Fádæma óheppni Kolbeins: „Hallaði mér alveg utan í vælubílinn“ Aron Guðmundsson skrifar 18. mars 2024 09:00 Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, hefur þurft að sætta sig við að beita vinstri hendi sinni mun meira en hann er vanur Vísir/Rúnar Kolbeinn Kristinsson, eini atvinnumaður okkar Íslendinga í hnefaleikum hefur verið einstaklega óheppinn undanfarna mánuði. Þrátt fyrir skakkaföll eru draumar hans í hnefaleikum enn til staðar. Kolbeinn ætlar sér að verða heimsmeistari. „Ég átti að berjast 2.desember undir lok síðasta árs. En tíu dögum fyrir bardagann brýt ég baugfingurs beinið á hægri hendi, þurfti að fara í aðgerð í kjölfarið og vera í gifsi í sex vikur. Svo var ég kominn á fullt aftur, kominn með annan bardaga sem átti að fram þann 9.mars síðastliðinn,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. „En viti menn, tíu dögum fyrir þann bardaga braut ég bein í löngutöng hægri handar. Það má sem sagt rekja til eftirkvilla af aðgerðinni sem ég fór í. Því er ég kominn aftur í gifs og er búinn að vera með það á mér núna í að verða þrjár vikur.“ Kolbeinn hitti sérfræðing á fimmtudaginn í síðustu viku sem lagði honum línurnar. „Hann sagði mér að fyrir alla aðra í heiminum væri beinið bara gróið. En fyrir mig vildi hann hafa mig í gifsi í tvær vikur í viðbót til þess að leyfa þessu að gróa. Svo að ég myndi ekki skemma á mér höndina. Halda aðeins aftur af mér. „Fyrir alla nema þig er þetta nógu gott,“ sagði hann við mig.“ Það eru væntanlega nógu skýr fyrirmæli til þín til þess að vera ekki að þjösnast á þessu af óþarfa? „Já ég vissi alveg upp á mig sökina þarna. Vissi að ég myndi þá bara skemma höndina aftur ef ég myndi ekki slaka aðeins á. Það er flott að hafa einhverja gáfaðari með sér í liði til þess að hafa vit fyrir manni.“ Kolbeinn viðurkennir að hafa hallað sér utan í vælubílinn í einn dag. „En svo er það bara áfram gakk. Svona lagað gerist. Maður verður bara að horfa á þetta sem tækifæri. Núna fæ ég tækifæri til þess að vinna í ákveðnum hlutum sem eru kannski aukatriði þegar að maður hefur báðar hendur til að vinna með inn í hringnum. Ég nýti þetta bara til þess að verða betri í þeim hlutum.“ Vísir/Rúnar Og Kolbeinn horfir björtum augum fram á við. Hann á sér stóra drauma, þann stærsta sem atvinnumaður í hnefaleikum getur átt. „Maður vill bara bara verða heimsmeistari. Það er takmarkið, alveg hundrað prósent. Ég sé ekkert sem kemur í veg fyrir að ég nái að uppfylla þann draum minn. Eiginleikar, dugnaður og allt það. Það er allt til staðar nema tækifærin. Mig vantar þau. Maður er bara að reyna þvinga þau fram sjálfur. Ég hef fulla trú á þessu. Það er bara fulla ferð áfram. Vonandi fæ ég bardaga í maí næstkomandi og get svo tekið restina af árinu með trompi. Reyna að ná fimm bardögum og komast í top mixið í þungavigtinni. Reyna svo að fá risabardaga á næsta ári.“ Box Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
„Ég átti að berjast 2.desember undir lok síðasta árs. En tíu dögum fyrir bardagann brýt ég baugfingurs beinið á hægri hendi, þurfti að fara í aðgerð í kjölfarið og vera í gifsi í sex vikur. Svo var ég kominn á fullt aftur, kominn með annan bardaga sem átti að fram þann 9.mars síðastliðinn,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. „En viti menn, tíu dögum fyrir þann bardaga braut ég bein í löngutöng hægri handar. Það má sem sagt rekja til eftirkvilla af aðgerðinni sem ég fór í. Því er ég kominn aftur í gifs og er búinn að vera með það á mér núna í að verða þrjár vikur.“ Kolbeinn hitti sérfræðing á fimmtudaginn í síðustu viku sem lagði honum línurnar. „Hann sagði mér að fyrir alla aðra í heiminum væri beinið bara gróið. En fyrir mig vildi hann hafa mig í gifsi í tvær vikur í viðbót til þess að leyfa þessu að gróa. Svo að ég myndi ekki skemma á mér höndina. Halda aðeins aftur af mér. „Fyrir alla nema þig er þetta nógu gott,“ sagði hann við mig.“ Það eru væntanlega nógu skýr fyrirmæli til þín til þess að vera ekki að þjösnast á þessu af óþarfa? „Já ég vissi alveg upp á mig sökina þarna. Vissi að ég myndi þá bara skemma höndina aftur ef ég myndi ekki slaka aðeins á. Það er flott að hafa einhverja gáfaðari með sér í liði til þess að hafa vit fyrir manni.“ Kolbeinn viðurkennir að hafa hallað sér utan í vælubílinn í einn dag. „En svo er það bara áfram gakk. Svona lagað gerist. Maður verður bara að horfa á þetta sem tækifæri. Núna fæ ég tækifæri til þess að vinna í ákveðnum hlutum sem eru kannski aukatriði þegar að maður hefur báðar hendur til að vinna með inn í hringnum. Ég nýti þetta bara til þess að verða betri í þeim hlutum.“ Vísir/Rúnar Og Kolbeinn horfir björtum augum fram á við. Hann á sér stóra drauma, þann stærsta sem atvinnumaður í hnefaleikum getur átt. „Maður vill bara bara verða heimsmeistari. Það er takmarkið, alveg hundrað prósent. Ég sé ekkert sem kemur í veg fyrir að ég nái að uppfylla þann draum minn. Eiginleikar, dugnaður og allt það. Það er allt til staðar nema tækifærin. Mig vantar þau. Maður er bara að reyna þvinga þau fram sjálfur. Ég hef fulla trú á þessu. Það er bara fulla ferð áfram. Vonandi fæ ég bardaga í maí næstkomandi og get svo tekið restina af árinu með trompi. Reyna að ná fimm bardögum og komast í top mixið í þungavigtinni. Reyna svo að fá risabardaga á næsta ári.“
Box Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira