Innlent

Bein út­sending: Blaða­manna­fundur Höllu Tómas­dóttur

Atli Ísleifsson skrifar
Blaðamannafundur Höllu Tómasdóttur hefst klukkan 12.
Blaðamannafundur Höllu Tómasdóttur hefst klukkan 12. Vísir/Vilhelm/Halla

Blaðamannafundur sem Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forstjóri B Team, hefur boðað til hefst í Grósku í Vatnsmýri klukkan 12 í dag.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan en reiknað er með að Halla muni þar tilkynna um framboð sitt til forseta Íslands.

Halla bauð sig einnig fram til forseta Íslands árið 2016 og hlaut þá næstflest atkvæði, eða tæp 28 prósent. Guðni Th. Jóhannesson hlaut þá flest atkvæði, eða rúmlega 39 prósent, og var kjörinn forseti. Hann tilkynnti í nýársávarpi sínu á Nýársdag að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og er því ljóst að sjöundi forseti lýðveldisins verði kjörinn í kosningum sem fram fara 1. júní.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Halla hefur starfað sem forstjóri B Team sem starfar á heimsvísu að því markmiði að leiða umbreytingu í viðskipta- og stjórnunarháttum í átt til betra samfélags. Samtökin voru stofnuð af Richard Branson, stofnanda Virgin Group, og Jochen Zeitz, fyrrverandi forstjóra Puma.

Á ferli sínum hefur Halla meðal annars unnið hjá stórfyrirtækjum á borð við Pepsi og M&M/Mars, tekið virkan þátt í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og leitt verkefnið Auður í krafti kvenna. Hún var annar stofnenda Auðar Capital og einn stofnenda Mauraþúfunnar sem hélt Þjóðfund árið 2009.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×