Innlent

For­stjóri Persónuverndar í­hugar al­var­lega að gefa kost á sér

Árni Sæberg skrifar
Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.
Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og formaður stjórnar Félags forstöðumanna ríkisstofnana, segir meiri líkur en minni á að hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands.

Í samtali við Vísi segir Helga að undanfarið hafi fólk í kringum hana beint henni í átt að framboði og hún ákveðið að ræða málið við sína nánustu.

„Það hefur í einhvern tíma verið ákveðin köllun í mér, sem ég er núna að kanna hljómgrunn fyrir.“

Helga er lögfræðingur og hefur frá árinu 2015 gegnt stöðu forstjóra Persónuverndar. Hún hefur starfað hjá embætti ríkissaksóknara, á nefndasviði Alþingis, hjá EFTA í Brussel og menntamálaráðuneytinu. Frá árinu 2008 starfaði Helga hjá Lyfjastofnun, sem sviðsstjóri lögfræðisviðs og staðgengill forstjóra.


Tengdar fréttir

Salvör Nordal íhugar forsetaframboð

Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. 

Gunni hvetur Baldur og Felix fram

Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×