Sendi fjölskyldu sína úr landi af ótta við stungumanninn Bjarki Sigurðsson skrifar 12. mars 2024 14:54 Mustafa Al Hamoodi er eigandi OK Market. Vísir/Rúnar Eigandi OK Market í Valshverfinu sendi fjölskyldu sína úr landi vegna hótana manns sem síðan stakk hann í versluninni í síðustu viku. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár og lögregluna ekki gera neitt til þess að aðstoða hann. Maðurinn heldur áfram að hóta honum þrátt fyrir að vera í gæsluvarðhaldi. Á fimmtudaginn mætti karlmaður í verslun OK Market í Valshverfinu í Reykjavík og réðst á tvo starfsmenn vopnaður hnífi. Maðurinn var síðar handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna árásarinnar. Árásin náðist á myndband sem sjá má í fréttinni hér fyrir neðan. Árásarmaðurinn er góðkunningi lögreglunnar og hefur hlotið nokkra dóma síðan hann fékk hér alþjóðlega vernd árið 2018, meðal annars fyrir líkamsárás, húsbrot og fleira. Lögreglan aðstoði hann ekki neitt Einn starfsmannanna sem varð fyrir árásinni er eigandi OK Market, Mustafa Al Hamoodi. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár fram að árásinni. „Ég þekki hann ekki en ég var að vinna sem túlkur árið 2018. Þá fór ég með öðrum manni sem var að kæra þennan mann. Ég var bara að túlka. Síðan þá hefur hann alltaf elt mig. Sendir mér hótanir í tölvupósti og á Facebook. Hann hefur tvisvar komið heim til mín, gert skemmdir á tveimur bílum, ég er búinn að kæra hann fimm sinnum en lögreglan segist ekkert geta gert því þeir geta ekki sannað að hann sé að hóta mér því hann breytir um netfang,“ segir Mustafa. Hótaði að drepa fjölskyldu hans Daginn áður en maðurinn kom í verslunina hafði hann reynt að hringja í Mustafa sem svaraði honum ekki. Þegar hann mætti í verslunina spurði hann hvers vegna hann væri ekki að svara í símann og Mustafa bað hann um að hætta að hringja í sig og hætta að mæta í verslunina. Þá dró maðurinn upp hnífinn. „Ég er búinn að senda fjölskylduna mína í burtu frá Íslandi fyrir sjö mánuðum út af honum. Hann var alltaf að koma heim til mín, senda mér mynd af íbúðinni minni. Hóta að drepa konuna mína og börnin mín. Ég nenni ekki svona bulli,“ segir Mustafa. Hann er með ör á hökunni og skurð á tungunni eftir árásina. Hann óttast að þetta martraðarástand haldi áfram losni maðurinn úr fangelsi. Maðurinn náði að skera í andlit Mustafa.Vísir/Rúnar Hótanirnar halda áfram í gæsluvarðhaldi „Hann ætlar út aftur. Hann stoppar aldrei. Hann er ekki búinn að stoppa síðan árið 2018. Hann sat inni í eitt ár og um leið og hann komst út kom hann hingað strax. Hann er alltaf að hugsa um mig. Ég skil ekki af hverju,“ segir Mustafa. Hann segist ekki vera viss hvort hann væri enn á lífi ef samstarfsfélagi hans hafi ekki verið á svæðinu og aðstoðað hann við að berjast við manninn. Maðurinn var handtekinn á fimmtudag en eftir tvo daga í gæsluvarðhaldi var hann búinn að hringja aftur í Mustafa og hóta honum. „Þegar fjölskyldan mín var hér var ég alltaf að hugsa: „Kannski er hann á leið heim til mín. Kannski gerir hann eitthvað.“ Alltaf þegar ég fór að heiman horfði ég til beggja hliða og athugaði hvort hann væri að koma,“ segir Mustafa. Reykjavík Lögreglumál Verslun Mál Mohamad Kourani Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Á fimmtudaginn mætti karlmaður í verslun OK Market í Valshverfinu í Reykjavík og réðst á tvo starfsmenn vopnaður hnífi. Maðurinn var síðar handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna árásarinnar. Árásin náðist á myndband sem sjá má í fréttinni hér fyrir neðan. Árásarmaðurinn er góðkunningi lögreglunnar og hefur hlotið nokkra dóma síðan hann fékk hér alþjóðlega vernd árið 2018, meðal annars fyrir líkamsárás, húsbrot og fleira. Lögreglan aðstoði hann ekki neitt Einn starfsmannanna sem varð fyrir árásinni er eigandi OK Market, Mustafa Al Hamoodi. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár fram að árásinni. „Ég þekki hann ekki en ég var að vinna sem túlkur árið 2018. Þá fór ég með öðrum manni sem var að kæra þennan mann. Ég var bara að túlka. Síðan þá hefur hann alltaf elt mig. Sendir mér hótanir í tölvupósti og á Facebook. Hann hefur tvisvar komið heim til mín, gert skemmdir á tveimur bílum, ég er búinn að kæra hann fimm sinnum en lögreglan segist ekkert geta gert því þeir geta ekki sannað að hann sé að hóta mér því hann breytir um netfang,“ segir Mustafa. Hótaði að drepa fjölskyldu hans Daginn áður en maðurinn kom í verslunina hafði hann reynt að hringja í Mustafa sem svaraði honum ekki. Þegar hann mætti í verslunina spurði hann hvers vegna hann væri ekki að svara í símann og Mustafa bað hann um að hætta að hringja í sig og hætta að mæta í verslunina. Þá dró maðurinn upp hnífinn. „Ég er búinn að senda fjölskylduna mína í burtu frá Íslandi fyrir sjö mánuðum út af honum. Hann var alltaf að koma heim til mín, senda mér mynd af íbúðinni minni. Hóta að drepa konuna mína og börnin mín. Ég nenni ekki svona bulli,“ segir Mustafa. Hann er með ör á hökunni og skurð á tungunni eftir árásina. Hann óttast að þetta martraðarástand haldi áfram losni maðurinn úr fangelsi. Maðurinn náði að skera í andlit Mustafa.Vísir/Rúnar Hótanirnar halda áfram í gæsluvarðhaldi „Hann ætlar út aftur. Hann stoppar aldrei. Hann er ekki búinn að stoppa síðan árið 2018. Hann sat inni í eitt ár og um leið og hann komst út kom hann hingað strax. Hann er alltaf að hugsa um mig. Ég skil ekki af hverju,“ segir Mustafa. Hann segist ekki vera viss hvort hann væri enn á lífi ef samstarfsfélagi hans hafi ekki verið á svæðinu og aðstoðað hann við að berjast við manninn. Maðurinn var handtekinn á fimmtudag en eftir tvo daga í gæsluvarðhaldi var hann búinn að hringja aftur í Mustafa og hóta honum. „Þegar fjölskyldan mín var hér var ég alltaf að hugsa: „Kannski er hann á leið heim til mín. Kannski gerir hann eitthvað.“ Alltaf þegar ég fór að heiman horfði ég til beggja hliða og athugaði hvort hann væri að koma,“ segir Mustafa.
Reykjavík Lögreglumál Verslun Mál Mohamad Kourani Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira