Neitar að spila fyrir enska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2024 16:45 Ben White í leik með Arsenal í Meistaradeildinni. Getty/Robbie Jay Barratt Gareth Southgate vildi velja Ben White í enska landsliðshópinn en Arsenal maðurinn vill ekki spila með landsliðinu. Southgate valdi 25 manna hóp fyrir komandi vináttulandsleiki við Brasilíu og Belgíu og White er skiljanlega ekki í hópnum. Jarrad Branthwaite hjá Everton og Anthony Gordon hjá Newcastle eru aftur á móti í hópnum í fyrsta sinn. Bakverðirnir Kieran Trippier, Trent Alexander-Arnold og Reece James eru allir að glíma við meiðsli og því hefði vissulega verið þörf fyrir White í hópnum. England coach Southgate: We had a call from Arsenal last week to say that Ben White didn t want to be considered for England squads . pic.twitter.com/tZbqsF1H5i— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 14, 2024 White var í HM-hópnum fyrir mótið í Katar árið 2022 en yfirgaf hópinn vegna persónulegra ástæðna. Sögusagnir voru um rifrildi milli hans og landsliðsþjálfarans Southgate og aðstoðarmanns hans Steve Holland. „Ég og John McDermott, fengum símtal frá Edu [yfirmanni knattspyrnumála hjá Arsemal] í síðustu viku og hann tjáði okkur að Ben vildi ekki vera valinn í enska landsliðið að þessu sinni,“ sagði Gareth Southgate á blaðamannafundi. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er það mikil synd. Hann er leikmaður sem ég er virkilega hrifinn af. Hann fór með okkur á EM þegar hann var hjá Brighton og við völdum hann líka í HM-hópinn,“ sagði Southgate. „Ég talaði við hann eftir HM í Katar af því að ég vildi velja hann aftur í hópinn en hann var þá hikandi. Ég veit ekki alveg af hverju en ég verð að virða það. Ég vil samt halda dyrunum opnum fyrir hann því hann er góður leikmaður. Ég tel að hann sé leikmaður sem geti skipt máli fyrir enska landsliðið,“ sagði Southgate. Þessar fréttir berast af Ben White í sömu viku og hann framlengdi samning sinn við Arsenal til ársins 2028. Gareth Southgate says Ben White did not want to be considered for his England squad pic.twitter.com/pF8Lq1Klo9— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 14, 2024 Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Southgate valdi 25 manna hóp fyrir komandi vináttulandsleiki við Brasilíu og Belgíu og White er skiljanlega ekki í hópnum. Jarrad Branthwaite hjá Everton og Anthony Gordon hjá Newcastle eru aftur á móti í hópnum í fyrsta sinn. Bakverðirnir Kieran Trippier, Trent Alexander-Arnold og Reece James eru allir að glíma við meiðsli og því hefði vissulega verið þörf fyrir White í hópnum. England coach Southgate: We had a call from Arsenal last week to say that Ben White didn t want to be considered for England squads . pic.twitter.com/tZbqsF1H5i— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 14, 2024 White var í HM-hópnum fyrir mótið í Katar árið 2022 en yfirgaf hópinn vegna persónulegra ástæðna. Sögusagnir voru um rifrildi milli hans og landsliðsþjálfarans Southgate og aðstoðarmanns hans Steve Holland. „Ég og John McDermott, fengum símtal frá Edu [yfirmanni knattspyrnumála hjá Arsemal] í síðustu viku og hann tjáði okkur að Ben vildi ekki vera valinn í enska landsliðið að þessu sinni,“ sagði Gareth Southgate á blaðamannafundi. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er það mikil synd. Hann er leikmaður sem ég er virkilega hrifinn af. Hann fór með okkur á EM þegar hann var hjá Brighton og við völdum hann líka í HM-hópinn,“ sagði Southgate. „Ég talaði við hann eftir HM í Katar af því að ég vildi velja hann aftur í hópinn en hann var þá hikandi. Ég veit ekki alveg af hverju en ég verð að virða það. Ég vil samt halda dyrunum opnum fyrir hann því hann er góður leikmaður. Ég tel að hann sé leikmaður sem geti skipt máli fyrir enska landsliðið,“ sagði Southgate. Þessar fréttir berast af Ben White í sömu viku og hann framlengdi samning sinn við Arsenal til ársins 2028. Gareth Southgate says Ben White did not want to be considered for his England squad pic.twitter.com/pF8Lq1Klo9— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 14, 2024
Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira