Á vef Veðurstofunnar segir að seint í kvöld sé síðan búist við snjókomu eða slyddu á Austfjörðum og Suðausturlandi.
Hiti verður á bilinu núll til sjö stig, en kringum frostmark fyrir norðan og austan.
„Á morgun er svo áfram útlit fyrir norðaustanátt með svipuðu hitistig og í dag en líklega verður ekki alveg þurrt á suðvestanverðu landinu eins og í dag, en slydda, snjókoma eða rigning, allt eftir hitastigi.
Eftir það fer verður kólnandi og verður kalt í það minnsta út vikuna og líkur á að úrkoma verði af og til í öllum landshlutum þótt áveðurs þ.e. norðan- og austantil megi búast við að verði einna mest úrkoma,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Norðaustan 8-15 m/s, en hægari norðaustanlands. Víða él, en úrkomulítið suðvestantil. Hiti 1 til 5 stig að deginum syðra, annars um eða undir frostmarki.
Á miðvikudag: Norðaustan 8-15 og él, en þurrt og bjart suðvestanlands. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag og föstudag: Norðaustlæg átt og fremur kalt. Dálítil él um mest allt land, en líkur á snjókomu um tíma suðvestanlands.
Á laugardag: Austanátt og dálítil él. Frost um allt land.
Á sunnudag: Útlit fyrir norðaustanátt, frost um allt land og úrkomu í öllum landshlutum.