Eldgosið hagi sér öðruvísi og gæti varað lengur Árni Sæberg skrifar 18. mars 2024 20:30 Magnús Tumi fór yfir stöðuna í beinni útsendingu. Vísir Prófessor í jarðeðlisfræði segir eldgosið sem hófst á laugardag hegða sér öðruvísi en hin þrjú sem komið hafa upp á Sundhnúksgígaröðinni. Stöðug virkni í því gæti þýtt að það vari talsvert lengur en síðustu gos. Virkni í eldgosinu hefur haldist nokkuð stöðug síðan í gær og hrauntunga sem stefnir í átt að Suðurstrandavegi hreyfist hægt. Hraunið þekur nú um sex ferkílómetra svæði og um þrjú hundruð metrar eru frá syðri hrauntungunni að veginum. Barmur tjarnarinnar hélt Í jaðri hrauntungunnar var hrauntjörn og Almannavarnir óttuðust um tíma að barmur hennar gæti brostið. Þá hefði hraun getað runnið hratt yfir Suðurstrandarveg. Mikil brennisteinsmengun var á svæðinu í dag og orkuver HS orku var rýmt vegna hennar. Fólk sneri aftur til vinnu síðdegis í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fór yfir stöðuna. „Þetta eru orðin sjö gos núna á þremur árum og þau síðustu hafa verið mjög svipuð þarna í Sundhnúksröðinni. Gosin í Fagradalsfjalli og þar voru öðruvísi, miklu langdregnari og ekki eins kröftug í upphafi. En þetta sem við sjáum núna er að hegða sér öðruvísi en hin gosin sem hafa komið. Það byrjaði að vísu mjög svipað og var nú kröftugast af þeim. Það sem er öðruvísi er að það virðist vera mjög stöðug virkni í þessu gosi,“ segir Magnús Tumi. Stefnir í lengra og meira gos Það þýði að eldgosið nú gæti varað lengur en hin gosin sem komið hafa upp á sömu slóðum. Hraunið sé núna orðið töluvert stærra en úr hinum gosunum. „Við verðum að bíða og sjá en þetta ætlar að vera heldur lengra og heldur meira en hin.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Virkni gossins enn stöðug og hætta enn talin mikil Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands tekur gildi í dag og mun gilda næstu tvo daga til 20. mars. Hætta er enn talin mjög mikil í Sundhnúksgígaröðinni og þá er mikil hætta vegna gasmengunar í kringum Svartsengi og vegna hraunflæðis. 18. mars 2024 16:56 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum. Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Virkni í eldgosinu hefur haldist nokkuð stöðug síðan í gær og hrauntunga sem stefnir í átt að Suðurstrandavegi hreyfist hægt. Hraunið þekur nú um sex ferkílómetra svæði og um þrjú hundruð metrar eru frá syðri hrauntungunni að veginum. Barmur tjarnarinnar hélt Í jaðri hrauntungunnar var hrauntjörn og Almannavarnir óttuðust um tíma að barmur hennar gæti brostið. Þá hefði hraun getað runnið hratt yfir Suðurstrandarveg. Mikil brennisteinsmengun var á svæðinu í dag og orkuver HS orku var rýmt vegna hennar. Fólk sneri aftur til vinnu síðdegis í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fór yfir stöðuna. „Þetta eru orðin sjö gos núna á þremur árum og þau síðustu hafa verið mjög svipuð þarna í Sundhnúksröðinni. Gosin í Fagradalsfjalli og þar voru öðruvísi, miklu langdregnari og ekki eins kröftug í upphafi. En þetta sem við sjáum núna er að hegða sér öðruvísi en hin gosin sem hafa komið. Það byrjaði að vísu mjög svipað og var nú kröftugast af þeim. Það sem er öðruvísi er að það virðist vera mjög stöðug virkni í þessu gosi,“ segir Magnús Tumi. Stefnir í lengra og meira gos Það þýði að eldgosið nú gæti varað lengur en hin gosin sem komið hafa upp á sömu slóðum. Hraunið sé núna orðið töluvert stærra en úr hinum gosunum. „Við verðum að bíða og sjá en þetta ætlar að vera heldur lengra og heldur meira en hin.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Virkni gossins enn stöðug og hætta enn talin mikil Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands tekur gildi í dag og mun gilda næstu tvo daga til 20. mars. Hætta er enn talin mjög mikil í Sundhnúksgígaröðinni og þá er mikil hætta vegna gasmengunar í kringum Svartsengi og vegna hraunflæðis. 18. mars 2024 16:56 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum. Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Virkni gossins enn stöðug og hætta enn talin mikil Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands tekur gildi í dag og mun gilda næstu tvo daga til 20. mars. Hætta er enn talin mjög mikil í Sundhnúksgígaröðinni og þá er mikil hætta vegna gasmengunar í kringum Svartsengi og vegna hraunflæðis. 18. mars 2024 16:56