Kornabörn þurfa sér sæti á ÓL: „Vissum ekki einu sinni að barnið væri á leiðinni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2024 14:51 Ungt barn í stúkunni á HM 2019 í fótbolta. Getty Foreldrar ungabarna kvarta yfir reglubreytingu í kringum Ólympíuleikana í París þar sem börnunum verður meinaður aðgangur nema búið sé að greiða fyrir miða í sér sæti. Margaux Giddings, hjúkrunarfræðingur úr suðvesturhluta Frakklands, er meðal þeirra sem keypti miða á fimleikakeppni leikanna þegar þeir fóru fyrst í sölu á síðasta ári. Eftir það varð hún ólétt og eignaðist nýlega barn. „Dóttir mín er á brjósti og verður fimm mánaða gömul þegar leikarnir fara fram. Það pirrar mig að þurfa að skilja hana eftir. Ég hefði viljað hafa hana með,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Giddings. Bretinn Tom Baker segir svipaða sögu en hann keypti miða áður en kona hans varð ólétt. „Ég trúði því ekki þegar ég komst að því að barnið þyrfti sitt eigið sæti,“ segir Baker sem á von á barni í maí með konu sinni Kate. Þegar hann hafði samband við þjónustu leikanna fékk hann þau skilaboð að hann ætti að skoða miða á Ólympíumót fatlaðra þar sem sama krafa gildir ekki. „Við keyptum miðana einu og hálfu ári fyrir leikana, við vissum ekki einu sinni að barnið væri á leiðinni. Við gátum ekki vitað þetta og það er ekki hægt að leysa þetta því núna eru miðarnir uppseldir,“ bætir Baker við. Stuðningsmaður Sunderland fagnar í leik gegn Sheffield Wednesday með barni sínu. Fagnaðarlæti sem eru ef til vill ekki til fyrirmyndar.Getty Fulltrúar leikanna í París sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins en skipuleggjendur hafa einnig sætt gagnrýni vegna hás miðaverðs. Ekki er mælt með því að börn séu með í för á viðburði á leikunum. „Almennt mælir París 2024 ekki með því að foreldar hafi börn undir fjögurra ári með í för á keppnisviðburði. Mælst er til að foreldrar taki tillit til umhverfisins sem skapast á keppnisviðburðum, sem geti verið óholl ungum börnum,“ segir í yfirlýsingunni. Ólympíuleikarnir í París hefjast 26. júlí og standa til 11. ágúst. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Margaux Giddings, hjúkrunarfræðingur úr suðvesturhluta Frakklands, er meðal þeirra sem keypti miða á fimleikakeppni leikanna þegar þeir fóru fyrst í sölu á síðasta ári. Eftir það varð hún ólétt og eignaðist nýlega barn. „Dóttir mín er á brjósti og verður fimm mánaða gömul þegar leikarnir fara fram. Það pirrar mig að þurfa að skilja hana eftir. Ég hefði viljað hafa hana með,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Giddings. Bretinn Tom Baker segir svipaða sögu en hann keypti miða áður en kona hans varð ólétt. „Ég trúði því ekki þegar ég komst að því að barnið þyrfti sitt eigið sæti,“ segir Baker sem á von á barni í maí með konu sinni Kate. Þegar hann hafði samband við þjónustu leikanna fékk hann þau skilaboð að hann ætti að skoða miða á Ólympíumót fatlaðra þar sem sama krafa gildir ekki. „Við keyptum miðana einu og hálfu ári fyrir leikana, við vissum ekki einu sinni að barnið væri á leiðinni. Við gátum ekki vitað þetta og það er ekki hægt að leysa þetta því núna eru miðarnir uppseldir,“ bætir Baker við. Stuðningsmaður Sunderland fagnar í leik gegn Sheffield Wednesday með barni sínu. Fagnaðarlæti sem eru ef til vill ekki til fyrirmyndar.Getty Fulltrúar leikanna í París sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins en skipuleggjendur hafa einnig sætt gagnrýni vegna hás miðaverðs. Ekki er mælt með því að börn séu með í för á viðburði á leikunum. „Almennt mælir París 2024 ekki með því að foreldar hafi börn undir fjögurra ári með í för á keppnisviðburði. Mælst er til að foreldrar taki tillit til umhverfisins sem skapast á keppnisviðburðum, sem geti verið óholl ungum börnum,“ segir í yfirlýsingunni. Ólympíuleikarnir í París hefjast 26. júlí og standa til 11. ágúst.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira