Foreldrar megi ekki vera vondir við sjálfa sig eftir stórt áfall Bjarki Sigurðsson skrifar 18. mars 2024 12:20 Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur. Sebastian Storgaard Sérfræðingur í slysavörnum barna segir það geta verið hættulegt fyrir ungabörn að sofa uppi í rúmi hjá foreldrum sínum. Hún segir foreldra sem lenda í áfalli ekki mega kenna sjálfum sér um. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Sjöfn Steinsen sem lenti í því að sjö mánaða gömul dóttir hennar flæktist í hárinu á móður sinni og munaði litlu að hún myndi kafna en snör viðbrögð móðurinnar urðu til þess að nágrannar hennar náðu að klippa dótturina úr hárinu. Fullorðinsrúm ekki hönnuð fyrir börn Slys sem þetta eru ekki algeng en gerast þó að sögn Herdísar Storgaard hjá Miðstöð slysavarna barna. Herdís hefur starfað í kringum slysavarnir barna í rúm þrjátíu ár og hefur heyrt af í það minnsta þremur svipuðum málum áður. „Einmitt eitt af því sem að við erum að benda foreldrum á er að rúmið þeirra, fullorðinsrúmið, er bara alls ekki öruggur svefnstaður og þá eru menn ekki bara að hugsa um að sítt hár geti flækst um háls barnsins, heldur allt sem í rúminu er,“ segir Herdís. Foreldrar kenni sér ekki um Hún nefnir sem dæmi að dýnur séu ekki öndunarprófaðar og rúmfatnaður, sængur, koddar og annað sem fullorðnir hafa í rúminu geti verið hættulegt ungabörnum. Herdís telur að rétt viðbrögð hafi bjargað lífi barnsins. „Við megum ekki, við megum alls ekki, alltaf vera vond við okkur þegar eitthvað hræðilegt hefur komið fyrir okkur. Ég segi yfirleitt við foreldra þegar þeir eru að tala við mig um eitthvað sem þeir hafa lent í að við skulum fókusera á það að allt fór vel og endurskoða hvernig við vorum að gera hlutina. Breyta þá yfir í að gera þetta á annan hátt,“ segir Herdís. Bara hafa það nauðsynlegasta í rúminu Hún hvetur foreldra til þess að láta ungabörn sofa í vöggu eða ungbarnarúmi. „Eins og skilaboðin eru í dag, til að tryggja öryggi ungra barna, er að sofa í eigin vöggu sem uppfyllir allar kröfur eða ungbarnarúmi. Hafa þetta ljótt og leiðinlegt. Ekkert í rúminu nema það allra nauðsynlegasta,“ segir Herdís. Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Sjöfn Steinsen sem lenti í því að sjö mánaða gömul dóttir hennar flæktist í hárinu á móður sinni og munaði litlu að hún myndi kafna en snör viðbrögð móðurinnar urðu til þess að nágrannar hennar náðu að klippa dótturina úr hárinu. Fullorðinsrúm ekki hönnuð fyrir börn Slys sem þetta eru ekki algeng en gerast þó að sögn Herdísar Storgaard hjá Miðstöð slysavarna barna. Herdís hefur starfað í kringum slysavarnir barna í rúm þrjátíu ár og hefur heyrt af í það minnsta þremur svipuðum málum áður. „Einmitt eitt af því sem að við erum að benda foreldrum á er að rúmið þeirra, fullorðinsrúmið, er bara alls ekki öruggur svefnstaður og þá eru menn ekki bara að hugsa um að sítt hár geti flækst um háls barnsins, heldur allt sem í rúminu er,“ segir Herdís. Foreldrar kenni sér ekki um Hún nefnir sem dæmi að dýnur séu ekki öndunarprófaðar og rúmfatnaður, sængur, koddar og annað sem fullorðnir hafa í rúminu geti verið hættulegt ungabörnum. Herdís telur að rétt viðbrögð hafi bjargað lífi barnsins. „Við megum ekki, við megum alls ekki, alltaf vera vond við okkur þegar eitthvað hræðilegt hefur komið fyrir okkur. Ég segi yfirleitt við foreldra þegar þeir eru að tala við mig um eitthvað sem þeir hafa lent í að við skulum fókusera á það að allt fór vel og endurskoða hvernig við vorum að gera hlutina. Breyta þá yfir í að gera þetta á annan hátt,“ segir Herdís. Bara hafa það nauðsynlegasta í rúminu Hún hvetur foreldra til þess að láta ungabörn sofa í vöggu eða ungbarnarúmi. „Eins og skilaboðin eru í dag, til að tryggja öryggi ungra barna, er að sofa í eigin vöggu sem uppfyllir allar kröfur eða ungbarnarúmi. Hafa þetta ljótt og leiðinlegt. Ekkert í rúminu nema það allra nauðsynlegasta,“ segir Herdís.
Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira