Valsmenn í viðræðum við Gylfa Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2024 11:01 Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur í fótboltann á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Líkurnar virðast sífellt aukast á því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili á Íslandi í sumar, í fyrsta sinn á löngum meistaraflokksferli. Gylfa er frjálst að semja við hvaða félag sem er eftir að hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í vetur, til að einbeita sér að endurhæfingu á Spáni vegna meiðsla. Gylfi hefur æft undir handleiðslu sjúkraþjálfara á Spáni og einnig tekið þátt í æfingum með liðum Fylkis og nú Vals, í þeirra æfingaferðalögum á hlýrri slóðum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfestir við RÚV í dag að Valsmenn séu í viðræðum við Gylfa um að hann gangi til liðs við félagið. Gylfi hefur áður æft með Valsmönnum en þá hér á landi, síðasta sumar, þegar hann vann að endurkomu í fótboltann eftir tveggja ára hlé vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi samdi þó ekki við Valsmenn í fyrra en sneri aftur í fótboltann sem leikmaður Lyngby í Danmörku. Hann sneri líka aftur í landsliðið og lék með því í október á síðasta ári, og sló markametið með tveimur mörkum gegn Liechtenstein. Hann hefur þar með skorað 27 mörk fyrir íslenska landsliðið. Nær útilokað er þó talið að Gylfi verði með landsliðinu eftir tíu daga, þegar það spilar gegn Ísrael í umspilinu um sæti á EM. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur sagt nauðsynlegt að leikmenn séu að spila með sínu félagsliði til þess að geta verið með. Gylfi hefur eins og fyrr segir aldrei leikið í meistaraflokki hér á landi. Þessi 34 ára gamli leikmaður lék í áratug í ensku úrvalsdeildinni og tvö tímabil í efstu deild Þýskalands, en fór aðeins 16 ára gamall frá Íslandi og gekk til liðs við enska félagið Reading. Hann er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út, og hefur því aldrei spilað fyrir Val sem nú gæti orðið nýja félagið hans. Lið Vals er það lið sem margir telja best til þess búið að veita ríkjandi Íslandsmeisturum Víkings Reykjavíkur samkeppni á komandi tímabili í Bestu deildinni. Piltarnir af Hlíðarenda eru þessa dagana í sinni æfingaferð fyrir tímabilið á Montecastillo við suðurströnd Spánar, ekki langt frá borginni Sevilla, og verða þar í viku til viðbótar. Næsti leikur Vals er gegn ÍA á Hlíðarenda miðvikudaginn 20. mars, í undanúrslitum Lengjubikarsins. Besta deild karla Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Gylfa er frjálst að semja við hvaða félag sem er eftir að hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í vetur, til að einbeita sér að endurhæfingu á Spáni vegna meiðsla. Gylfi hefur æft undir handleiðslu sjúkraþjálfara á Spáni og einnig tekið þátt í æfingum með liðum Fylkis og nú Vals, í þeirra æfingaferðalögum á hlýrri slóðum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfestir við RÚV í dag að Valsmenn séu í viðræðum við Gylfa um að hann gangi til liðs við félagið. Gylfi hefur áður æft með Valsmönnum en þá hér á landi, síðasta sumar, þegar hann vann að endurkomu í fótboltann eftir tveggja ára hlé vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi samdi þó ekki við Valsmenn í fyrra en sneri aftur í fótboltann sem leikmaður Lyngby í Danmörku. Hann sneri líka aftur í landsliðið og lék með því í október á síðasta ári, og sló markametið með tveimur mörkum gegn Liechtenstein. Hann hefur þar með skorað 27 mörk fyrir íslenska landsliðið. Nær útilokað er þó talið að Gylfi verði með landsliðinu eftir tíu daga, þegar það spilar gegn Ísrael í umspilinu um sæti á EM. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur sagt nauðsynlegt að leikmenn séu að spila með sínu félagsliði til þess að geta verið með. Gylfi hefur eins og fyrr segir aldrei leikið í meistaraflokki hér á landi. Þessi 34 ára gamli leikmaður lék í áratug í ensku úrvalsdeildinni og tvö tímabil í efstu deild Þýskalands, en fór aðeins 16 ára gamall frá Íslandi og gekk til liðs við enska félagið Reading. Hann er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út, og hefur því aldrei spilað fyrir Val sem nú gæti orðið nýja félagið hans. Lið Vals er það lið sem margir telja best til þess búið að veita ríkjandi Íslandsmeisturum Víkings Reykjavíkur samkeppni á komandi tímabili í Bestu deildinni. Piltarnir af Hlíðarenda eru þessa dagana í sinni æfingaferð fyrir tímabilið á Montecastillo við suðurströnd Spánar, ekki langt frá borginni Sevilla, og verða þar í viku til viðbótar. Næsti leikur Vals er gegn ÍA á Hlíðarenda miðvikudaginn 20. mars, í undanúrslitum Lengjubikarsins.
Besta deild karla Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira