Fyrsti sigur Burnley síðan á Þorláksmessu Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 17:05 David Fofana fagnar marki sínu í dag ásamt liðsfélögum og stuðningsmönnum Burnley. Vísir/Getty Burnley vann í dag sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári þegar liðið lagði Brentford á heimavelli. Þá krækti Luton Town í mikilvægt stig í fallbaráttunni. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í byrjunarliðinu hjá Burnley sem tók á móti Brentford á heimavelli sínum. Strax á 9. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar Sergio Reguilon fékk rauða spjaldið í liði gestanna fyrir brot á Vitinho sem var sloppinn einn í gegnum vörn Brentford. Einhvern veginn fór atvikið framhjá dómaranum Darren Bond en VAR tók í taumana, dæmdi víti og Reguilon var rekinn útaf. Jakob Bruun Larsen tók vítaspyrnuna og skoraði af öryggi. Gestirnir svo sannarlega komnir í brekku. Sergio Reguilon fékk rautt spjald fyrir þetta brot á Vitinho.Vísir/Getty Staðan í hálfleik var 1-0 en á 62. mínútu skoraði David Fofana annað mark heimamanna og kom Burnley í 2-0. Á 84. mínútu tókst gestunum að minnka muninn þegar Kristoffer Ajer skoraði með skalla og leikurinn galopinn. Brentford hafði þá nýverið gert þrefalda skiptingu, þar á meðal var Bryan Mbuemo sem spilaði þar sem sinn fyrsta leik síðan 6. desember. Brentford tókst að koma boltanum í netið á lokasekúndum leiksins en markið var réttilega dæmt af þar sem brotið var á Arijanet Muric markverði Burnley. 2-1 urðu lokatölur leiksins en þetta er fyrsti sigur Burnley í deildinni síðan á Þorláksmessu. Liðið er nú átta stigum frá öruggu sæti í deildinni. Jóhann Berg kom ekkert við sögu í leiknum. Luton jafnaði á ögurstundu Luton Town tók á móti liði Nottingham Forest á heimavelli sínum í útjaðri Lundúna. Hinn ólseigi Chris Wood kom gestunum í Forest yfir á 34. mínútu eftir sendingu Morgan Gibbs-White og staðan í hálfleik var 1-0. Heimamenn settu pressu á lið Forest í síðari hálfleiknum en virtust ekkert sérlega líklegir til að jafna metin. Það gerðu þeir þó þegar komið var fram á lokamínútu leiksins. Luke Berry skoraði þá með skoti úr teignum eftir hornspyrnu og tryggði Luton Town mikilvægt stig í fallbaráttu ensku deildarinnar. Luton er í 18. sæti og tekst með stiginu að koma í veg fyrir að Nottingham Forest fari sex stigum fram úr þeim í töflunni. Arnór í leik með liði Blackburn.Nick Potts/PA Images via Getty Images Í ensku Championship-deildinni var Arnór Sigurðsson í byrjunarliði Blackburn sem gerði markalaust jafntefli gegn Middlesbrough á útivelli. Arnór var tekinn af velli á 66. mínútu en Blackburn er í 17. sæti deildarinnar og aðeins þremur stigum fyrir ofan Huddersfield sem er í fallsæti. Þá var Jón Daði Böðvarsson í byrjunarliði Bolton sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Derby County í þriðju efstu deild. Jón Daði var tekinn af velli á 77. mínútu og aðeins mínútu síðar skoraði Derby eina mark leiksins. Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í næst efstu deild. Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í byrjunarliðinu hjá Burnley sem tók á móti Brentford á heimavelli sínum. Strax á 9. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar Sergio Reguilon fékk rauða spjaldið í liði gestanna fyrir brot á Vitinho sem var sloppinn einn í gegnum vörn Brentford. Einhvern veginn fór atvikið framhjá dómaranum Darren Bond en VAR tók í taumana, dæmdi víti og Reguilon var rekinn útaf. Jakob Bruun Larsen tók vítaspyrnuna og skoraði af öryggi. Gestirnir svo sannarlega komnir í brekku. Sergio Reguilon fékk rautt spjald fyrir þetta brot á Vitinho.Vísir/Getty Staðan í hálfleik var 1-0 en á 62. mínútu skoraði David Fofana annað mark heimamanna og kom Burnley í 2-0. Á 84. mínútu tókst gestunum að minnka muninn þegar Kristoffer Ajer skoraði með skalla og leikurinn galopinn. Brentford hafði þá nýverið gert þrefalda skiptingu, þar á meðal var Bryan Mbuemo sem spilaði þar sem sinn fyrsta leik síðan 6. desember. Brentford tókst að koma boltanum í netið á lokasekúndum leiksins en markið var réttilega dæmt af þar sem brotið var á Arijanet Muric markverði Burnley. 2-1 urðu lokatölur leiksins en þetta er fyrsti sigur Burnley í deildinni síðan á Þorláksmessu. Liðið er nú átta stigum frá öruggu sæti í deildinni. Jóhann Berg kom ekkert við sögu í leiknum. Luton jafnaði á ögurstundu Luton Town tók á móti liði Nottingham Forest á heimavelli sínum í útjaðri Lundúna. Hinn ólseigi Chris Wood kom gestunum í Forest yfir á 34. mínútu eftir sendingu Morgan Gibbs-White og staðan í hálfleik var 1-0. Heimamenn settu pressu á lið Forest í síðari hálfleiknum en virtust ekkert sérlega líklegir til að jafna metin. Það gerðu þeir þó þegar komið var fram á lokamínútu leiksins. Luke Berry skoraði þá með skoti úr teignum eftir hornspyrnu og tryggði Luton Town mikilvægt stig í fallbaráttu ensku deildarinnar. Luton er í 18. sæti og tekst með stiginu að koma í veg fyrir að Nottingham Forest fari sex stigum fram úr þeim í töflunni. Arnór í leik með liði Blackburn.Nick Potts/PA Images via Getty Images Í ensku Championship-deildinni var Arnór Sigurðsson í byrjunarliði Blackburn sem gerði markalaust jafntefli gegn Middlesbrough á útivelli. Arnór var tekinn af velli á 66. mínútu en Blackburn er í 17. sæti deildarinnar og aðeins þremur stigum fyrir ofan Huddersfield sem er í fallsæti. Þá var Jón Daði Böðvarsson í byrjunarliði Bolton sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Derby County í þriðju efstu deild. Jón Daði var tekinn af velli á 77. mínútu og aðeins mínútu síðar skoraði Derby eina mark leiksins. Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í næst efstu deild.
Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira