Ársmiðarnir rjúka út: „Það er allt brjálað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2024 16:16 Gylfi Þór hefur hresst vel upp á ársmiðasölu á Hlíðarenda. Valur Árskort á heimaleiki hjá Val í sumar rjúka út í ljósi nýjustu tíðinda. Gylfi Þór Sigurðsson samdi við félagið í morgun. Óhætt er að segja að sala á fótboltakortum hjá Knattspyrnudeild Vals hafi tekið kipp í morgun þegar félagið kynnti um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri Vals, er með karlaliði félagsins í för í æfingaferð á Spáni og hefur unnið hörðum höndum að því að ná samningum við Gylfa síðustu daga. Hann var léttur þegar Vísir sló á þráðinn síðdegis. „Það er allt brjálað og við erum að setja sölumet í ársmiðum eins og staðan er núna. Það virðist sem mannskapurinn sé spenntur fyrir komu Gylfa. Það er auðvitað ekkert skrýtið, deildin er að fara að lyftast á næsta plan með hans komu,“ segir Styrmir. Styrmir Þór Bragason er framkvæmdastjóri Vals.Valur Valsmenn eru með afslátt á ársmiðunum sem verður í gildi næstu daga og það virðist skila sér samhliða tíðindunum. Ársmiðarnir eru á 50 prósenta afslætti og kosta því aðeins 9.500 kr. sem er töluvert lægra en sést annars staðar í Bestu deildinni. „Það er algjör metsala á kortum og rauk af stað í dag þegar tilkynnt var að Gylfi væri að koma. Við vonumst auðvitað til að sjá foreldra mæta með iðkendum á völlinn. Þetta er einstakt tækifæri.“ „Ég fékk tölur í hádeginu. Við erum að sjá tölur sem við höfum aldrei séð. Það sem við seldum fyrir hádegi í dag er á við það sem við seljum á einu ári,“ segir Styrmir. Valsmenn hefja leik í Bestu deildinni þann 7. apríl er ÍA kemur í heimsókn á Hlíðarenda og kann að vera að Gylfi þreyti frumraun sína þá. Besta deildin hefst degi fyrr með leik Víkings og Stjörnunnar. Öllu mótinu verður fylgt eftir á Vísi og allir leikir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Valur Besta deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira
Óhætt er að segja að sala á fótboltakortum hjá Knattspyrnudeild Vals hafi tekið kipp í morgun þegar félagið kynnti um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri Vals, er með karlaliði félagsins í för í æfingaferð á Spáni og hefur unnið hörðum höndum að því að ná samningum við Gylfa síðustu daga. Hann var léttur þegar Vísir sló á þráðinn síðdegis. „Það er allt brjálað og við erum að setja sölumet í ársmiðum eins og staðan er núna. Það virðist sem mannskapurinn sé spenntur fyrir komu Gylfa. Það er auðvitað ekkert skrýtið, deildin er að fara að lyftast á næsta plan með hans komu,“ segir Styrmir. Styrmir Þór Bragason er framkvæmdastjóri Vals.Valur Valsmenn eru með afslátt á ársmiðunum sem verður í gildi næstu daga og það virðist skila sér samhliða tíðindunum. Ársmiðarnir eru á 50 prósenta afslætti og kosta því aðeins 9.500 kr. sem er töluvert lægra en sést annars staðar í Bestu deildinni. „Það er algjör metsala á kortum og rauk af stað í dag þegar tilkynnt var að Gylfi væri að koma. Við vonumst auðvitað til að sjá foreldra mæta með iðkendum á völlinn. Þetta er einstakt tækifæri.“ „Ég fékk tölur í hádeginu. Við erum að sjá tölur sem við höfum aldrei séð. Það sem við seldum fyrir hádegi í dag er á við það sem við seljum á einu ári,“ segir Styrmir. Valsmenn hefja leik í Bestu deildinni þann 7. apríl er ÍA kemur í heimsókn á Hlíðarenda og kann að vera að Gylfi þreyti frumraun sína þá. Besta deildin hefst degi fyrr með leik Víkings og Stjörnunnar. Öllu mótinu verður fylgt eftir á Vísi og allir leikir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport.
Valur Besta deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira