Var heimilislaus þegar hún reyndi fyrir sér í Idol Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. mars 2024 07:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata er mikil söngkona. Vísir/Vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir tók þátt í allra fyrstu seríunni af Idol Stjörnuleit árið 2004, þá 21 árs gömul. Hún komst áfram eftir fyrstu áheyrnarprufurnar en komst ekki í þá síðustu eftir að hafa fengið ofsakvíðakast og endað í sjúkrabíl. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Arndís Anna er gestur. Þar segist Arndís Anna alla tíð hafa verið mikil tónlistarkona. Hún sé meðal annars öflug í karaokí og eigi langan lista af karaokí lögum. Hún segir Idol ævintýrið ekki hafa endað vel. Þáttinn má horfa á hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Svaf ekki í nokkra daga „Þegar prufurnar voru í gangi þá var ég að vinna mjög mikið og heimilislaus og svona, nýhætt með kærastanum. Það var einhvern veginn bara allt. Þá helgi svaf ég ekki í einhverja nokkra daga og enda bara í sjúkrabíl,“ segir Arndís lauflétt í bragði. Hún útskýrir að á þessum tíma hafi hún verið að vinna á skemmtistaðnum Sólon. Það hafi verið hrikalega gaman en á þessum tiltekna tíma hafi verið mikið að gera, þar sem hún var einnig að sinna laganáminu. Hún hafi þarna gist á gólfinu hjá vinkonu sinni. „Ég var semsagt búin að vera að vinna þarna og mæta í Idol prufuna, þetta voru einhver tveir og hálfur sólarhringur sem ég var ekki búin að sofa. Ég var bara í vinnunni. Og átti að mæta í Idol prufuna næstu, af því að ég komst áfram, þá átti ég að mæta í næstu eftir tvo tíma,“ segir Arndís. Eins og væri gripið fyrir andlitið Þetta hafi verið klukkan sex á sunnudagsmorgni eftir langa helgarvakt, viku í skólanum og heilan dag af bið eftir Idol prufu á Hótel Loftleiðum. Arndís hafi skyndilega upplifað það að það væri gripið fyrir andlitið á henni. „Það var eins og ég hefði fengið plastpoka yfir andlitið og allt í einu get ég ekki andað. Þá byrjar maður eins og í bíómyndunum að ofanda. Og maður nær ekki andanum. Þetta var rosa skrítið.“ Arndís segir ástandið hafa versnað og versnað. Hún hafi dofnað upp en upplifað að þetta væri frekar vandræðalegt. Samstarfskona hennar hafi ákveðið að hringja á sjúkrabíl. „Hún fer með mig út fyrst af því að ég hugsaði bara með mér að ég þyrfti bara frískt loft. En þá semsagt líður yfir mig og ég man að síðan vakna ég bara í súkrabíl.” Pokatrikkið virkar Arndís Anna segir sjúkraflutningamennina vitað um leið hvað væri um að vera. Hún væri að fá ofsakvíðakast. Það lýsi sér þannig að líkaminn hætti að taka koltvíoxíð úr loftinu. „Ég var hissa á að heyra það, af því að manni líður eins og maður fái ekki súrefni en í rauninni færðu ekki koltvíoxíð og þá ferðu að ofanda. Þá skapast vítahringur af því að þá nær líkaminn ekki að taka koltvíoxíð úr og þú færð í rauninni of mikið súrefni og þá líði yfir mann.“ Hún hafi síðar upplifað sambærileg köst, meðal annars þegar hún starfaði á lögmannsstofu en þökk sé sjúkraflutningamönnunum kunnað að takast á við það. Þar komi pokatrikkið svokallaða, að setja bréfpoka yfir munninn líkt og í bíómyndum sér vel. „Þú getur stjórnað þessu. Þér líður eins og þú getir það ekki en þú getur það. Það sem þú þarft að gera er að finna bréfpoka, það er ein leið. Eða bara að stýra önduninni, hægja á önduninni.“ Einkalífið Idol Ástin og lífið Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Arndís Anna er gestur. Þar segist Arndís Anna alla tíð hafa verið mikil tónlistarkona. Hún sé meðal annars öflug í karaokí og eigi langan lista af karaokí lögum. Hún segir Idol ævintýrið ekki hafa endað vel. Þáttinn má horfa á hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Svaf ekki í nokkra daga „Þegar prufurnar voru í gangi þá var ég að vinna mjög mikið og heimilislaus og svona, nýhætt með kærastanum. Það var einhvern veginn bara allt. Þá helgi svaf ég ekki í einhverja nokkra daga og enda bara í sjúkrabíl,“ segir Arndís lauflétt í bragði. Hún útskýrir að á þessum tíma hafi hún verið að vinna á skemmtistaðnum Sólon. Það hafi verið hrikalega gaman en á þessum tiltekna tíma hafi verið mikið að gera, þar sem hún var einnig að sinna laganáminu. Hún hafi þarna gist á gólfinu hjá vinkonu sinni. „Ég var semsagt búin að vera að vinna þarna og mæta í Idol prufuna, þetta voru einhver tveir og hálfur sólarhringur sem ég var ekki búin að sofa. Ég var bara í vinnunni. Og átti að mæta í Idol prufuna næstu, af því að ég komst áfram, þá átti ég að mæta í næstu eftir tvo tíma,“ segir Arndís. Eins og væri gripið fyrir andlitið Þetta hafi verið klukkan sex á sunnudagsmorgni eftir langa helgarvakt, viku í skólanum og heilan dag af bið eftir Idol prufu á Hótel Loftleiðum. Arndís hafi skyndilega upplifað það að það væri gripið fyrir andlitið á henni. „Það var eins og ég hefði fengið plastpoka yfir andlitið og allt í einu get ég ekki andað. Þá byrjar maður eins og í bíómyndunum að ofanda. Og maður nær ekki andanum. Þetta var rosa skrítið.“ Arndís segir ástandið hafa versnað og versnað. Hún hafi dofnað upp en upplifað að þetta væri frekar vandræðalegt. Samstarfskona hennar hafi ákveðið að hringja á sjúkrabíl. „Hún fer með mig út fyrst af því að ég hugsaði bara með mér að ég þyrfti bara frískt loft. En þá semsagt líður yfir mig og ég man að síðan vakna ég bara í súkrabíl.” Pokatrikkið virkar Arndís Anna segir sjúkraflutningamennina vitað um leið hvað væri um að vera. Hún væri að fá ofsakvíðakast. Það lýsi sér þannig að líkaminn hætti að taka koltvíoxíð úr loftinu. „Ég var hissa á að heyra það, af því að manni líður eins og maður fái ekki súrefni en í rauninni færðu ekki koltvíoxíð og þá ferðu að ofanda. Þá skapast vítahringur af því að þá nær líkaminn ekki að taka koltvíoxíð úr og þú færð í rauninni of mikið súrefni og þá líði yfir mann.“ Hún hafi síðar upplifað sambærileg köst, meðal annars þegar hún starfaði á lögmannsstofu en þökk sé sjúkraflutningamönnunum kunnað að takast á við það. Þar komi pokatrikkið svokallaða, að setja bréfpoka yfir munninn líkt og í bíómyndum sér vel. „Þú getur stjórnað þessu. Þér líður eins og þú getir það ekki en þú getur það. Það sem þú þarft að gera er að finna bréfpoka, það er ein leið. Eða bara að stýra önduninni, hægja á önduninni.“
Einkalífið Idol Ástin og lífið Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira