Refsing fótboltamannsins staðfest Árni Sæberg skrifar 15. mars 2024 15:59 Landsréttur staðfesti dóm yfir manninum í dag. Vísir/Vilhelm Þriggja ára fangelsisrefsing Demetrius Allen, bandarísks karlmanns sem leikið hefur amerískan fótbolta hér á landi, fyrir nauðgun hefur verið staðfest. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm yfir Allen í dag. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun fyrir að hafa í bifreið án samþykkis og með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við konu. Hann hafi þvingaði hana til að hafa við sig munmök með því að ýta höfði hennar ítrekað niður að getnaðarlim sínum og skeytt því engu þótt hún berðist á móti, segði honum að hætta og kastaði upp. Þá hafi hann í kjölfarið haft samfarir við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún var illa áttuð og gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa kannabisefna. Ítarlega var fyrir yfir málsatvik þegar dómur féll í héraði. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum í fréttinni hér að neðan: Sem áður segir var Allen dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 3. mars 2023 kemur til frádráttar. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í skaðabætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,9 milljónir króna. Þar af málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 1,9 milljónir króna. Gekkst við því að hafa sagt ósatt fyrir dómi Í dómi Landsréttar segir að konan hafi fyrir Landsrétti viljað leiðrétta framburð sinn fyrir héraðsdómi. Hún hafi ranglega greint frá því að vitni, sem leigði herbergi heima hjá henni, hefði verið á heimili hennar á nýársnótt. Hún hafi beðið vitnið um að bera rangt um þetta atriði, auk þess sem hún hafi ekki sagt rétt til um það herbergi þar sem þau maðurinn höfðu kynferðismök þá nótt. Óumdeilt var í málinu að þau hefðu sofið saman, með samþykki beggja, nóttina fyrir atvik sem málið varðar. Í dóminum segir að eðli máls samkvæmt hafi vitnisburður brotaþola og mat á trúverðugleika hans mikið vægi við sönnunarmat um ætlað brot mannsins. Niðurstaða um sekt eða sýknu ráðist þó ekki af þeim vitnisburði einum og sér heldur verði að virða hann í ljósi annarra gagna málsins, þar með talið framburðar ákærða og vitna. Óttaðist afskipti barnaverndaryfirvalda Þá sé til þess að líta að þau atriði sem konan bar rangt um varði ekki sakarefni málsins en lutu að því sem átti sér stað nóttina áður en þau atvik urðu sem ákæra tekur til. Konan hafi gefið þá skýringu á frásögn sinni fyrir héraðsdómi að hún hafi óttast afskipti barnaverndaryfirvalda ef uppvíst yrði að hún hefði skilið börnin ein eftir heima og vitnið hafi borið á sama veg. Að því virtu og með hliðsjón af skýringum konunnar, sem rétturinn meti trúverðugar, þyki mega álykta að það sé ekki til þess fallið að rýra sönnunargildi framburðar hennar í málinu svo þýðingu hafi þótt hún hafi ekki greint rétt frá atvikum að þessu leyti fyrir héraðsdómi Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm yfir Allen í dag. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun fyrir að hafa í bifreið án samþykkis og með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við konu. Hann hafi þvingaði hana til að hafa við sig munmök með því að ýta höfði hennar ítrekað niður að getnaðarlim sínum og skeytt því engu þótt hún berðist á móti, segði honum að hætta og kastaði upp. Þá hafi hann í kjölfarið haft samfarir við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún var illa áttuð og gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa kannabisefna. Ítarlega var fyrir yfir málsatvik þegar dómur féll í héraði. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum í fréttinni hér að neðan: Sem áður segir var Allen dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 3. mars 2023 kemur til frádráttar. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í skaðabætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,9 milljónir króna. Þar af málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 1,9 milljónir króna. Gekkst við því að hafa sagt ósatt fyrir dómi Í dómi Landsréttar segir að konan hafi fyrir Landsrétti viljað leiðrétta framburð sinn fyrir héraðsdómi. Hún hafi ranglega greint frá því að vitni, sem leigði herbergi heima hjá henni, hefði verið á heimili hennar á nýársnótt. Hún hafi beðið vitnið um að bera rangt um þetta atriði, auk þess sem hún hafi ekki sagt rétt til um það herbergi þar sem þau maðurinn höfðu kynferðismök þá nótt. Óumdeilt var í málinu að þau hefðu sofið saman, með samþykki beggja, nóttina fyrir atvik sem málið varðar. Í dóminum segir að eðli máls samkvæmt hafi vitnisburður brotaþola og mat á trúverðugleika hans mikið vægi við sönnunarmat um ætlað brot mannsins. Niðurstaða um sekt eða sýknu ráðist þó ekki af þeim vitnisburði einum og sér heldur verði að virða hann í ljósi annarra gagna málsins, þar með talið framburðar ákærða og vitna. Óttaðist afskipti barnaverndaryfirvalda Þá sé til þess að líta að þau atriði sem konan bar rangt um varði ekki sakarefni málsins en lutu að því sem átti sér stað nóttina áður en þau atvik urðu sem ákæra tekur til. Konan hafi gefið þá skýringu á frásögn sinni fyrir héraðsdómi að hún hafi óttast afskipti barnaverndaryfirvalda ef uppvíst yrði að hún hefði skilið börnin ein eftir heima og vitnið hafi borið á sama veg. Að því virtu og með hliðsjón af skýringum konunnar, sem rétturinn meti trúverðugar, þyki mega álykta að það sé ekki til þess fallið að rýra sönnunargildi framburðar hennar í málinu svo þýðingu hafi þótt hún hafi ekki greint rétt frá atvikum að þessu leyti fyrir héraðsdómi
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira