Þorðu ekki að setja út á skipstjórann vegna þrúgandi andrúmslofts Jón Þór Stefánsson skrifar 16. mars 2024 15:01 Mynd frá vinnu við forfæringar á Wilson Skaw. LHG Þrúgandi vinnustaðamenning var ríkjandi á flutningaskipinu Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í apríl á síðasta ári. Áhöfn skipsins setti ekki spurningamerki við ákvarðanir skipstjórans sem hafði ekki áhuga á að leita aðstoðar hjá heimamönnum sem þekkja vel aðstæður á siglingarleiðinni. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um strandið. Í skipinu voru tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 þúsund lítrar af olíu. Talsverðar skemmdir urðu á skipskrokkinum þegar Wilson Skaw strandaði á kletti í sjónum. Skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur, en í skýrslunni kemur fram að skipstjórinn hafi haft aðgang að gögnum þar sem skýrt kemur fram að við siglingu á leiðinni þurfi að leita aðstoðar hjá heimamönnum. Haft er eftir honum í skýrslunni að hann hafi ekki séð ástæðu til að treysta á vitneskju heimamanna, heldur hafi hann reytt á rafræn líkön. „Það er ekki praktískt að leita ráða hjá heimamönnum, hvaðan kemur þeirra vitneskja? Ég treysti líkönunum.“ Í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir að íslensk stjórnvöld eigi að hafa aðgengilegan lista um hafnsögu- og leiðsögumenn sem þekkja tiltekin hafsvæði. Enginn formlegur listi hafi þó verið til þegar strandið átti sér stað. Líkön sem byggði á 75 ára gömlum gögnum Um umrædd líkön segir í skýrslunni að þau byggi fyrst og fremst á dönskum líkönum frá árinu 1948. Þá segir að sá sem notist við líkön sem þessi eigi að vera meðvitaður um takmarkanir þess. Strandið átti sér stað á svokölluðu D-svæði í líkaninu, sem er þýðir að litlar upplýsingar séu um fjarlægð við hafsbotn. Besti flokkurinn er A1 sem gefur fimm metra í skekkjumörk, næst besti flokkurinn er A2 sem gefur tuttugu metra í skekkjumörk, síðan kemur B sem gefur fimmtíu metra, og svo C sem gefur 500 metra í skekkjumörk. Þar á eftir er D sem er hreinlega skilgreint þannig að það sé verra en C. D er næst versta eininginn. U er líka til, en það þýðir að engar upplýsingar séu til um svæðið. „Sá berstur að taka ekki eftir eða hunsa að þessi hluti ferðarinnar væri á svæði D, þar sem dýptin var einungis tíu metrar, skapaði alvarlegan öryggisvanda,“ segir í skýrslunni. Verða að geta haft skoðun Tíu manna áhöfn skipsins var af erlendum uppruna, þrír voru frá Póllandi og sjö frá Filipseyjum. Í skýrslunni segir að erfitt sé að meta áhrif þess að meðlimir áhafnarinnar séu af ólíkum uppruna. Líkt og áður segir hafi verið þrúgandi andrúmsloft á vinnustaðnum, en í skýrslunni er meðal annars tekið fram að skipstjórinn hafi fengið boð um áfallahjálp fyrir áhöfnina, en hafnað því að fá hana. Þá hafi hann viljað spara tíma og eldsneyti og beðið um að fara styttri leið. „Þegar siglingarleið er ákveðin verða skipverjar að geta haft skoðun á þeirri leið sem er fyrir valinu. Þeir verða að hafa færi á að setja spurningamerki við skoðanir hvers annars og meta hvort öryggiskröfum sé mætt eða ekki,“ segir í skýrslunni. Strand Wilson Skaw Sjávarútvegur Skipaflutningar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um strandið. Í skipinu voru tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 þúsund lítrar af olíu. Talsverðar skemmdir urðu á skipskrokkinum þegar Wilson Skaw strandaði á kletti í sjónum. Skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur, en í skýrslunni kemur fram að skipstjórinn hafi haft aðgang að gögnum þar sem skýrt kemur fram að við siglingu á leiðinni þurfi að leita aðstoðar hjá heimamönnum. Haft er eftir honum í skýrslunni að hann hafi ekki séð ástæðu til að treysta á vitneskju heimamanna, heldur hafi hann reytt á rafræn líkön. „Það er ekki praktískt að leita ráða hjá heimamönnum, hvaðan kemur þeirra vitneskja? Ég treysti líkönunum.“ Í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir að íslensk stjórnvöld eigi að hafa aðgengilegan lista um hafnsögu- og leiðsögumenn sem þekkja tiltekin hafsvæði. Enginn formlegur listi hafi þó verið til þegar strandið átti sér stað. Líkön sem byggði á 75 ára gömlum gögnum Um umrædd líkön segir í skýrslunni að þau byggi fyrst og fremst á dönskum líkönum frá árinu 1948. Þá segir að sá sem notist við líkön sem þessi eigi að vera meðvitaður um takmarkanir þess. Strandið átti sér stað á svokölluðu D-svæði í líkaninu, sem er þýðir að litlar upplýsingar séu um fjarlægð við hafsbotn. Besti flokkurinn er A1 sem gefur fimm metra í skekkjumörk, næst besti flokkurinn er A2 sem gefur tuttugu metra í skekkjumörk, síðan kemur B sem gefur fimmtíu metra, og svo C sem gefur 500 metra í skekkjumörk. Þar á eftir er D sem er hreinlega skilgreint þannig að það sé verra en C. D er næst versta eininginn. U er líka til, en það þýðir að engar upplýsingar séu til um svæðið. „Sá berstur að taka ekki eftir eða hunsa að þessi hluti ferðarinnar væri á svæði D, þar sem dýptin var einungis tíu metrar, skapaði alvarlegan öryggisvanda,“ segir í skýrslunni. Verða að geta haft skoðun Tíu manna áhöfn skipsins var af erlendum uppruna, þrír voru frá Póllandi og sjö frá Filipseyjum. Í skýrslunni segir að erfitt sé að meta áhrif þess að meðlimir áhafnarinnar séu af ólíkum uppruna. Líkt og áður segir hafi verið þrúgandi andrúmsloft á vinnustaðnum, en í skýrslunni er meðal annars tekið fram að skipstjórinn hafi fengið boð um áfallahjálp fyrir áhöfnina, en hafnað því að fá hana. Þá hafi hann viljað spara tíma og eldsneyti og beðið um að fara styttri leið. „Þegar siglingarleið er ákveðin verða skipverjar að geta haft skoðun á þeirri leið sem er fyrir valinu. Þeir verða að hafa færi á að setja spurningamerki við skoðanir hvers annars og meta hvort öryggiskröfum sé mætt eða ekki,“ segir í skýrslunni.
Strand Wilson Skaw Sjávarútvegur Skipaflutningar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Sjá meira