Segir son sinn hafa beitt konur ofbeldi í mörg ár Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2024 10:30 Móðir Jerome Boateng fer ekki fögrum orðum um son sinn í tölvupósti sem Der Spiegel hefur undir höndunum. Martin Rose/Getty Images Móðir þýska knattspyrnumannsins Jerome Boateng segir að leikmaðurinn, sem var dæmdur fyrir heimilisofbeldi árið 2021, hafi beitt konur andlegu og líkamlegu ofbeldi í mörg ár. Árið 2021 var Boateng dæmdur fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni, Sherin Senler. Upphaflega var honum gert að greiða dagsektir upp á 30 þúsund evrur í 60 daga, en ári síðar var dómnum breytt og hann þurfti að greiða 10 þýsund evrur á dag í 120 daga, samtals 1,2 milljónir evra sam samsvarar um 179 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Nú fjallar þýski miðillinn Der Spiegel hins vegar um annað mál að hendur Boateng þar sem hann er sakaður um ofbeldi gegn annarri fyrrverandi kærustu. Sú hét Kasia Lenhardt, en hún tók sitt eigið líf þann 9. febrúar árið 2021. Þegar andlát Kasiu Lenhardt var rannsakað fundust yfir 25 klukkustundir af hljóðupptökum á síma hennar sem hún hafði notað mánuðina fyrir andlátið. Þær upptökur styðja við ásakanir á hendur Boateng og lögfræðingur í Berlín staðfestir einnig í samtali við Der Spiegel að Lenhardt hafi ætlað sér að leggja fram kæru á hendur Boateng fyrir líkamsmeiðingar stuttu áður en hún tók sitt eigið líf. 🗣️ Jerome Boateng’s mother: "My son has been mentally and physically abusing women for years, now Kasia Lenhardt has taken his own life and he still doesn't want to face the consequences for his behavior." [@derspiegel] pic.twitter.com/wmbmxGY3qt— SimplyGoal (@SimplyGoal) March 15, 2024 Þá segist þýski miðillinn einnig hafa undir höndum tölvupóstsamskipti móður Boatengs og þýsks lögfræðings þar sem móðir hans, Martina Boateng, segir að sonur sinn hafi lengi stundað það að beita konur ofbeldi. „Sonur minn hefur beitt konur bæði líkamnlegu og andlegu ofbeldi í mörg ár. Nú er Kasia Lenhardt búin að taka eigið líf en hann vill enn ekki horfast í augu við afleiðingar hegðunnar sinnar,“ segir í tölvupósti móður Boatengs. Der Spiegel greinir einnig frá því að miðillinn hafi skilaboð undir höndunum sem ná alla leið til ársins 2019 þar sem Lenhardt sakar Boateng um ofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að Lenhardt sakar knattspyrnumanninn um að hafa nánast brotið á sér þumalinn og að hafa kastað glösum í átt að sér, ásamt myndum af ýmsum áverkum. Boateng á að baki 76 leiki fyrir þýska landsliðið og varð heimsmeistari með Þjóðverjum árið 2014. Hann leikur í dag með ítalska liðinu Salernitana, en varð á sínum tíma enskur bikarmeistari með Manchester City áður en hann gekk í raðir Bayern München þar sem hann vann þýsku deildina níu sinnum og Meistaradeild Evrópu í tvígang. Heimilisofbeldi Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Árið 2021 var Boateng dæmdur fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni, Sherin Senler. Upphaflega var honum gert að greiða dagsektir upp á 30 þúsund evrur í 60 daga, en ári síðar var dómnum breytt og hann þurfti að greiða 10 þýsund evrur á dag í 120 daga, samtals 1,2 milljónir evra sam samsvarar um 179 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Nú fjallar þýski miðillinn Der Spiegel hins vegar um annað mál að hendur Boateng þar sem hann er sakaður um ofbeldi gegn annarri fyrrverandi kærustu. Sú hét Kasia Lenhardt, en hún tók sitt eigið líf þann 9. febrúar árið 2021. Þegar andlát Kasiu Lenhardt var rannsakað fundust yfir 25 klukkustundir af hljóðupptökum á síma hennar sem hún hafði notað mánuðina fyrir andlátið. Þær upptökur styðja við ásakanir á hendur Boateng og lögfræðingur í Berlín staðfestir einnig í samtali við Der Spiegel að Lenhardt hafi ætlað sér að leggja fram kæru á hendur Boateng fyrir líkamsmeiðingar stuttu áður en hún tók sitt eigið líf. 🗣️ Jerome Boateng’s mother: "My son has been mentally and physically abusing women for years, now Kasia Lenhardt has taken his own life and he still doesn't want to face the consequences for his behavior." [@derspiegel] pic.twitter.com/wmbmxGY3qt— SimplyGoal (@SimplyGoal) March 15, 2024 Þá segist þýski miðillinn einnig hafa undir höndum tölvupóstsamskipti móður Boatengs og þýsks lögfræðings þar sem móðir hans, Martina Boateng, segir að sonur sinn hafi lengi stundað það að beita konur ofbeldi. „Sonur minn hefur beitt konur bæði líkamnlegu og andlegu ofbeldi í mörg ár. Nú er Kasia Lenhardt búin að taka eigið líf en hann vill enn ekki horfast í augu við afleiðingar hegðunnar sinnar,“ segir í tölvupósti móður Boatengs. Der Spiegel greinir einnig frá því að miðillinn hafi skilaboð undir höndunum sem ná alla leið til ársins 2019 þar sem Lenhardt sakar Boateng um ofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að Lenhardt sakar knattspyrnumanninn um að hafa nánast brotið á sér þumalinn og að hafa kastað glösum í átt að sér, ásamt myndum af ýmsum áverkum. Boateng á að baki 76 leiki fyrir þýska landsliðið og varð heimsmeistari með Þjóðverjum árið 2014. Hann leikur í dag með ítalska liðinu Salernitana, en varð á sínum tíma enskur bikarmeistari með Manchester City áður en hann gekk í raðir Bayern München þar sem hann vann þýsku deildina níu sinnum og Meistaradeild Evrópu í tvígang.
Heimilisofbeldi Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira