Sun og Mail ljúga því að Gylfi hafi verið rekinn Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 14:20 Gylfi Þór Sigurðsson er að fara að spila í Bestu deildinni í fyrsta sinn á ferlinum. VÍSIR/VILHELM Fréttir af því að Gylfi Þór Sigurðsson sé mættur í íslenska boltann hafa víða ratað í erlenda fjölmiðla en þeir fara misvel með sannleikann. Gula pressan í Englandi er þekkt fyrir að svífast einskis og fullyrða ensku götublöðin The Sun og Daily Mail það til að mynda í fyrirsögnum að Gylfi hafi hreinlega verið rekinn frá danska félaginu Lyngby, áður en hann endaði hjá Val. The Sun sagði Gylfa hafa vaknað sem atvinnulaus maður eftir að hafa verið sparkað frá Lyngby, og Daily Mail segir sömuleiðis að hann hafi verið rekinn eftir aðeins SEX MÁNUÐI og fimm leiki.Skjáskot/The Sun og Daily Mail Hið rétta er að Gylfi fékk samningi sínum við Lyngby rift fyrir löngu síðan, eða í janúar, til að geta einbeitt sér að endurhæfingu á Spáni vegna meiðsla. Þetta staðfesti Andreas Byder, framkvæmdastjóri Lyngby, á þeim tíma, ánægður með að Gylfi væri tilbúinn að fórna launum hjá félaginu á meðan hann væri meiddur. Byder sagði þá að félagið hefði gert heiðursmannasamkomulag við Gylfa um að þegar hann hefði náð sér af meiðslum kæmi hann aftur til Lyngby. Nicas Kjeldsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby, segir á heimasíðu félagsins í dag að vonir hafi staðið til þess að í búningi Lyngby næði Gylfi aftur fyrri hæðum en að þegar í ljós hafi komið að hann þyrfti meiri tíma til þess hafi hann haldið annað. Í tilkynningu Lyngby er Gylfa þakkað fyrir samfylgdina og honum óskað alls hins besta í framtíðinni, auk þess sem hann þakkar Lyngby fyrir að hafa tekið vel á móti sér. Gylfi kom til Lyngby í fyrrahaust eftir tveggja ára hlé frá fótbolta, en náði aðeins að leika sex leiki fyrir liðið og skora tvö mörk. Benda á smæð leikvangsins á Hlíðarenda Í fréttum The Sun og Daily Mail er einnig vakin athygli á því að Gylfi hafi skrifað undir hjá félagi, það er að segja Val, sem sé aðeins með 1.500 manna leikvang. Það er vissulega margfalt minni leikvangur en þeir sem Gylfi spilaði á öll sín ár í ensku úrvalsdeildinni. Þá bendir Mail á að Gylfi hafi lokið fimm ára samningi sínum hjá Everton sumarið 2022, ári eftir síðasta leik sinn fyrir félagið sem setti félagsmet með kaupum á honum fyrir 45 milljónir punda. Blaðið fjallar þó ekki frekar en aðrir breskir fjölmiðlar um ástæðu þess að Gylfi var tvö ár í burtu frá fótbolta, sem er sú að hann sætti lögreglurannsókn vegna gruns um brot á ólögráða einstaklingi. Það mál var hins vegar að lokum fellt niður og í kjölfarið sneri Gylfi aftur í fótbolta, með Lyngby og íslenska landsliðinu þar sem hann bætti markametið í október í fyrra. Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Gylfa hafi verið tilkynnt að hann sé ekki í landsliðshópnum Gylfi Þór Sigurðsson fékk að vita á dögunum að hann verði ekki í landsliðshópi Íslands sem tilkynntur verður á morgun ef marka má fyrirliða Fylkis. Gylfi æfði með Fylkismönnum á Spáni í síðustu viku. 14. mars 2024 13:30 „Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14. mars 2024 10:34 Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46 Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals. 14. mars 2024 08:39 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Gula pressan í Englandi er þekkt fyrir að svífast einskis og fullyrða ensku götublöðin The Sun og Daily Mail það til að mynda í fyrirsögnum að Gylfi hafi hreinlega verið rekinn frá danska félaginu Lyngby, áður en hann endaði hjá Val. The Sun sagði Gylfa hafa vaknað sem atvinnulaus maður eftir að hafa verið sparkað frá Lyngby, og Daily Mail segir sömuleiðis að hann hafi verið rekinn eftir aðeins SEX MÁNUÐI og fimm leiki.Skjáskot/The Sun og Daily Mail Hið rétta er að Gylfi fékk samningi sínum við Lyngby rift fyrir löngu síðan, eða í janúar, til að geta einbeitt sér að endurhæfingu á Spáni vegna meiðsla. Þetta staðfesti Andreas Byder, framkvæmdastjóri Lyngby, á þeim tíma, ánægður með að Gylfi væri tilbúinn að fórna launum hjá félaginu á meðan hann væri meiddur. Byder sagði þá að félagið hefði gert heiðursmannasamkomulag við Gylfa um að þegar hann hefði náð sér af meiðslum kæmi hann aftur til Lyngby. Nicas Kjeldsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby, segir á heimasíðu félagsins í dag að vonir hafi staðið til þess að í búningi Lyngby næði Gylfi aftur fyrri hæðum en að þegar í ljós hafi komið að hann þyrfti meiri tíma til þess hafi hann haldið annað. Í tilkynningu Lyngby er Gylfa þakkað fyrir samfylgdina og honum óskað alls hins besta í framtíðinni, auk þess sem hann þakkar Lyngby fyrir að hafa tekið vel á móti sér. Gylfi kom til Lyngby í fyrrahaust eftir tveggja ára hlé frá fótbolta, en náði aðeins að leika sex leiki fyrir liðið og skora tvö mörk. Benda á smæð leikvangsins á Hlíðarenda Í fréttum The Sun og Daily Mail er einnig vakin athygli á því að Gylfi hafi skrifað undir hjá félagi, það er að segja Val, sem sé aðeins með 1.500 manna leikvang. Það er vissulega margfalt minni leikvangur en þeir sem Gylfi spilaði á öll sín ár í ensku úrvalsdeildinni. Þá bendir Mail á að Gylfi hafi lokið fimm ára samningi sínum hjá Everton sumarið 2022, ári eftir síðasta leik sinn fyrir félagið sem setti félagsmet með kaupum á honum fyrir 45 milljónir punda. Blaðið fjallar þó ekki frekar en aðrir breskir fjölmiðlar um ástæðu þess að Gylfi var tvö ár í burtu frá fótbolta, sem er sú að hann sætti lögreglurannsókn vegna gruns um brot á ólögráða einstaklingi. Það mál var hins vegar að lokum fellt niður og í kjölfarið sneri Gylfi aftur í fótbolta, með Lyngby og íslenska landsliðinu þar sem hann bætti markametið í október í fyrra.
Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Gylfa hafi verið tilkynnt að hann sé ekki í landsliðshópnum Gylfi Þór Sigurðsson fékk að vita á dögunum að hann verði ekki í landsliðshópi Íslands sem tilkynntur verður á morgun ef marka má fyrirliða Fylkis. Gylfi æfði með Fylkismönnum á Spáni í síðustu viku. 14. mars 2024 13:30 „Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14. mars 2024 10:34 Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46 Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals. 14. mars 2024 08:39 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Gylfa hafi verið tilkynnt að hann sé ekki í landsliðshópnum Gylfi Þór Sigurðsson fékk að vita á dögunum að hann verði ekki í landsliðshópi Íslands sem tilkynntur verður á morgun ef marka má fyrirliða Fylkis. Gylfi æfði með Fylkismönnum á Spáni í síðustu viku. 14. mars 2024 13:30
„Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14. mars 2024 10:34
Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46
Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals. 14. mars 2024 08:39
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki