Adrenalínið bætir upp fyrir slæmu dagana Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2024 10:30 Thelma Aðalsteinsdóttir kom sá og sigraði á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum um helgina. Vísir/Arnar Thelma Aðalsteinsdóttir vann Íslandsmótið í áhaldafimleikum þriðja árið í röð um helgina og vakti þá einnig athygli í grein sem hún vann þó ekki. Thelma hætti um tíma í fimleikum vegna meiðsla en byrjaði aftur af fullum krafti í aðdraganda Íslandsmótsins í áhaldafimleikum árið 2022 og vann þá Íslandsmeistaratitilinn í fjölþraut kvenna. Hún varði þann titil í fyrra og aftur um nýliðna helgi. Valgarð Reinhardsson og Thelma Aðalsteinsdóttir urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut.Mynd/Fimleikasamband Íslands En hvað er það sem er svona skemmtilegt við íþróttina og dregur fólk aftur inn? „Ég hugsa að það sé adrenalínið, segir Thelma. Stundum á maður ömurlega daga sem er leiðinlegt en að komast í gegnum þá daga og eiga svo góðu daga. Það er svo geggjað að eiga þessa góðu daga, og maður fær svo mikið adrenalín við að framkvæma ný móment eða að lenda stökkinu sínu ennþá betur eða eitthvað svoleiðis,“ segir Thelma. Ekki sú besta sem barn Thelma æfði aldrei aðra íþrótt en fimleika sem barn. Hún féll þó ekki almennilega fyrir íþróttinni fyrr en árið 2018, og hafði fram að því ekki lagt eins mikið í íþróttina líkt og hún gerir í dag. „Ég var ekki mjög góð sem krakki, ég var alveg sterk en var alveg óþekk líka. Þannig að það var erfitt fyrir mig að læra allt og eitthvað svona,“ segir Thelma og hlær. Thelma segist ekki alltaf hafa hagað sér vel á æfingum sem barn. Hún hafi fundið ástríðuna fyrir íþróttinni 2018.Mynd/Fimleikasamband Íslands „Ég myndi segja að það hafi verið 2018 sem ég áttaði mig á því að mig langaði virkilega að vera í fimleikum. Fram að því var ég bara hérna. Til að halda mér einhverri íþrótt.“ En hvað gerist þarna 2018? „Ég fór fyrst á HM 2018, þá gerðist eitthvað. Þá sá ég Simone Biles og allar þessar stóru. Það var geðveikt að sjá þær,“ segir Thelma. Æft í fimm til átta tíma á dag Það er ekkert grín að stunda þessa fimleika. Thelma æfir að lágmarki fimm klukkustundir á dag, og yfirleitt sjö til átta tíma þegar hún er ekki bundin í skóla. Hún er á öðru ári í lyfjafræðinámi samhliða afreksstarfinu. „Ef ég fer ekki í skólann, þá mæti ég á æfingu kl. 8:30 og er til svona 11. Síðan mæti ég á seinni parts æfingu 15:30,“ segir Thelma en síðari æfingin endist yfirleitt til klukkan 20:30. Hún fær þó sína frídaga. „Það er frí á sunnudögum og fimmtudögum.“ Mikil vinna fer í íþróttina en Thelma segir að almennt gangi vel að para hana saman við háskólanámið.Mynd/Fimleikasamband Íslands Thelma segir þá að það gangi nokkuð vel að para saman nám og fimleikana. Þó það geti reynst strembnara þegar lokapróf í háskólanum skarist á við stórmót, líkt og útlit er fyrir í vor. „Það gengur bara ágætlega. Það er dálítið mikið að gera núna í skólanum þannig að ég er dálítið eftir á. En ég reyni að stressa mig ekki yfir því og reyni að finna mér einhverja aðra námstækni en ég er vön að gera, þar sem ég hef ekki tíma fyrir hana núna,“ segir Thelma. Getur komist í sögubækurnar Eftir að Thelma vann fjölþrautina á laugardeginum var keppt í stökum áhöldum á sunnudeginum. Hún vann þar þrjár af fjórum greinum; hlaut gull í stökki, á slá og á gólfi en hafnaði í þriðja sæti á tvíslá. Það var þó á tvíslánni sem hún vakti hvað mesta athygli. Norðurlandamót og Evrópumót eru fram undan. Framkvæmi Thelma æfinguna á tvíslá á síðarnefnda mótinu skráir hún sig í sögubækurnar.Mynd/Fimleikasamband Íslands Hún sýndi æfingu sem hefur ekki sést áður á heimsvísu. Æfingin er framhringur á tvíslá tengdur beint í framheljarstökk eða á fimleikamáli „Wheeler tengt í Comăneci“. Framkvæmi hún æfinguna á stórmóti mun hún verða skýrð í höfuð hennar. Það er markmið hennar fyrir komandi Evrópumót í vor. „Jú, algjörlega. Vonandi á EM í maí,“ segir Thelma. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fimleikar Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Thelma hætti um tíma í fimleikum vegna meiðsla en byrjaði aftur af fullum krafti í aðdraganda Íslandsmótsins í áhaldafimleikum árið 2022 og vann þá Íslandsmeistaratitilinn í fjölþraut kvenna. Hún varði þann titil í fyrra og aftur um nýliðna helgi. Valgarð Reinhardsson og Thelma Aðalsteinsdóttir urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut.Mynd/Fimleikasamband Íslands En hvað er það sem er svona skemmtilegt við íþróttina og dregur fólk aftur inn? „Ég hugsa að það sé adrenalínið, segir Thelma. Stundum á maður ömurlega daga sem er leiðinlegt en að komast í gegnum þá daga og eiga svo góðu daga. Það er svo geggjað að eiga þessa góðu daga, og maður fær svo mikið adrenalín við að framkvæma ný móment eða að lenda stökkinu sínu ennþá betur eða eitthvað svoleiðis,“ segir Thelma. Ekki sú besta sem barn Thelma æfði aldrei aðra íþrótt en fimleika sem barn. Hún féll þó ekki almennilega fyrir íþróttinni fyrr en árið 2018, og hafði fram að því ekki lagt eins mikið í íþróttina líkt og hún gerir í dag. „Ég var ekki mjög góð sem krakki, ég var alveg sterk en var alveg óþekk líka. Þannig að það var erfitt fyrir mig að læra allt og eitthvað svona,“ segir Thelma og hlær. Thelma segist ekki alltaf hafa hagað sér vel á æfingum sem barn. Hún hafi fundið ástríðuna fyrir íþróttinni 2018.Mynd/Fimleikasamband Íslands „Ég myndi segja að það hafi verið 2018 sem ég áttaði mig á því að mig langaði virkilega að vera í fimleikum. Fram að því var ég bara hérna. Til að halda mér einhverri íþrótt.“ En hvað gerist þarna 2018? „Ég fór fyrst á HM 2018, þá gerðist eitthvað. Þá sá ég Simone Biles og allar þessar stóru. Það var geðveikt að sjá þær,“ segir Thelma. Æft í fimm til átta tíma á dag Það er ekkert grín að stunda þessa fimleika. Thelma æfir að lágmarki fimm klukkustundir á dag, og yfirleitt sjö til átta tíma þegar hún er ekki bundin í skóla. Hún er á öðru ári í lyfjafræðinámi samhliða afreksstarfinu. „Ef ég fer ekki í skólann, þá mæti ég á æfingu kl. 8:30 og er til svona 11. Síðan mæti ég á seinni parts æfingu 15:30,“ segir Thelma en síðari æfingin endist yfirleitt til klukkan 20:30. Hún fær þó sína frídaga. „Það er frí á sunnudögum og fimmtudögum.“ Mikil vinna fer í íþróttina en Thelma segir að almennt gangi vel að para hana saman við háskólanámið.Mynd/Fimleikasamband Íslands Thelma segir þá að það gangi nokkuð vel að para saman nám og fimleikana. Þó það geti reynst strembnara þegar lokapróf í háskólanum skarist á við stórmót, líkt og útlit er fyrir í vor. „Það gengur bara ágætlega. Það er dálítið mikið að gera núna í skólanum þannig að ég er dálítið eftir á. En ég reyni að stressa mig ekki yfir því og reyni að finna mér einhverja aðra námstækni en ég er vön að gera, þar sem ég hef ekki tíma fyrir hana núna,“ segir Thelma. Getur komist í sögubækurnar Eftir að Thelma vann fjölþrautina á laugardeginum var keppt í stökum áhöldum á sunnudeginum. Hún vann þar þrjár af fjórum greinum; hlaut gull í stökki, á slá og á gólfi en hafnaði í þriðja sæti á tvíslá. Það var þó á tvíslánni sem hún vakti hvað mesta athygli. Norðurlandamót og Evrópumót eru fram undan. Framkvæmi Thelma æfinguna á tvíslá á síðarnefnda mótinu skráir hún sig í sögubækurnar.Mynd/Fimleikasamband Íslands Hún sýndi æfingu sem hefur ekki sést áður á heimsvísu. Æfingin er framhringur á tvíslá tengdur beint í framheljarstökk eða á fimleikamáli „Wheeler tengt í Comăneci“. Framkvæmi hún æfinguna á stórmóti mun hún verða skýrð í höfuð hennar. Það er markmið hennar fyrir komandi Evrópumót í vor. „Jú, algjörlega. Vonandi á EM í maí,“ segir Thelma. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Fimleikar Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira