Pétur riftir við Blika og íhugar að hætta Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2024 15:31 Pétur Theodór Árnason sló í gegn sem framherji Gróttu í Lengjudeildinni og fékk samning hjá einu besta liði landsins, Breiðabliki, en náði aðeins að spila einn deildarleik fyrir Blika. VÍSIR/VILHELM Framherjinn hávaxni Pétur Theodór Árnason er á batavegi eftir að hafa meiðst í hné enn einu sinni, en hefur rift samningi sínum við knattspyrnudeild Breiðabliks og íhugar að hætta. Þetta staðfesti Pétur við Fótbolta.net í dag. Hann náði því aðeins að leika einn leik með Breiðabliki í Bestu deildinni, eftir að hafa komið frá Gróttu haustið 2021. Meiðsli hafa nefnilega sett risastórt strik í reikninginn á ferli Péturs, sem er 28 ára gamall. Hann kom til Breiðabliks eftir að hafa raðað inn 23 mörkum í Lengjudeildinni 2021, en var rétt búinn að æfa í viku með Blikum þegar hann sleit krossband í hné, í þriðja sinn á ferlinum. Eftir að hafa jafnað sig af þeim meiðslum fór Pétur að láni til Gróttu síðasta sumar og skoraði sex mörk í níu leikjum í Lengjudeildinni, áður en hann reif liðþófa í hnénu og þurfti enn og aftur að fara undir hnífinn. Pétur hefur nú rift samningi við Breiðablik og íhugar að leggja jafnvel takkaskóna á hilluna. „Ég má í raun gera allt á æfingum, var byrjaður í sendingaræfingum og aðeins að fikra mig áfram. Ég ákvað í síðustu viku að stíga aðeins frá þessu þannig ég og Breiðablik ákváðum að rifta. Þetta var alltaf að fara vera langsótt hjá mér í Breiðabliki í sumar þannig mér fannst best bara að stíga aðeins frá þessu og sjá til hvað ég vil gera í sumar. Hvort sem það verði að halda áfram einhvers staðar eða bara segja þetta gott,“ segir Pétur við Fótbolta.net. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Þetta staðfesti Pétur við Fótbolta.net í dag. Hann náði því aðeins að leika einn leik með Breiðabliki í Bestu deildinni, eftir að hafa komið frá Gróttu haustið 2021. Meiðsli hafa nefnilega sett risastórt strik í reikninginn á ferli Péturs, sem er 28 ára gamall. Hann kom til Breiðabliks eftir að hafa raðað inn 23 mörkum í Lengjudeildinni 2021, en var rétt búinn að æfa í viku með Blikum þegar hann sleit krossband í hné, í þriðja sinn á ferlinum. Eftir að hafa jafnað sig af þeim meiðslum fór Pétur að láni til Gróttu síðasta sumar og skoraði sex mörk í níu leikjum í Lengjudeildinni, áður en hann reif liðþófa í hnénu og þurfti enn og aftur að fara undir hnífinn. Pétur hefur nú rift samningi við Breiðablik og íhugar að leggja jafnvel takkaskóna á hilluna. „Ég má í raun gera allt á æfingum, var byrjaður í sendingaræfingum og aðeins að fikra mig áfram. Ég ákvað í síðustu viku að stíga aðeins frá þessu þannig ég og Breiðablik ákváðum að rifta. Þetta var alltaf að fara vera langsótt hjá mér í Breiðabliki í sumar þannig mér fannst best bara að stíga aðeins frá þessu og sjá til hvað ég vil gera í sumar. Hvort sem það verði að halda áfram einhvers staðar eða bara segja þetta gott,“ segir Pétur við Fótbolta.net.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira