Þrír dagar í EM-umspil: Neituðu að mæta Ísrael þegar þeir komust síðast á stórmót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2024 11:01 Frá leik Ísrael og Ítalíu á heimsmeistaramótinu í Mexíkó fyrir 54 árum. Það er síðasti leikur Ísraelsmanna á stórmóti. Getty/Mario De Biasi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki komist á stórmót í sex ár eða síðan strákarnir okkar voru með á HM í Rússlandi sumarið 2018. Það er þó ekkert í samanburði við bið Ísraelsmanna. Ísland og Ísrael mætast á fimmtudaginn í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Það er liðin meira en hálf öld síðan Ísraelsmönnum tókst síðast að tryggja sér sæti á stórmóti. Það gerðist síðast á heimsmeistaramótinu í Mexíkó 1970. Síðan hafa Ísraelsmenn farið í gegnum tuttugu undankeppnir HM eða EM án þess að komast áfram. Þeir hafa líka fært sig milli Álfusambanda. Voru áður í Asíusambandinu, komu stutt við í Eyjaálfu en hafa verið hluti af UEFA undanfarna þrjá áratugi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=x6Xfe9l4evQ">watch on YouTube</a> Það fylgir þó sögunni að leið þeirra á heimsmeistaramótið fyrir 54 árum var mjög sérstök. Norður-Kórea dró sig þá úr keppni af því Norður-Kóreumenn neituðu að spila við Ísrael. Áður höfðu múslimaríki Asíu neitað að spila við Ísraelsmenn vegna deilnanna við Palestínumenn. Ísrael, sem þá fór í gegnum undankeppni Asíu, mætti því engri Asíuþjóð í undankeppninni en liðið sat hjá í fyrstu umferðinni. Ísraelsk landsliðið vann síðan Nýja-Sjáland tvisvar sinnum í undanúrslitum umspilsins og tryggði sér þar með úrslitaleiki á móti Ástralíu. Þar vann Ísrael heimaleikinn á sjálfsmarki og komst svo áfram á jafntefli í seinni leiknum í Sydney. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=A6fZKVMd-bk">watch on YouTube</a> Ísrael spilaði þrjá leiki á HM í Mexíkó 1970 og árangurinn var ekki alslæmur. Liðið tapaði fyrsta leiknum á móti Úrúgvæ en gerði svo jafntefli við Ítalíu og Svíþjóð. Ísrael var vísað úr Knattspyrnusambandi Asíu árið 1974 þegar Múslimaríkin lögðust öll á eitt gegn þátttöku Ísraelsmanna. Ísrael tók þátt í undankeppni Evrópu fyrir HM 1982 og hefur síðan verið fullgildur meðlimur UEFA frá 1994 eftir að hafa áður tekið þátt í Evrópuhluta undankeppni HM 1994. Síðan Ísraelsmenn urðu meðlimir í UEFA hefur þeim aldrei tekist að komast á stórmót. Þeir komust tvisvar í umspil um sæti á Evrópumótinu, fyrst fyrir EM 2000 og svo aftur fyrir EM 2020. Í umspilinu fyrir EM 2000 töpuðu Ísraelsmenn samanlagt 8-0 í tveimur leikjum á móti Dönum og í umspilinu fyrir fjórum árum duttu þeir út í undanúrslitum C-deildar á móti Skotum eftir vítakeppni. Ísraelsmenn komust líka í umspil fyrir HM 1990 en töpuðu þá samanlagt 1-0 á móti Kólumbíu eftir markalaust jafntefli í síðari leiknum í Ísrael. Það sérstaka við það að Ísrael komst í þetta umspil sem fulltrúi Eyjaálfu en hvorki í gegnum Asíu né Evrópu. Ísrael er því eina þjóðin sem hefur keppt í undankeppnum þremur álfa eða Asíu, Eyjaálfu og Evrópu. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Ísland og Ísrael mætast á fimmtudaginn í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Það er liðin meira en hálf öld síðan Ísraelsmönnum tókst síðast að tryggja sér sæti á stórmóti. Það gerðist síðast á heimsmeistaramótinu í Mexíkó 1970. Síðan hafa Ísraelsmenn farið í gegnum tuttugu undankeppnir HM eða EM án þess að komast áfram. Þeir hafa líka fært sig milli Álfusambanda. Voru áður í Asíusambandinu, komu stutt við í Eyjaálfu en hafa verið hluti af UEFA undanfarna þrjá áratugi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=x6Xfe9l4evQ">watch on YouTube</a> Það fylgir þó sögunni að leið þeirra á heimsmeistaramótið fyrir 54 árum var mjög sérstök. Norður-Kórea dró sig þá úr keppni af því Norður-Kóreumenn neituðu að spila við Ísrael. Áður höfðu múslimaríki Asíu neitað að spila við Ísraelsmenn vegna deilnanna við Palestínumenn. Ísrael, sem þá fór í gegnum undankeppni Asíu, mætti því engri Asíuþjóð í undankeppninni en liðið sat hjá í fyrstu umferðinni. Ísraelsk landsliðið vann síðan Nýja-Sjáland tvisvar sinnum í undanúrslitum umspilsins og tryggði sér þar með úrslitaleiki á móti Ástralíu. Þar vann Ísrael heimaleikinn á sjálfsmarki og komst svo áfram á jafntefli í seinni leiknum í Sydney. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=A6fZKVMd-bk">watch on YouTube</a> Ísrael spilaði þrjá leiki á HM í Mexíkó 1970 og árangurinn var ekki alslæmur. Liðið tapaði fyrsta leiknum á móti Úrúgvæ en gerði svo jafntefli við Ítalíu og Svíþjóð. Ísrael var vísað úr Knattspyrnusambandi Asíu árið 1974 þegar Múslimaríkin lögðust öll á eitt gegn þátttöku Ísraelsmanna. Ísrael tók þátt í undankeppni Evrópu fyrir HM 1982 og hefur síðan verið fullgildur meðlimur UEFA frá 1994 eftir að hafa áður tekið þátt í Evrópuhluta undankeppni HM 1994. Síðan Ísraelsmenn urðu meðlimir í UEFA hefur þeim aldrei tekist að komast á stórmót. Þeir komust tvisvar í umspil um sæti á Evrópumótinu, fyrst fyrir EM 2000 og svo aftur fyrir EM 2020. Í umspilinu fyrir EM 2000 töpuðu Ísraelsmenn samanlagt 8-0 í tveimur leikjum á móti Dönum og í umspilinu fyrir fjórum árum duttu þeir út í undanúrslitum C-deildar á móti Skotum eftir vítakeppni. Ísraelsmenn komust líka í umspil fyrir HM 1990 en töpuðu þá samanlagt 1-0 á móti Kólumbíu eftir markalaust jafntefli í síðari leiknum í Ísrael. Það sérstaka við það að Ísrael komst í þetta umspil sem fulltrúi Eyjaálfu en hvorki í gegnum Asíu né Evrópu. Ísrael er því eina þjóðin sem hefur keppt í undankeppnum þremur álfa eða Asíu, Eyjaálfu og Evrópu.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti