Fimmtíu milljónir árlega í rekstur bílastæða við HÍ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. mars 2024 14:07 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar Gjaldtaka á bílastæðum við Háskóla Íslands hefst í haust. Rektor háskólans segir tilganginn að draga úr bílaumferð um svæðið og auka kostnaðarvitund starfsfólks og nemenda um bílastæðin en Háskólinn hefur borgað fimmtíu milljónir árlega fyrir rekstur stæðanna. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. Á völdum stæðum næst byggingum Háskólans verður alltaf tekið gjald líkt og verið hefur í skeifunni, svokölluðu, við Aðalbyggingu og við Gimli. Önnur stæði verða í gjaldflokki P3 og þar verður einnig tekið almennt gjald en nemendur og starfsfólk munu geta skráð bíla sína til að fá heimild til að leggja í þau stæði með mánaðarlegri áskrift upp á fimmtán hundruð krónur. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að gjaldtaka hafi verið til umræðu í árafjöld. „Við erum að huga að umhverfismálum fyrir það fyrsta, það er hérna að rísa spítali og háskólinn er að stækka og við verðum að bregðast við varðandi þessa umferð sem er að aukast mjög á Hringbrautinni. Við erum líka að horfa á það að háskólinn er að greiða talsverðan kostnað, tugi milljóna á ári í að sjá um bílastæðið.“ Rekstur bílastæðanna kostar Háskólann um fimmtíu milljónir árlega. Jón Atli segir að fólk hafi gagnrýnt Háskólaráð fyrir að skrefið sé ekki nógu stórt en þetta sé aðeins fyrsta skrefið. „Síðan í framhaldinu getum við farið í frekari aðgerðir svo þetta er fyrsta skrefið í að bregðast við þessum vanda.“ Stúdentaráð Háskóla Íslands vildi mótvægisaðgerðir og að strætókort yrðu niðurgreidd. „Því miður, fjárhagur Háskóla Íslands er þannig að við getum ekki gert það og það hefur líka áhrif á það að við tökum þetta litla skref, sem er 1500 krónur á mánuði til þess að byrja þetta, bregðast við vandanum að einhverju leyti en síðan höfum við í hyggju að halda áfram og reyna að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir fyrir stúdenta og starfsfólk svo við getum hjálpað þeim.“ Bílastæði Háskólar Reykjavík Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. Á völdum stæðum næst byggingum Háskólans verður alltaf tekið gjald líkt og verið hefur í skeifunni, svokölluðu, við Aðalbyggingu og við Gimli. Önnur stæði verða í gjaldflokki P3 og þar verður einnig tekið almennt gjald en nemendur og starfsfólk munu geta skráð bíla sína til að fá heimild til að leggja í þau stæði með mánaðarlegri áskrift upp á fimmtán hundruð krónur. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að gjaldtaka hafi verið til umræðu í árafjöld. „Við erum að huga að umhverfismálum fyrir það fyrsta, það er hérna að rísa spítali og háskólinn er að stækka og við verðum að bregðast við varðandi þessa umferð sem er að aukast mjög á Hringbrautinni. Við erum líka að horfa á það að háskólinn er að greiða talsverðan kostnað, tugi milljóna á ári í að sjá um bílastæðið.“ Rekstur bílastæðanna kostar Háskólann um fimmtíu milljónir árlega. Jón Atli segir að fólk hafi gagnrýnt Háskólaráð fyrir að skrefið sé ekki nógu stórt en þetta sé aðeins fyrsta skrefið. „Síðan í framhaldinu getum við farið í frekari aðgerðir svo þetta er fyrsta skrefið í að bregðast við þessum vanda.“ Stúdentaráð Háskóla Íslands vildi mótvægisaðgerðir og að strætókort yrðu niðurgreidd. „Því miður, fjárhagur Háskóla Íslands er þannig að við getum ekki gert það og það hefur líka áhrif á það að við tökum þetta litla skref, sem er 1500 krónur á mánuði til þess að byrja þetta, bregðast við vandanum að einhverju leyti en síðan höfum við í hyggju að halda áfram og reyna að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir fyrir stúdenta og starfsfólk svo við getum hjálpað þeim.“
Bílastæði Háskólar Reykjavík Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16