Lítil stemning fyrir rafrænni undirritun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. mars 2024 14:01 Aldís og Bára eru á meðal þeirra sem vilja halda i hefðina í Karphúsinu. stöð 2 Þó undirritun kjarasamninga sé tímafrek og krefjist mikillar pappírsvinnu stendur ekki til að gera aðilum kleift að skrifa undir samningana með rafrænum skilríkjum, enda segja sáttasemjarar að um rótgróna hefð sé að ræða. Þegar aðilar á vinnumarkaði hafa komið sér saman um kjarasamning þarf að undirrita samninginn áður en hann er lagður fyrir félagsmenn stéttarfélaganna. Undirritunin sjálf er töluvert ferli sem einkennist af rótgrónum hefðum. Hefðir í Karphúsinu Ákveðin hefð er fyrir því hver situr hvar við þetta langa borð sem sést í sjónvarpsfréttinni og þá mega ekki allir setjast sem vilja. Undirritun kjarasamnings Fagfélaganna og Samtaka atvinnulífsins sem fram fór síðustu helgi tók um 40 mínútur. Fyrst skrifuðu fulltrúar allra félaganna, sem samningurinn tók til, undir aðalsamning ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Tvö skjöl og þurftu hlutaðeigandi að skrifa upphafsstafi á allar síður samningsins. Að þeirri undirritun lokinni skrifuðu fulltrúar hvers og eins félags undir sér kjarasamning. Þeir settust niður, undirrituðu samninginn, tókust í hendur og stigu frá borði. Og svona gekk þetta, koll af kolli. Að fjörutíu mínútum loknum spyr fréttamaður hvort ekki sé hægt að undirrita kjarasamninga með rafrænum skilríkjum, enda myndi það bæði spara pappír og tíma. „Við höfum alveg hugsað það en það er eitthvað við þessar hefðir sem er svo gott. Það er svo gaman þegar fólk kemur saman og skrifar undir og tekst svo í hendur að lokinni kannski langri törn í samningaviðræðum,“ segir Aldís Magnúsdóttir, sáttasemjari. Fleiri vilja halda í hefðina. „Þetta er bara frábær hefð að ganga frá kjarasamningum með þessum hætti, horfandi í augun á þeim sem við erum búin að vera að semja við,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Það er líka gaman að hittast öll saman og fá sér eitthvað gott í gogginn eftir svona langa törn,“ segir Bára Hildur Jóhannsdóttir. Og þið eigið alltaf nóg af pennum? „Já, já. Eða samt ekki, við þurfum að fara að kaupa fleiri,“ segja sáttasemjararnir. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stafræn þróun Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Þegar aðilar á vinnumarkaði hafa komið sér saman um kjarasamning þarf að undirrita samninginn áður en hann er lagður fyrir félagsmenn stéttarfélaganna. Undirritunin sjálf er töluvert ferli sem einkennist af rótgrónum hefðum. Hefðir í Karphúsinu Ákveðin hefð er fyrir því hver situr hvar við þetta langa borð sem sést í sjónvarpsfréttinni og þá mega ekki allir setjast sem vilja. Undirritun kjarasamnings Fagfélaganna og Samtaka atvinnulífsins sem fram fór síðustu helgi tók um 40 mínútur. Fyrst skrifuðu fulltrúar allra félaganna, sem samningurinn tók til, undir aðalsamning ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Tvö skjöl og þurftu hlutaðeigandi að skrifa upphafsstafi á allar síður samningsins. Að þeirri undirritun lokinni skrifuðu fulltrúar hvers og eins félags undir sér kjarasamning. Þeir settust niður, undirrituðu samninginn, tókust í hendur og stigu frá borði. Og svona gekk þetta, koll af kolli. Að fjörutíu mínútum loknum spyr fréttamaður hvort ekki sé hægt að undirrita kjarasamninga með rafrænum skilríkjum, enda myndi það bæði spara pappír og tíma. „Við höfum alveg hugsað það en það er eitthvað við þessar hefðir sem er svo gott. Það er svo gaman þegar fólk kemur saman og skrifar undir og tekst svo í hendur að lokinni kannski langri törn í samningaviðræðum,“ segir Aldís Magnúsdóttir, sáttasemjari. Fleiri vilja halda í hefðina. „Þetta er bara frábær hefð að ganga frá kjarasamningum með þessum hætti, horfandi í augun á þeim sem við erum búin að vera að semja við,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Það er líka gaman að hittast öll saman og fá sér eitthvað gott í gogginn eftir svona langa törn,“ segir Bára Hildur Jóhannsdóttir. Og þið eigið alltaf nóg af pennum? „Já, já. Eða samt ekki, við þurfum að fara að kaupa fleiri,“ segja sáttasemjararnir.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stafræn þróun Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira