Blóðug og særð í andliti en setti heimsmet Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 09:00 Silje Opseth lenti illa og á andlitinu á sunnudagsmorgun en setti svo heimsmet. Getty/Leo Authamayou Skíðastökkvarinn Silje Opseth var blóðug og særð í framan en lét það ekki stöðva sig í að setja nýtt og glæsilegt heimsmet í skíðastökki, í heimalandi sínu Noregi á sunnudaginn. Opseth brosti út að eyrum eftir að hafa stokkið 230,5 metra, á heimsbikarmóti í Vikersund. Fyrra heimsmetið var sett á sama stað á síðasta ári, þegar Ema Klinec frá Slóveníu stökk 226 metra. „Vá, hvað gerðist eiginlega? Heimsmet,“ skrifaði Opseth á Instagram-síðu sína um leið og hún þakkaði öllum þeim sem áttu þátt í því að hún reyndi við heimsmetið. „Ég er dolfallin yfir öllum skilaboðunum, en ég hefði aldrei getað gert þetta ein,“ skrifaði Opseth sem er 24 ára gömul. Andlit Opseth var allt úti í sárum því dagurinn hafði byrjað með versta móti. Hún féll nefnilega við í lendingu, eftir æfingastökk upp á 236 metra, og meiddist í andlitinu. View this post on Instagram A post shared by Silje Opseth (@silje9915) En þó að andlitið væri útatað í blóði mætti Opseth til keppni og stökk fyrst 203 metra en bætti svo heimsmetið eins og fyrr segir. Keppnin var hluti af fyrsta heimsbikarmótinu í skíðaflugi (e. Ski Flying) en Eirin Maria Kvandal tryggði sér sigur í mótinu með því að stökkva 202 og 212 metra. Opseth varð í 2. sæti en gamli heimsmethafinn, Klinec, varð þriðja. „Langur dagur og mér er pínulítið orða vant,“ skrifaði Opseth í Instagram Story og bætti við: „P.S. Fór í læknisskoðun á sjúkrahúsinu í kvöld og hún fór vel, fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér.“ Opseth heillaðist af skíðastökki tíu ára gömul og keppti á sínu fyrsta heimsbikarmóti aðeins fimm árum síðar. Hún hefur verið fulltrúi Noregs á tvennum Vetrarólympíuleikum, árin 2018 og 2022. Skíðaíþróttir Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
Opseth brosti út að eyrum eftir að hafa stokkið 230,5 metra, á heimsbikarmóti í Vikersund. Fyrra heimsmetið var sett á sama stað á síðasta ári, þegar Ema Klinec frá Slóveníu stökk 226 metra. „Vá, hvað gerðist eiginlega? Heimsmet,“ skrifaði Opseth á Instagram-síðu sína um leið og hún þakkaði öllum þeim sem áttu þátt í því að hún reyndi við heimsmetið. „Ég er dolfallin yfir öllum skilaboðunum, en ég hefði aldrei getað gert þetta ein,“ skrifaði Opseth sem er 24 ára gömul. Andlit Opseth var allt úti í sárum því dagurinn hafði byrjað með versta móti. Hún féll nefnilega við í lendingu, eftir æfingastökk upp á 236 metra, og meiddist í andlitinu. View this post on Instagram A post shared by Silje Opseth (@silje9915) En þó að andlitið væri útatað í blóði mætti Opseth til keppni og stökk fyrst 203 metra en bætti svo heimsmetið eins og fyrr segir. Keppnin var hluti af fyrsta heimsbikarmótinu í skíðaflugi (e. Ski Flying) en Eirin Maria Kvandal tryggði sér sigur í mótinu með því að stökkva 202 og 212 metra. Opseth varð í 2. sæti en gamli heimsmethafinn, Klinec, varð þriðja. „Langur dagur og mér er pínulítið orða vant,“ skrifaði Opseth í Instagram Story og bætti við: „P.S. Fór í læknisskoðun á sjúkrahúsinu í kvöld og hún fór vel, fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér.“ Opseth heillaðist af skíðastökki tíu ára gömul og keppti á sínu fyrsta heimsbikarmóti aðeins fimm árum síðar. Hún hefur verið fulltrúi Noregs á tvennum Vetrarólympíuleikum, árin 2018 og 2022.
Skíðaíþróttir Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira