Bræðurnir spila sinn fyrsta landsleik: „Gott að geta rifist aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 08:00 Bræðurnir Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson á fyrstu landsliðsæfingunni í Grikklandi í vikunni. Instagram/@hsi_iceland Benedikt Gunnar Óskarsson átti sannkallaðan draumadag á laugardag þegar hann varð bikarmeistari í handbolta, skoraði 17 mörk í úrslitaleiknum og var svo boðinn velkominn í landsliðið strax eftir leik. Bróðir hans, Arnór Snær, er einnig mættur til Aþenu þar sem þeir munu spila sína fyrstu landsleiki gegn Grikklandi á næstu dögum. Fyrri leikurinn við Grikki er á morgun en sá seinni á laugardaginn. Benedikt og Arnór voru samherjar hjá Val og léku þar undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar, áður en Arnór fór í atvinnumennsku til Þýskalands síðasta sumar. Þeir voru ekki í upphaflega landsliðshópnum sem Snorri valdi fyrir leikina við Grikki og fengu því gleðitíðindin seinna en aðrir – Benedikt á laugardag og Arnór á mánudaginn. „Held ég hafi ekki verið hærra uppi“ „Ég var að spila í Höllinni og hitti svo Snorra eftir leikinn og hann óskaði mér til hamingju, og sagði mér að ég væri að fara með honum til Grikklands,“ segir Benedikt sem hafði sett met með því að skora sautján mörk í úrslitaleiknum gegn ÍBV, þegar hann fékk svo að vita að hann væri kominn í landsliðið. „Ég held ég hafi ekki verið hærra uppi. Þetta er alltaf markmiðið en ég bjóst kannski ekki við þessu núna. En mann langaði alltaf að vera hérna.“ Arnór hefur undanfarið leikið undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í Þýskalandi. Hann var valinn í landsliðið fyrir leiki við Tékka fyrir ári síðan en kom ekkert við sögu þá, svo nú er komið að hans fyrstu landsleikjum. „Á sunnudaginn var leikur hjá mér með Gummersbach og ég var svo á æfingu á mánudeginum, búinn að kaupa mér flug heim til Íslands í helgarferð, þegar Guðjón hringdi í mig og sagði að ég væri ekkert á leiðinni heim heldur til Grikklands. Snorri hringdi svo í mig og ég fór beint upp í vél. Það hefur alltaf verið draumur hjá manni að spila fyrir landsliðið þannig að maður var mjög glaður að fá símtalið. Svo þegar maður er mættur hingað þá er það alvöru „reality check“, að vera mættur með öllum strákunum. Ógeðslega gaman,“ segir Arnór. „Stoltur stóri bróðir“ Bræðurnir njóta þess að vera saman á ný og Arnór kveðst ekki hafa fundið neina afbrýðisemi þó að litli bróðir hans væri valinn í landsliðið tveimur dögum fyrr en hann. „Ég var bara stoltur fyrir hans hönd. Þetta er ekkert keppni á milli okkar um hvor verði á undan í landsliðið, þó að það væri vissulega gaman að fara á sama tíma og spila með honum, eins og við erum að gera núna. En ég er fyrst og fremst stoltur stóri bróðir, hann hendir í 17 mörk og verður bikarmeistari, og er svo valinn í landsliðið,“ segir Arnór. „Það er langt síðan að ég hitti Benna svo það er gott að geta spjallað aftur og farið að rífast aftur eins og við gerðum í Valsheimilinu,“ bætir hann við og Benedikt er sama sinnis. „Við getum rifist vel á æfingum en erum bara eðlilegir hérna inni á hóteli,“ segir hann léttur. Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Fyrri leikurinn við Grikki er á morgun en sá seinni á laugardaginn. Benedikt og Arnór voru samherjar hjá Val og léku þar undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar, áður en Arnór fór í atvinnumennsku til Þýskalands síðasta sumar. Þeir voru ekki í upphaflega landsliðshópnum sem Snorri valdi fyrir leikina við Grikki og fengu því gleðitíðindin seinna en aðrir – Benedikt á laugardag og Arnór á mánudaginn. „Held ég hafi ekki verið hærra uppi“ „Ég var að spila í Höllinni og hitti svo Snorra eftir leikinn og hann óskaði mér til hamingju, og sagði mér að ég væri að fara með honum til Grikklands,“ segir Benedikt sem hafði sett met með því að skora sautján mörk í úrslitaleiknum gegn ÍBV, þegar hann fékk svo að vita að hann væri kominn í landsliðið. „Ég held ég hafi ekki verið hærra uppi. Þetta er alltaf markmiðið en ég bjóst kannski ekki við þessu núna. En mann langaði alltaf að vera hérna.“ Arnór hefur undanfarið leikið undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í Þýskalandi. Hann var valinn í landsliðið fyrir leiki við Tékka fyrir ári síðan en kom ekkert við sögu þá, svo nú er komið að hans fyrstu landsleikjum. „Á sunnudaginn var leikur hjá mér með Gummersbach og ég var svo á æfingu á mánudeginum, búinn að kaupa mér flug heim til Íslands í helgarferð, þegar Guðjón hringdi í mig og sagði að ég væri ekkert á leiðinni heim heldur til Grikklands. Snorri hringdi svo í mig og ég fór beint upp í vél. Það hefur alltaf verið draumur hjá manni að spila fyrir landsliðið þannig að maður var mjög glaður að fá símtalið. Svo þegar maður er mættur hingað þá er það alvöru „reality check“, að vera mættur með öllum strákunum. Ógeðslega gaman,“ segir Arnór. „Stoltur stóri bróðir“ Bræðurnir njóta þess að vera saman á ný og Arnór kveðst ekki hafa fundið neina afbrýðisemi þó að litli bróðir hans væri valinn í landsliðið tveimur dögum fyrr en hann. „Ég var bara stoltur fyrir hans hönd. Þetta er ekkert keppni á milli okkar um hvor verði á undan í landsliðið, þó að það væri vissulega gaman að fara á sama tíma og spila með honum, eins og við erum að gera núna. En ég er fyrst og fremst stoltur stóri bróðir, hann hendir í 17 mörk og verður bikarmeistari, og er svo valinn í landsliðið,“ segir Arnór. „Það er langt síðan að ég hitti Benna svo það er gott að geta spjallað aftur og farið að rífast aftur eins og við gerðum í Valsheimilinu,“ bætir hann við og Benedikt er sama sinnis. „Við getum rifist vel á æfingum en erum bara eðlilegir hérna inni á hóteli,“ segir hann léttur.
Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira