorið er að starta sér. Vordagurinn fyrsti er í dag,“ segir hann. Hiti mældist að sögn Sigga mest níu stig í dag. Í Reykjavík mældust 6,8 gráður og bjartviðri og hægviðri. Hann segir veðrið halda áfram á vesturhelmingi landsins á morgun en á austurhelmingnum og á Suðausturlandi fari að snjóa seinni partinn. „Svo erum við dottin aftur í stífar norðlægar áttir, og þá fáum við hlé á vorkomunni. Það er akkúrat tónninn sem við eigum að gefa vorinu. Vorið þarf að fæðast.“ Siggi segir að næstu helgi sé útlit fyrir lægðagangi yfir landinu með norðanátt og snjókomu víða um land, jafnvel í höfuðborginni. Þannig að það er smá kuldi í kortunum ennþá? „Þetta er hvergi nærri búið. Veturinn er svo sterkur hjá okkur. Hann er ekki búinn að gefa eftir tagl og hagldir. Þannig að það er alveg ljóst að það er vetur ennþá en vorið er vissulega að koma. Sólin er að hækka á lofti og hér í Hafnarfirði hafa verið fiskimenn að veiða við höfnina. Þannig að það er margt sem minnir á að vorið er að koma og vonin er að koma og allt er dásamlegt,“ segir Siggi að lokum. Veður Reykjavík Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Tökumaður leit við á Klambratúni í dag þar sem ungir sem aldnir voru mættir til að freista þess að leika sér úti þrátt fyrir að vetur konungur minnti á sig. Fáeinir freistuðu þess jafnvel að sleppa úlpunni. Hallgerður ræddi við Sigurð Þ. Ragnarsson, Sigga Storm veðurfræðing, í Kvöldfréttum. „Já sæll segi ég nú bara þegar menn eru farnir að tala um sumarið núna,“ segir Siggi og bætir við að það vanti svolítið hjá Íslendingum að gefa vorinu séns. „Vorið þarf að brjótast fram eins og barn í fæðingu. Og nú er sjúkrabíllinn á leið á spítalann með barnið og móðurina og vorið er að starta sér. Vordagurinn fyrsti er í dag,“ segir hann. Hiti mældist að sögn Sigga mest níu stig í dag. Í Reykjavík mældust 6,8 gráður og bjartviðri og hægviðri. Hann segir veðrið halda áfram á vesturhelmingi landsins á morgun en á austurhelmingnum og á Suðausturlandi fari að snjóa seinni partinn. „Svo erum við dottin aftur í stífar norðlægar áttir, og þá fáum við hlé á vorkomunni. Það er akkúrat tónninn sem við eigum að gefa vorinu. Vorið þarf að fæðast.“ Siggi segir að næstu helgi sé útlit fyrir lægðagangi yfir landinu með norðanátt og snjókomu víða um land, jafnvel í höfuðborginni. Þannig að það er smá kuldi í kortunum ennþá? „Þetta er hvergi nærri búið. Veturinn er svo sterkur hjá okkur. Hann er ekki búinn að gefa eftir tagl og hagldir. Þannig að það er alveg ljóst að það er vetur ennþá en vorið er vissulega að koma. Sólin er að hækka á lofti og hér í Hafnarfirði hafa verið fiskimenn að veiða við höfnina. Þannig að það er margt sem minnir á að vorið er að koma og vonin er að koma og allt er dásamlegt,“ segir Siggi að lokum.
Veður Reykjavík Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira