Íslendingar funda með UNRWA Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. mars 2024 15:28 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra mun ekki sitja fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, mun sitja fundinn í hans stað. Vísir/Vilhelm Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sækir í dag fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA, í fjarveru utanríkisráðherra, til að fá upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni. Kanada og Svíþjóð hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til UNRWA. Bæði lönd eru meðal sextán landa sem frystu greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar þess að ásakanir um aðild starfsmanna samtakanna að hryðjuverkaárásum Hamas litu dagsins ljós. Síðar kom á daginn að starfsmennirnir hefðu verið reknir áður en rannsókn gat átt sér stað. Á föstudag var tilkynnt að Kanada myndi halda áfram greiðslum eftir nokkuð hlé að því gefnu að rannsókn málsins haldi áfram. Sænska ríkisstjórnin gaf það svo út á laugardag að hún myndi senda samtökunum upphæð sem nemur 200 milljónum sænskra króna eða rúmum tveimur og hálfum milljörðum íslenskra. Ráðherra vongóður og fundað í dag Fréttastofa sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið til að spyrja hvort ákvörðun hefði verið tekin um það hvort Íslandi myndi halda áfram greiðslum sínum eða ekki. Einnig var spurt hvort Ísland hefði verið í samráði við aðrar þjóðir vegna málsins og hvort ráðuneytið hefði verið í samskiptum við UNRWA. „Eins og fram kom í máli utanríkisráðherra á Alþingi í síðustu viku er hann vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNRWA sem á að berast fyrir 1. apríl næstkomandi samkvæmt rammasamningi,“ sagði í svari ráðuneytisins. „Utanríkisráðuneytið hefur undanfarið átt í víðtæku samráði við stjórnvöld líkt þenkjandi ríkja og auk þess aflað nánari upplýsinga hjá stofnunni. Í þessu samhengi mun ráðuneytisstjóri sækja fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA í dag, í fjarveru ráðherra, þar sem við munum fá nýjustu upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni,“ sagði einnig í svarinu. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, ásamt Deng Li, vararáðherra í utanríkisráðuneyti Kína.Stjórnarráðið Utanríkismál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Bæði lönd eru meðal sextán landa sem frystu greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar þess að ásakanir um aðild starfsmanna samtakanna að hryðjuverkaárásum Hamas litu dagsins ljós. Síðar kom á daginn að starfsmennirnir hefðu verið reknir áður en rannsókn gat átt sér stað. Á föstudag var tilkynnt að Kanada myndi halda áfram greiðslum eftir nokkuð hlé að því gefnu að rannsókn málsins haldi áfram. Sænska ríkisstjórnin gaf það svo út á laugardag að hún myndi senda samtökunum upphæð sem nemur 200 milljónum sænskra króna eða rúmum tveimur og hálfum milljörðum íslenskra. Ráðherra vongóður og fundað í dag Fréttastofa sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið til að spyrja hvort ákvörðun hefði verið tekin um það hvort Íslandi myndi halda áfram greiðslum sínum eða ekki. Einnig var spurt hvort Ísland hefði verið í samráði við aðrar þjóðir vegna málsins og hvort ráðuneytið hefði verið í samskiptum við UNRWA. „Eins og fram kom í máli utanríkisráðherra á Alþingi í síðustu viku er hann vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNRWA sem á að berast fyrir 1. apríl næstkomandi samkvæmt rammasamningi,“ sagði í svari ráðuneytisins. „Utanríkisráðuneytið hefur undanfarið átt í víðtæku samráði við stjórnvöld líkt þenkjandi ríkja og auk þess aflað nánari upplýsinga hjá stofnunni. Í þessu samhengi mun ráðuneytisstjóri sækja fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA í dag, í fjarveru ráðherra, þar sem við munum fá nýjustu upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni,“ sagði einnig í svarinu. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, ásamt Deng Li, vararáðherra í utanríkisráðuneyti Kína.Stjórnarráðið
Utanríkismál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira