Átta lið komin í útsláttarkeppni Stórmeistaramótsins Snorri Már Vagnsson skrifar 12. mars 2024 22:49 Wnkr og PolishWonder tryggðu sig áfram með sínum liðum, Breiðabliki og Ármanni. Lið Vallea er sömuleiðis búið að tryggja sig áfram. Þrjár viðureignir fóru fram í riðlakeppni Stórmeistaramótsins í Counter-Strike í kvöld. Liðin sem báru sigur af hólmi tryggðu sér keppnisrétt í útsláttarkeppni mótsins, en hún hefst á fimmtudaginn næstkomandi og klárast svo helgina 22. og 23. mars, þegar úrslitin verða spiluð á Arena Gaming í Kópavogi. Breiðablik áttu leik gegn ÍBV þar sem Blikar höfðu öruggan sigur. Liðin kepptu á Mirage og Overpass þar sem Breiðablik hafði sigur úr báðum leikjum, 2-0. Ármann sópaði HiTech sömuleiðis 2-0. Fyrri leikurinn fór í framlengingu á Vertigo þar sem Ármann sigraði 16-13 en yfirburðirnir hjá þeim bláu var meiri í seinni leiknum á Anubis sem þeir sigruðu 13-2. Leikur Young Prodigies og Vallea var þó ögn jafnari, en Young Prodigies rústuðu fyrsta leiknum, 13-1. Vallea beit fast til baka og sigraði leikina tvo sem eftir fylgdu örugglega og tóku sigur úr viðureigninni, lokatölur 1-2. Vallea, Breiðablik og Ármann tryggðu sig því áfram í útsláttarkeppni mótsins. Þar bíða þeirra lið Þórs, NOCCO Dusty, FH, Sögu og Aurora. Uppsetningu útsláttarkeppninnar og komandi leiki má nálgast á síðu Frag.is Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti
Breiðablik áttu leik gegn ÍBV þar sem Blikar höfðu öruggan sigur. Liðin kepptu á Mirage og Overpass þar sem Breiðablik hafði sigur úr báðum leikjum, 2-0. Ármann sópaði HiTech sömuleiðis 2-0. Fyrri leikurinn fór í framlengingu á Vertigo þar sem Ármann sigraði 16-13 en yfirburðirnir hjá þeim bláu var meiri í seinni leiknum á Anubis sem þeir sigruðu 13-2. Leikur Young Prodigies og Vallea var þó ögn jafnari, en Young Prodigies rústuðu fyrsta leiknum, 13-1. Vallea beit fast til baka og sigraði leikina tvo sem eftir fylgdu örugglega og tóku sigur úr viðureigninni, lokatölur 1-2. Vallea, Breiðablik og Ármann tryggðu sig því áfram í útsláttarkeppni mótsins. Þar bíða þeirra lið Þórs, NOCCO Dusty, FH, Sögu og Aurora. Uppsetningu útsláttarkeppninnar og komandi leiki má nálgast á síðu Frag.is
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti