Gerir ráð fyrir löndun í Grindavík á morgun Margrét Björk Jónsdóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 17. mars 2024 12:41 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður. Vísir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segist ekki sjá ástæðu til annars en að halda sig við áætlanir um löndun inni í Grindavík á morgun. Hann skynji bjartsýni meðal bæjarbúa og segir bjarta framtíð framundan. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, varðstjóra lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem þeir voru staddir við Suðurstrandarveg. Hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi er í um 400 metra fjarlægð frá veginum en vegna þess hve hægt rennslið er, segist Hjálmar ekki gera ráð fyrir að vegurinn fari í sundur. Varnargarðar voru reistur fyrir ofan veginn fyrir nokkrum vikum og segir Hjálmar ljóst að þeir hafi virkað mjög vel. „Það var svolítið áhlaup á þá sem voru hér á staðnum í nótt, en þeir hafa haldið og beint þessu út, en það hefur hægst á þessu. Þeir bara svínvirka þessir garðar.“ En ef þeir hefðu ekki verið komnir upp? „Miðað við það sem við erum að sjá núna hefði hesthúsahverfið verið farið undir hraun og efri byggðin. Það er klárt mál að þeir eru að bjarga byggðinni, þessir garðar.“ Öryggistilfinning innan varnargarðanna Grindvíkingar og í raun öll þjóðin hafa beðið með öndina í hálsinum um hvar upptök eldgossins kæmi upp. Ljóst er að upptökin hefðu geta orðið mun nær byggð en Hjálmar segir að staðsetningin núna sé nokkuð heppileg. „Þetta er akkúrat þar sem menn voru búnir að spá að myndi gerast með skömmum fyrirvara. Garðarnir virka og þetta hefur engin áhrif inni í Grindavík. Ég geri ráð fyrir að það verði löndun í Grindavík á morgun, veit ekki til þess að það sé ástæða til að falla frá því eins og staðan er núna.“ Þá segir Hjálmar að meiri bjartsýni gæti nú hjá íbúum bæjarins en áður. „Menn tala um að með haustinu verði þessu hreinlega lokið. Ég ætla bara að vona að það standist. Menn eru alveg bjartsýnir. Aðalatriði er að þessir garðar eru að verja Grindavík og maður fær öryggistilfinningu innan garðanna. Það er bara björt framtíð, við ætlum að lifa með þessu og verðum bara að vonast til að þessu ljúki fyrr en seinna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, varðstjóra lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem þeir voru staddir við Suðurstrandarveg. Hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi er í um 400 metra fjarlægð frá veginum en vegna þess hve hægt rennslið er, segist Hjálmar ekki gera ráð fyrir að vegurinn fari í sundur. Varnargarðar voru reistur fyrir ofan veginn fyrir nokkrum vikum og segir Hjálmar ljóst að þeir hafi virkað mjög vel. „Það var svolítið áhlaup á þá sem voru hér á staðnum í nótt, en þeir hafa haldið og beint þessu út, en það hefur hægst á þessu. Þeir bara svínvirka þessir garðar.“ En ef þeir hefðu ekki verið komnir upp? „Miðað við það sem við erum að sjá núna hefði hesthúsahverfið verið farið undir hraun og efri byggðin. Það er klárt mál að þeir eru að bjarga byggðinni, þessir garðar.“ Öryggistilfinning innan varnargarðanna Grindvíkingar og í raun öll þjóðin hafa beðið með öndina í hálsinum um hvar upptök eldgossins kæmi upp. Ljóst er að upptökin hefðu geta orðið mun nær byggð en Hjálmar segir að staðsetningin núna sé nokkuð heppileg. „Þetta er akkúrat þar sem menn voru búnir að spá að myndi gerast með skömmum fyrirvara. Garðarnir virka og þetta hefur engin áhrif inni í Grindavík. Ég geri ráð fyrir að það verði löndun í Grindavík á morgun, veit ekki til þess að það sé ástæða til að falla frá því eins og staðan er núna.“ Þá segir Hjálmar að meiri bjartsýni gæti nú hjá íbúum bæjarins en áður. „Menn tala um að með haustinu verði þessu hreinlega lokið. Ég ætla bara að vona að það standist. Menn eru alveg bjartsýnir. Aðalatriði er að þessir garðar eru að verja Grindavík og maður fær öryggistilfinningu innan garðanna. Það er bara björt framtíð, við ætlum að lifa með þessu og verðum bara að vonast til að þessu ljúki fyrr en seinna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira