„Eins og Davíð á móti Golíat og Davíð vinnur alltaf“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. mars 2024 21:30 Þráinn Orri Jónsson gat leyft sér að grínast í leikslok þrátt fyrir að hafa fengið að líta beint rautt spjald. Vísir/Vilhelm Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Hauka, var eðlilega léttur í bragði í viðtali eftir tveggja marka sigur liðsins gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. „Tilfinningin í leiknum var bara mjög góð. Þetta var massífur leikur þar sem við spiluðum góða vörn og góða sókn, hlupum með þeim bæði varnar- og sóknarlega allan leikinn fannst mér,“ sagði Þráinn Orri í leikslok. „Það er bara gott fyrir okkur að svara fyrir leikinn á móti ÍBV með svona flottum sigri,“ bætti Þráinn við, en seinasti leikur Hauka var tap í undanúrslitum Powerade-bikarsins gegn Eyjamönnum. Héldu hraðanum niðri Haukar náðu að stjórna tempóinu í leik kvöldsins gegn hröðu liði Vals, en Þráinn vill þó ekki meina að hans menn hafi ætlað sér að hægja endilega á leiknum. „Þeir eru bara drullugóðir í því og búnir að gera það í mörg ár. Mér fannst við kannski ekki hægja á tempóinu heldur frekar velja tímann sem við fórum í þessar árásir. Og mér fannst við gera það vel.“ Þrátt fyrir að Haukar hafi ekki ætlað sér að hægja á leiknum kom það þó ótrúlega oft fyrir að liðið var að taka skot þegar höndin var komin upp og liðið jafnvel búið að spila sókn í yfir mínútu. „Þegar þú segir það þá var spaðinn alveg nokkrum sinnum uppi hjá okkur. En mér finnst það líka bara jákvætt að við séum ekki að fara í eitthvað óðagot og skjóta bara til þess að skjóta, heldur finna réttu færin.“ „Á tímapunkti vorum við kannski komnir út í horn og vorum kannski heppnir eða ekki, ég veit það ekki.“ Ósáttur við rauða spjaldið Þá fékk Þráinn að líta beint rautt spjald þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Benedikt Gunnari Óskarssyni þar sem hann virtist fara í andlitið á leikstjórnandanum. Þráinn var ekki sáttur með dóminn, en sagðist þó eiga eftir að sjá atvikið aftur. „Mér fannst þetta ekki vera rautt spjald. En ætli ég þurfi ekki bara að horfa á þetta. Þeir fara í skjáinn og ef þeir meta það þannig að þetta sé rautt þá er það þannig. Þetta eru færir dómarar báðir tveir og ég ætla ekkert að fara að erfa þetta við þá. Eða jú, ég mun reyndar erfa þetta við þá ef ég fer í leikbann,“ sagði Þráinn léttur. „En þeir dæma þetta og ég uni þeirri niðurstöðu þó ég sé ekki sammála eins og svo oft áður í handbolta.“ Að lokum bætti Þráinn við að líklega væri það ósanngjarnt gagnvart honum að jafn stór maður og hann þyrfti að spila vörn gegn jafn hröðum leikmanni og Benedikt. „Þetta er ósanngjarnt. Þetta er eiginlega Davíð á móti Golíat og Davíð vinnur alltaf þegar helvítið kemur á mig. En ég skil þetta alveg og ég myndi sjálfur gera þetta ef ég væri Óskar [Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals]. Þá myndi ég setja einn kvikan á móti svona tröllkarli eins og mér,“ sagði Þráinn að lokum. Olís-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 28-26 | Valsmenn að missa af deildarmeistaratitlinum Haukar unnu gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 28-26. 20. mars 2024 21:05 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
„Tilfinningin í leiknum var bara mjög góð. Þetta var massífur leikur þar sem við spiluðum góða vörn og góða sókn, hlupum með þeim bæði varnar- og sóknarlega allan leikinn fannst mér,“ sagði Þráinn Orri í leikslok. „Það er bara gott fyrir okkur að svara fyrir leikinn á móti ÍBV með svona flottum sigri,“ bætti Þráinn við, en seinasti leikur Hauka var tap í undanúrslitum Powerade-bikarsins gegn Eyjamönnum. Héldu hraðanum niðri Haukar náðu að stjórna tempóinu í leik kvöldsins gegn hröðu liði Vals, en Þráinn vill þó ekki meina að hans menn hafi ætlað sér að hægja endilega á leiknum. „Þeir eru bara drullugóðir í því og búnir að gera það í mörg ár. Mér fannst við kannski ekki hægja á tempóinu heldur frekar velja tímann sem við fórum í þessar árásir. Og mér fannst við gera það vel.“ Þrátt fyrir að Haukar hafi ekki ætlað sér að hægja á leiknum kom það þó ótrúlega oft fyrir að liðið var að taka skot þegar höndin var komin upp og liðið jafnvel búið að spila sókn í yfir mínútu. „Þegar þú segir það þá var spaðinn alveg nokkrum sinnum uppi hjá okkur. En mér finnst það líka bara jákvætt að við séum ekki að fara í eitthvað óðagot og skjóta bara til þess að skjóta, heldur finna réttu færin.“ „Á tímapunkti vorum við kannski komnir út í horn og vorum kannski heppnir eða ekki, ég veit það ekki.“ Ósáttur við rauða spjaldið Þá fékk Þráinn að líta beint rautt spjald þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Benedikt Gunnari Óskarssyni þar sem hann virtist fara í andlitið á leikstjórnandanum. Þráinn var ekki sáttur með dóminn, en sagðist þó eiga eftir að sjá atvikið aftur. „Mér fannst þetta ekki vera rautt spjald. En ætli ég þurfi ekki bara að horfa á þetta. Þeir fara í skjáinn og ef þeir meta það þannig að þetta sé rautt þá er það þannig. Þetta eru færir dómarar báðir tveir og ég ætla ekkert að fara að erfa þetta við þá. Eða jú, ég mun reyndar erfa þetta við þá ef ég fer í leikbann,“ sagði Þráinn léttur. „En þeir dæma þetta og ég uni þeirri niðurstöðu þó ég sé ekki sammála eins og svo oft áður í handbolta.“ Að lokum bætti Þráinn við að líklega væri það ósanngjarnt gagnvart honum að jafn stór maður og hann þyrfti að spila vörn gegn jafn hröðum leikmanni og Benedikt. „Þetta er ósanngjarnt. Þetta er eiginlega Davíð á móti Golíat og Davíð vinnur alltaf þegar helvítið kemur á mig. En ég skil þetta alveg og ég myndi sjálfur gera þetta ef ég væri Óskar [Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals]. Þá myndi ég setja einn kvikan á móti svona tröllkarli eins og mér,“ sagði Þráinn að lokum.
Olís-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 28-26 | Valsmenn að missa af deildarmeistaratitlinum Haukar unnu gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 28-26. 20. mars 2024 21:05 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Valur 28-26 | Valsmenn að missa af deildarmeistaratitlinum Haukar unnu gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 28-26. 20. mars 2024 21:05
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn