Ætlar að verða betri en stóri bróðir Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2024 08:31 Arnór Viðarsson í leik með ÍBV. Handboltamaðurinn Arnór Viðarsson spilar í dönsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hann stefnir að því að verða betri en stóri bróðir sinn. Danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia tilkynnti í dag um komu Eyjamannsins Arnórs Viðarssonar sem kemur til félagsins í sumar. Þjálfari liðsins er Guðmundur Guðmundsson. Arnór er 22 ára skytta sem hefur verið lykilmaður í liði ÍBV undanfarin ár og var í liðinu sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Arnór gerir þriggja ára samning við danska liðið, en Federica situr núna í 2.sæti deildarinnar. Símtalið frá Gumma Gumm skipti sköpum „Ég er bara mjög spenntur. Þetta er búið að vera svolítið lengi í gangi og maður er alveg búinn að fá tíma til að melta þetta. Það hefur verið draumur frá upphafi að fara út í atvinnumennskuna,“ segir Arnór í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. „Það voru fleiri lið að tala við mig að mér fannst þetta langmest spennandi af því sem var í boði.“ Arnór fékk símtal frá Guðmundi Guðmundssyni, símtal sem skipti sköpum. „Hann hringdi í mig í desember er seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Heyrði strax í Einari Hann segir að hlutverk hans á næsta tímabili verði vonandi mikið. „Við erum tveir í minni stöðu, í vinstri skyttunni. Annar er meiri svona bombari, gamla skóla skytta og ég er meira einn og einn leikmaður, svona hnoðari og hann vill það frá mér. Það fer því eftir því hvað hentar í hverjum leik fyrir sig hvað hann notar mig mikið.“ Einar Þorsteinn Ólafsson leikur í dag með Federicia og þekkjast þeir tveir nokkuð vel. „Ég setti mig í samband við hann þegar ég heyrði fyrst í Gumma og hann bara mælti með þessu og sagði að það væri allt frábært þarna. Aðstæðurnar, liðfélagarnir og þjálfararnir.“ Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Gummersbach er eldri bróðir Arnórs. Sá yngri ætlar sér að verða betri en Elliði. „Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að verða betri en Elliði,“ segir Arnór að lokum sem stefnir alla leið í boltanum og draumurinn sé að vinna Meistaradeild Evrópu. Danski handboltinn ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia tilkynnti í dag um komu Eyjamannsins Arnórs Viðarssonar sem kemur til félagsins í sumar. Þjálfari liðsins er Guðmundur Guðmundsson. Arnór er 22 ára skytta sem hefur verið lykilmaður í liði ÍBV undanfarin ár og var í liðinu sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Arnór gerir þriggja ára samning við danska liðið, en Federica situr núna í 2.sæti deildarinnar. Símtalið frá Gumma Gumm skipti sköpum „Ég er bara mjög spenntur. Þetta er búið að vera svolítið lengi í gangi og maður er alveg búinn að fá tíma til að melta þetta. Það hefur verið draumur frá upphafi að fara út í atvinnumennskuna,“ segir Arnór í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. „Það voru fleiri lið að tala við mig að mér fannst þetta langmest spennandi af því sem var í boði.“ Arnór fékk símtal frá Guðmundi Guðmundssyni, símtal sem skipti sköpum. „Hann hringdi í mig í desember er seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Heyrði strax í Einari Hann segir að hlutverk hans á næsta tímabili verði vonandi mikið. „Við erum tveir í minni stöðu, í vinstri skyttunni. Annar er meiri svona bombari, gamla skóla skytta og ég er meira einn og einn leikmaður, svona hnoðari og hann vill það frá mér. Það fer því eftir því hvað hentar í hverjum leik fyrir sig hvað hann notar mig mikið.“ Einar Þorsteinn Ólafsson leikur í dag með Federicia og þekkjast þeir tveir nokkuð vel. „Ég setti mig í samband við hann þegar ég heyrði fyrst í Gumma og hann bara mælti með þessu og sagði að það væri allt frábært þarna. Aðstæðurnar, liðfélagarnir og þjálfararnir.“ Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Gummersbach er eldri bróðir Arnórs. Sá yngri ætlar sér að verða betri en Elliði. „Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að verða betri en Elliði,“ segir Arnór að lokum sem stefnir alla leið í boltanum og draumurinn sé að vinna Meistaradeild Evrópu.
Danski handboltinn ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira