Ólétt Sandra fagnaði stórum titli Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2024 09:46 Sandra Erlingsdóttir með bikarinn góða eftir að hafa orðið þýskur bikarmeistari um helgina. Instagram/@sandraerlings Sandra Erlingsdóttir varð um helgina þýskur bikarmeistari í handbolta, með TuS Metzingen, og er aðeins önnur íslenska handboltakonan til að afreka það. Sandra gat ekki tekið þátt í úrslitahelginni að þessu sinni því hún er ólétt. Það kom í ljós á heimsmeistaramótinu í Noregi undir lok síðasta árs, og hefur Sandra því ekki spilað með Metzingen eftir áramót þó að hún hafi æft með liðinu eins og hægt er. Þetta er fyrsti titill Metzingen en liðið vann Oldenburg í undanúrslitum eftir framlengingu, 31-30, og svo Bietigheim í úrslitaleik, 30-28, og fylgdist Sandra spennt með á meðal stuðningsmanna í höllinni. Bietigheim hafði unnið titilinn þrjú síðustu ár í röð. „Öðruvísi úrslitahelgi hjá mér þetta árið en VÁ hvað ég er óendanlega stolt af því að tilheyra þessu liði,“ skrifaði Sandra í færslu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Sandra Erlingsdóttir (@sandraerlings) Handboltasérfræðingurinn Ívar Benediktsson bendir á það á handbolti.is, að Sandra sé eftir því sem næst verður komist aðeins önnur íslenska handboltakonan til að verða þýskur bikarmeistari. Það hafi Kristbjörg Magnúsdóttir afrekað fyrst, fyrir 47 árum, þegar hún vann bikarinn með Eintracht Minden. Kristbjörg varð einnig Þýskalandsmeistari í tvígang með liðinu og því hefur engin önnur íslensk handboltakona náð. Þýski handboltinn Tengdar fréttir Mjög stressuð fyrir að láta félagið vita: „Ég er sú fyrsta sem verður ólétt“ Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handbolta, varð strax óróleg yfir stöðu sinni hjá þýska félaginu Metzingen eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Ýmsar sögur eru af því að félög komi illa fram við óléttar íþróttakonur en áhyggjur Söndru virðast hafa reynst óþarfar. 6. febrúar 2024 08:00 Aðeins tvær fengu að vita en fyrirliðinn fann þetta á sér Sandra Erlingsdóttir segir að draumamarkmið sitt sé að spila með Íslandi í lokakeppni EM í handbolta undir lok þessa árs, þó að hún eigi von á sínu fyrsta barni í byrjun ágúst. 5. febrúar 2024 11:00 Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Sandra gat ekki tekið þátt í úrslitahelginni að þessu sinni því hún er ólétt. Það kom í ljós á heimsmeistaramótinu í Noregi undir lok síðasta árs, og hefur Sandra því ekki spilað með Metzingen eftir áramót þó að hún hafi æft með liðinu eins og hægt er. Þetta er fyrsti titill Metzingen en liðið vann Oldenburg í undanúrslitum eftir framlengingu, 31-30, og svo Bietigheim í úrslitaleik, 30-28, og fylgdist Sandra spennt með á meðal stuðningsmanna í höllinni. Bietigheim hafði unnið titilinn þrjú síðustu ár í röð. „Öðruvísi úrslitahelgi hjá mér þetta árið en VÁ hvað ég er óendanlega stolt af því að tilheyra þessu liði,“ skrifaði Sandra í færslu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Sandra Erlingsdóttir (@sandraerlings) Handboltasérfræðingurinn Ívar Benediktsson bendir á það á handbolti.is, að Sandra sé eftir því sem næst verður komist aðeins önnur íslenska handboltakonan til að verða þýskur bikarmeistari. Það hafi Kristbjörg Magnúsdóttir afrekað fyrst, fyrir 47 árum, þegar hún vann bikarinn með Eintracht Minden. Kristbjörg varð einnig Þýskalandsmeistari í tvígang með liðinu og því hefur engin önnur íslensk handboltakona náð.
Þýski handboltinn Tengdar fréttir Mjög stressuð fyrir að láta félagið vita: „Ég er sú fyrsta sem verður ólétt“ Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handbolta, varð strax óróleg yfir stöðu sinni hjá þýska félaginu Metzingen eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Ýmsar sögur eru af því að félög komi illa fram við óléttar íþróttakonur en áhyggjur Söndru virðast hafa reynst óþarfar. 6. febrúar 2024 08:00 Aðeins tvær fengu að vita en fyrirliðinn fann þetta á sér Sandra Erlingsdóttir segir að draumamarkmið sitt sé að spila með Íslandi í lokakeppni EM í handbolta undir lok þessa árs, þó að hún eigi von á sínu fyrsta barni í byrjun ágúst. 5. febrúar 2024 11:00 Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Mjög stressuð fyrir að láta félagið vita: „Ég er sú fyrsta sem verður ólétt“ Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handbolta, varð strax óróleg yfir stöðu sinni hjá þýska félaginu Metzingen eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Ýmsar sögur eru af því að félög komi illa fram við óléttar íþróttakonur en áhyggjur Söndru virðast hafa reynst óþarfar. 6. febrúar 2024 08:00
Aðeins tvær fengu að vita en fyrirliðinn fann þetta á sér Sandra Erlingsdóttir segir að draumamarkmið sitt sé að spila með Íslandi í lokakeppni EM í handbolta undir lok þessa árs, þó að hún eigi von á sínu fyrsta barni í byrjun ágúst. 5. febrúar 2024 11:00