Verðbólga enn of mikil til að lækka vexti að mati Seðlabanka Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2024 12:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga jákvætt innlegg og þeir skapi fyrirsjáanleika. Hins vegar þurfi að ná verðbólgu enn meira niður áður en vextir verði lækkaðir. vísir/arnar Björninn er ekki unninn í baráttunni við verðbólguna þótt samið hafi verið um hóflegar launahækkanir að mati Seðlabankans. Enn þurfi að draga úr þenslu og tryggja að launahækkunum verði ekki velt út í verðlagið. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að meginvextir verði áfram óbreyttir í 9,25 prósentum sem nú þegar hefur kallað á hörð viðbrögð meðal forystumanna í verkalýðshreyfingunni. Nýgerðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum til fjögurra ára með hóflegum launahækkunum voru einmitt hugsaðir sem innlegg til hjöðnunar verðbólgu og þar með lækkunar vaxta. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir samningana jákvætt innlegg en verðbólga væri hins vegar enn mikil. Hún væri nánast þreföld miðað við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Skiptir engu máli um hvað ávinnumarkaðnum upp á vaxtaákvarðanir Seðlabankans? Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skipta miklu máli að fyrirtæki hleypi launahækkunum ekki út í verðlagið eigi að takast að ná niður verðbólgu og vöxtum.Stöð 2/Sigurjón „Það er ekki rétt. Við fögnum þessum samningum. Hins vegar er verðbólga enn mjög mikil. Hún er 6,6 prósent. Það skiptir líka mjög miklu máli að þessir samningar gangi eftir með þeim hætti að fyrirtæki bregðist ekki við með því að hækka vöruverð í kjölfar þeirra,“ segir Ásgeir. Eftir gerð þar síðustu kjarasamninga hafi fyrirtæki velt umsömdum launahækkunum út í verðlagið. Þenslan íhagkerfinu væri enn mikil og Seðlabankinn þurfi að tryggja að verðbólgan fari niður og þannig að samningarnir leiði til stöðugleika og viðhaldi kaupmætti. Enn sem komið er héldi peningastefnunefnd því vöxtunum óbreyttum. Vonandi dragi úr þenslu og verðbólguvæntingum á næstu vikum og mánuðum. En næsti vaxtaákvörðunardagur er hinn 8. maí. „Við álítum að við séum að styðja við þessa samninga með því að ná verðstöðugleika. Tryggja það að við getum þá lækkað vexti vel og mynduglega þegar rétti tíminn kemur,“ segir seðlabankastjóri. Vandinn væri að íslenska hagkerfið hefði vaxið mun meira en hagkerfi annarra vestrænna ríkja. Samanlagður hagvöxtur síðustu þriggja ára hefði verið tuttugu prósent og enn væru vísbendingar um þenslu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. „Það er bara mjög erfitt að ætla að vaxa svona hratt. Sérstaklega fyrir þróað land. Þetta setur auðvitað þrýsting til dæmis á fasteignamarkaðinn. Fasteignaverð er enn að hækka þótt við séum komin með vexti þetta hátt. Ég vil benda á að Seðlabankinn hefur líka beitt sér með mjög öflugum hætti til að koma í veg fyrir útlánabólu eða þenslu í fjármálakerfinu. Við erum að sjá kerfi sem er í tiltölulega góðu jafnvægi en þurfum bara að ná verðbólgunni niður,“ segir Ásgeir Jónsson. Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Tengdar fréttir Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. 20. mars 2024 10:22 „Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. 20. mars 2024 09:57 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að meginvextir verði áfram óbreyttir í 9,25 prósentum sem nú þegar hefur kallað á hörð viðbrögð meðal forystumanna í verkalýðshreyfingunni. Nýgerðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum til fjögurra ára með hóflegum launahækkunum voru einmitt hugsaðir sem innlegg til hjöðnunar verðbólgu og þar með lækkunar vaxta. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir samningana jákvætt innlegg en verðbólga væri hins vegar enn mikil. Hún væri nánast þreföld miðað við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Skiptir engu máli um hvað ávinnumarkaðnum upp á vaxtaákvarðanir Seðlabankans? Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skipta miklu máli að fyrirtæki hleypi launahækkunum ekki út í verðlagið eigi að takast að ná niður verðbólgu og vöxtum.Stöð 2/Sigurjón „Það er ekki rétt. Við fögnum þessum samningum. Hins vegar er verðbólga enn mjög mikil. Hún er 6,6 prósent. Það skiptir líka mjög miklu máli að þessir samningar gangi eftir með þeim hætti að fyrirtæki bregðist ekki við með því að hækka vöruverð í kjölfar þeirra,“ segir Ásgeir. Eftir gerð þar síðustu kjarasamninga hafi fyrirtæki velt umsömdum launahækkunum út í verðlagið. Þenslan íhagkerfinu væri enn mikil og Seðlabankinn þurfi að tryggja að verðbólgan fari niður og þannig að samningarnir leiði til stöðugleika og viðhaldi kaupmætti. Enn sem komið er héldi peningastefnunefnd því vöxtunum óbreyttum. Vonandi dragi úr þenslu og verðbólguvæntingum á næstu vikum og mánuðum. En næsti vaxtaákvörðunardagur er hinn 8. maí. „Við álítum að við séum að styðja við þessa samninga með því að ná verðstöðugleika. Tryggja það að við getum þá lækkað vexti vel og mynduglega þegar rétti tíminn kemur,“ segir seðlabankastjóri. Vandinn væri að íslenska hagkerfið hefði vaxið mun meira en hagkerfi annarra vestrænna ríkja. Samanlagður hagvöxtur síðustu þriggja ára hefði verið tuttugu prósent og enn væru vísbendingar um þenslu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. „Það er bara mjög erfitt að ætla að vaxa svona hratt. Sérstaklega fyrir þróað land. Þetta setur auðvitað þrýsting til dæmis á fasteignamarkaðinn. Fasteignaverð er enn að hækka þótt við séum komin með vexti þetta hátt. Ég vil benda á að Seðlabankinn hefur líka beitt sér með mjög öflugum hætti til að koma í veg fyrir útlánabólu eða þenslu í fjármálakerfinu. Við erum að sjá kerfi sem er í tiltölulega góðu jafnvægi en þurfum bara að ná verðbólgunni niður,“ segir Ásgeir Jónsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Tengdar fréttir Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. 20. mars 2024 10:22 „Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. 20. mars 2024 09:57 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. 20. mars 2024 10:22
„Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. 20. mars 2024 09:57